Sunday, May 08, 2005

Ísland

Já kannski spurning um að fara að blogga eitthvað hérna aftur, alveg makalaust hvað ég þarf alltaf að demba mér í blogglægðir akkúrat þegar eitthvað af fólki er farið að leggja leið sína hingað. Jaqmm annars svona ril að updata þá fór ég frá Svíðjóð til London rétt til að skoða st.pauls kaupa ipod handa önnu, tékka á götuleikurum í covent garden, kaupa mjög svalan make capitalism history bol af gömlum hippum sem ganga í gegnum endurnýjun lífdaga við að mótmæla stríði í Írak og já nánast missti af fluginu var hlaupandi í undergroundinnu lesta á milli til að ná stansted express sem ég ætlaði að taka eins seint og mögulega, orðin langþreytt á tilgangslausu flugstöðvarhangsi. Nei kom á platformið kl 18:00:54 og lestin hafði farið klokken sex flott flott og flugið 19:50 og þá er ég ekki að tala um check in tíman fokk ég stóð þarna sveitt , með gula bakpokan á bakinu ,rauða bakpokan í hægri hendi, bláa adidas bakpokan framan á og blómatöskuna yfir öllu saman keypti mér 18:30 miða og vonaði það besta. Þegar í lestina koma byrjaði ég að naga á mér nreglurnar á mjög skipulagðan hátt á meðan ég reyndi að finna upp á einhverju rosa sniðugu til að segja þegar ég þyrfti að hringja heim og láta vita að ég hefði misst af vélinni. Lestinni seinkaði svo um ca. fokkin korter svo ég mátti svoleiðis spretta útur lestinni klyfjuð eins og asni ræningjanna í alibaba og ræningjarnir 40, upp stigan og að tékkinninnu þar sem stelpan var að fara að loka en þessi elska hleypti mér í gegn og tékkaði inn eitthvað af farangrinum. svo átti ég að hlaupa og fá að fara framar í raðir en enhver gaur þarna las vitlaust á bording passan minn og sagði mér bara að fara í röð, þannig ég stóð þarna bíðandi eftir að troða dótinu í skannan og hlaupa útí vél á meðan einhver voðalega fyndin starfsmaður var með brandara við fólkið á undan mér , loksins þegar ég gat skellt dótinu í gegn var ég ekki lengi að grípa það og hlaupa eins og fætur toguðu út í terminaltransportið, þegar inn í það var komið og einhver kona sagði "this transport is leaving please stay clear of the door" fattaði ég að ég hafði gleymt adidaspokanum í gegnumlýsimaskínunni fokk fokk fokk afhverju koma svona hlutir alltaf fyrir mig , en þá var of seint að snúa við og ég hljóp að geitinu mínu og þá var ekki einu sinni byrjað að borda en samt fékk ég ekki að hlaupa og ná í töskuna . Ég var nú reyndar svo fegin að hafa náð vélinni að mér var nett sama um töskuna, Elín og Gunna sóttu hana svo fyrir mig þegar þessar elskur skeltu sér í til London um daginn og hef ég þar með endurheimt símann minn, forláta húfu frá Perú, Depeche mode safndiskin, argentískan rokkdisk, Automatic for the people sem var að koma heim eftir ca. 3. ára dvöl í Argentínu :) gjafir handa systrum mínum og já handa þér Anna. Já lyklarnir að skrifborðinu hennar önnu sem komu óvart með , Álfabikarinn nú þarf ég ekki að vera á ógeðslegum toxic dömubindatúr og dvo voru þarna bækur og fleira dót sem ég var fegin að fá

0 Comments:

Post a Comment

<< Home