Sunday, May 08, 2005

Words like violence

Já þegar ég kom á klakan fór ég fljótlega á Blönduós ,en fyrst fór ég í fermingu hjá Kristínu Sveinsdóttur en hún og bróðir hennar Guðfinnur eru sko allveg frábær rétt eins og foreldrar þeirra. Er svo búin að dunda ýmislegt hérna á Blönduósi ég var að vinna í esso og svo er ég núna að kenna við Grunnskólan á Blönduósi já einhvern tíman heyrði ég málshátt sem fjallar um epli og eikartré hmmmmmmmmmmmmmm er semsé að kenna 7. bekk var búin að laeikstýra þeim fyrst á sumarskemmtun ásamt Jófríði þáverandi kennara þeirra sem núna mun verða léttari á næst dögum. En þessi bekkur er sko algjört æði minna mig mikið á góða tíma þegar ég var í 7 . bekk æj þið vitið reykjaskóli, aðalatriðið á sumarskemmtun og byrja að vera svoldið fullorðin og svona . Er semsé að kenna þeim Kristnifræði, Íslensku og Náttúrufræði auk þess að vera með lífsleiknitíma fyrir unglingana og ég fíla þetta alveg í botn. Spurning bara að gefa skít í læknainntökuprófið og verða bara bitter, útbrunnin, illalaunaður, úturtaugaður kennari með mikla koffínfíkn nei þetta var nú grín og sýnist mér nú flestir kennar þarna í G.B . vera að fíla sig í botn og vera bara hamingjusamir afslappaðir og fullir af eldmóð þannig já held samt að ég reyni við lækninn hann er nebbleg a líka mjög spennandi . Já það er ekki laust við að maður fái snert af víðáttufælinishrifum í öllum þessum möguleikum, tækifærum og frelsi sem maður hefur.

jæja fokk fokk klukkan er eitt og ég er ekki búin að undirbúa mig eins vel og ég ætlaði, fór í staðin að horfa á árshátíðina síðan í 10. bekk sem minnir mig á árgerð 84 algjört möst að hittast horfa á þessi video skoða myndir og halda heljarinnar teiti í sumar. ég skal planileggja ef þið mætið skal fá Val til að gera það með mér svo ég missi mig ekki og fari að plana upprifjun úr lífsleikniefni 6. bekkjar og spennandi kvöld þar sem hljóðfræði verður aðal topicið , en vissuð þið að ú er uppmælt, kringt, nálægt hljóð . Ok ok ég er farin í háttinn .

And I’m only here
To bring you free love
Let’s make it clear
That this is free love
No hidden catch
No strings attached
Just free love
No hidden catch
No strings attached
Just free love

3 Comments:

Blogger Hugrún Sif said...

ÉG er búin að breyta linknum þínum :) Koma svo ... vera dugleg að blogga!!

3:01 AM  
Anonymous Sylvía Rún said...

Já það er ekki slæm hugmynd að reyna að fara að hittast eitthvað 84 módelin... Eigum inni fermingarpartý, útskriftarpartý (10.bekk)... svo eitthvað sé nefnt. Held að undirbúningur sé góður í ykkar höndum ;) En næst á dagskrá er Giljá og auðvitað vonumst við til að þú látir sjá þig :)

Þangað til þá, gangi þér vel við kensluna og allt annað, Kveðja Vóví.

10:26 AM  
Anonymous sylvía rún said...

úff maður má nú ekki láta "kennarann" sjálfann sjá þetta... biðst forláts. ;kennsluna;

10:28 AM  

Post a Comment

<< Home