Sunday, August 28, 2005

Det er sjovt ...det er rigtigt sjovt at være i kobenhavn

Jámm where to fuxxing begin ..................ha . Er semsé flutt til Kaupmannahafnar og það er bara gaman og utterly scary. Ena anyhow fór í vikubusaferð. Það væri allveg sama hvað ég myndi skrif langan pistil um hann ég myndi aldrei ná að útskýra hvað hann var frábær, hvað hann var vel skipulagður, skemmtilegur og vel heppnaður í alla staði !!!!!!!!!!! Ég á ekki lýsingarorð til að lýsa því og vil hér með koma á framfæri þökkum við Heilbrigðisstofnuninna á Blönduósi fyrir að sýna mér óendanlega mikinn sveigjnaleika svo ég kæmist út :) ok kom heim til Ingibjargar á föstudagseftirmiðdaginn.

Nú gætu sumir verið að hnykkla brýrnar og hugsa Ingibjörg who? en hún er semsé dóttir hennar Lilju og Lilja er sko litla systir hennar Stínu Ömmu minnar. Ingjibjörg kom stundum til blönduós þegar við vorum littlar og lég sér í búðarleik með mér og Óla eða búa til snjóhús. Svo vorum við pennevinkonur í smá tíma og svo misstum við sambandið frá ca. 8 bekk þangað til nú að þessi elska tekur mig hreinlega bara í fóstur en hún líklegast bara bauð mér að vera hjá sér þangað til ég fyndi stað til að búa á og svo fann hún handa mér hjól og svo er hún barrasta búin að redda mér ógeðslega flottri íbúð á æðislegum stað sem ég er semsé eð fara að flytja í á þriðjudaginn og þar sem þetta er Íbúð með klósti og eldhúsi og svefnsófa þá get ég fengið fólk í heimsókn.
á Schacksgade 12, 3. tv1365 København K :) ef þið farið á krak.dk getið þið séð hvar hún er.
Ég er með smá samviskubit yfir því hvað margir mundu eftir afmælinu mínu en ef það er eitthvað sem hinn sjálfumglaða ég er góð í er það að gleyma afmælum fólks ég er td. búin að gleyma báðum afmælum systra minna á þessu ári. Hvernig er þetta hægt !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! Erla og Elín ég bið ykkur enn og aftur afsökunar :)
Jamm annars líst mér bara betur og betur á námið sem hefur verið endurbætt mikið á síðustu árum. Mjög vel haldið utanum þetta allt saman.

Afmælið mitt var í gær og var mjög skemmtileg fór með Ingibjörgu,Snorra pabba hennar og vinafólki hanns út að borða og svo fórum ég og Ingjibjörg á pöbbarölt og má með sanni segja að við höfum tekið þverskurðin, fórum fyrst á fínan kokteilbar svo á svona írsklookandi trúbador pöb og svo á sveittan rokkbar sem er allur útkrotaður hann heitir moose og er mikið sóttur að Íslendingum skilst mér. Í dag er ég ótrúlega þreytt og ónýt en það þýðir ekkert að fást um það það er fyrsti´dagurinn í skólanum á morgun og fluttningurinn á þriðjudaginn.

More details later.

kærlig hilsen Elva

6 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Blessuð Elva.. flott að íbúðarmál hafi reddast svona fínt!! hafðu það gott, vi ses;)

10:17 AM  
Anonymous Anonymous said...

Blessuð Elva gaman að lesa bloggið. Voða held ég að það eigi eftir að vera gaman hjá þér. Njóttu þess vel. Bið að heilsa Ingibjörgu. Knús og kossar :)

11:06 AM  
Anonymous Anonymous said...

jæja ég panta mér þá far út hvað úr hverju :) hehe

8:55 AM  
Anonymous Anonymous said...

Mig langar svo til danmerkur í heimsókn...

4:07 AM  
Blogger Margret Silja said...

Æðislegt, ég kem sko bráðum í heimsókn! kom sjálf út í gærkvöldi, hér er að sjálfsögðu sól og sumar:) En Anna það er sko eins gott að þetta far sem þú pantar nái yfir nógu langa helgi því þú ert sko að koma til mín líka!!! klem ms

4:34 AM  
Anonymous Anonymous said...

Sæl sæta Elva danafari =) Gott að allt sé að reddast hjá þér og til hamingju með íbúðina þína, væri geðveikt að fá að heimsækja þig. Vertu dugleg við námið og komdu svo heim, langar að hitta þig aftur =) anyway, það var æði að kynnast þér smá í sumar og vona að ég geti kynnst þér betur. Heyrumst!
Kv. af klakanum, Harpa =) !

4:58 PM  

Post a Comment

<< Home