Wednesday, May 18, 2005

Kæruleysi kynfræðsla

Er að fara að vera með smá svona kynfræðslu í 9.b á morgun og þegar ég var að pikka inn á powerpoint upplýsingar um allar þær milljón getnaðarvarnir sem eru til og uppl. um allskonar vessa, sviða, sjúkdóma sem erfitt er að losna við og geta jafnvel gert mann ófrjóan. Þá fór ég að velta því fyrir mér að við þá meina ég mín kynslóð erum allveg ótrulega uppfrædd um áhætturnar sem fylgja kynlífi og hvernig eigi að draga úr þessum áhættuþáttum. Það má nánast segja að ég hafi af og til verið í kynfræðslu síðan ég var í fokkin 7.bekk !!!!!!!! Og þá spurði ég mig . AFHVERJU ERUM VIÐ ÞÁ SVONA ÓGEÐSLEGA KÆRULAUS fyrir utan það að vera kynslóðin sem ólst upp við Ally McBeal (er það skrifað svona) ,friends, Sex en the city, myndina Kids, internet klám o.s.frv.þar sem casual sex er jafn mikilvægur hluti af Ímynd okkar og blómin voru fyrir hippana og allt er alltí key og enginn segir nei og Britney Spears selur fleiri plötur eftir því sem fleiri föt detta , og við kyrjum öll í kór I´m a slave for you..can u keep up, baby boy let me loose my breath hit me hard let me loose my breath....I´ll take you to the candyshop I´ll let you lick the lolly pop keep goin till u hit the spot. ok ok þetta var smá D-túr

ok fyrir utan þetta sem gæti nú verið pistill útaf fyrir sig afhverju erum við svona kærulaus þegar kemur að því að stunda þetta casual sex okkar sem yfirleitt fær á sig mestan ljóman þegar við segjum frá því í góðra vina hópi daginn eftir talandi um það eins og það hafi verið eins og hjá jack og Rose , ok annar d-túr allavega þá er fólk held ég almennt séð ekkert að passa sig neitt sérlega vel og oft bara ekki neitt einhversstaðar útúrdrukkið krossleggjandi fingur af því það gleymdi að kaupa smokka , af því að það er svo mikið vesen, af því að "ég er örugglega ekkert með egglos núna", af því að það gerist hvort eð er ekkert ég meina fyrst það gerðist ekki í síðasta skiptið eða já eins og ég hef nú iðulega lent í "æj fokk gleymdi að taka pilluna æj ég tek hana bara í fyrramálið " svo var ég bara að glugga í leiðbeiningar og þá má ekki vera nema einhver smáskekkja á þessu pilluáti ............... Hvað er eiginlega málið afhverju þekki ég fólk sem er með kynsjúkdóma afhverju þekki ég fólk sem hefur sofið hjá án þess að vera plastað eða pillað hvað er málið með þetta kæruleysi í fólki þegar maður getur bara endað ófrjór eða eitthvað.

Jæja drífum nú öll í því að lifa ábyrgu kynlífi sem ég ætla að vona að flestir geri nú sem oftast en ég held að fólk gleymi sér stundum í kæruleysinu.

já já svo bara til að hafa það á hreinu er ég ekki að tala um einhverja ákveðna einstaklinga og ekki einu sinni ákveðana hópa ég hef upplifað þetta kæruleysi í nánast öllum mínum vinahópum sem eru nú útum allar trissur meðal annars í Argentínu en sá vinahópur ber nú reyndar af í því að vera kærulaus enda búnkast niður afkvæmi þar á bæ.

Annars er þetta nú meira dópið þessi kennsla maður fær þetta gjörsamlega á heilann getur ekki hugsað um neitt annað allur manns tími fer í að undirbúa næsta tíma svo er maður aldrei fullkomlega ánægður með tímana svo maður vill gera betur og meira næst og út á þetta gengur lífið sem sem endar að maður lýgur að sjálfum sér þegar maður er hættur að sinna öðrum hlutum lýgur að öðrum að maður sé búinn að taka til og að manni langi ekki í eldaðan mat , að maður þurfi ekki að læra fyrir inntökuprófin allt til að geta undirbúið kennskuna get samt ekki undirbúið hana nóg né gert allt eins vel og maður vill semé líf mjög líkt og heróínsjúklingar lifa , svo verður svona stutt high moment þegar maður heldur að maður hafi náð einhverju inn í hausinn á nemendum eða fengið þau til að hugsa, en það dugar bara í stutta stund og þá verður maður að fara að undirbúa næsta tíma , sem væri þá næsta sprauta hjá heróínfíklinum.

Nú skil ég líka að sumarfrí kennarans er nokkurskonar "rehab" þar sem kennarinn byggir sig upp, sinnir vanræktum áhugamálum sínum og myndar aftur tengsl við fjölskylduna svo fellur hann á hverju hausti aftur inn í sama vítahringinn ............. Ég held ég sé komin á sjóðandi túr
hæ dúllía dúllía dúllía dæ hæ dúllía........

3 Comments:

Anonymous Anna said...

Elva, ertu drukkin?

10:41 AM  
Blogger Egill said...

finnst vanta fleiri myndir, og þá kannski af ferðalaginu sjálfu, en það er kannski bara ég.Hvað ertu eiginlega að gera þessum krökkum;)

margt til í þessu sem þú segir samt en hvað varstu drukkin

he he

9:00 PM  
Anonymous Anonymous said...

mikill miskilningur að ég hafi verið drukkin ég stend hiklaust við þessa viðlíkingu mína. Sannfærist meira með hverjum deginum ég meina Heróínsjúklingar alltaf blankir og það eru kennarar líka. Báðum hópum er kennt um það sem miður fer í samfélaginu og svona mætti lengi telja

4:26 PM  

Post a Comment

<< Home