Thursday, August 04, 2005

Á leið til danaveldis

Jamm svona fyrir þá sem vit aekkert í sinn haus þá var fyrri textinn með Nirvana og sá seinni með Maus ég ætla ekki að gera ykkur til geðs að segja hvað lögin heita. Já þetta eru nú búnir að vera drastískir tímar já bara þessir tímar síðan Ég varð stúdent nánast 8 mánuðir liðið hviss bamm búmm og man hvað Ég er búin að upplifa mikið, nenni ekkert að fara útí details.Anyhow þá var ég í mestu makindum að gera klárt fyrir Verslí síðastliðinn föstudag setja dótið útá stétt, gefa ketti matarbirgðir og knúsa hundinn þá kemur Vignir Einarson askvaðandi með póstinn og í póstinum var bréf og í bréfinu var blað og á blaðinu voru stafir sem sögðu mér að ég hefði komist inn í Kaupmannahafnarháskóla . Jeij. Svo settist ég bara uppí bíl og fór og hélt uppá það með því að skemmta mér frábærlega með bestustu vinkonum í heimi vantaði reyndar Sylvíu L ofl. í MH genginu sem eru nottleg líka in my crew ............ ok að nota hiphop,rap slang það bara fer mér ekki svo hér með er ég hætt því og mun aldrei skrifa orð eins og crew aftur. Allavega Anna , Margrét og Sandra þegar ég hélt að það væri ekki hægt að toppa öll frábæru djömmin sem ég hef upplifað ......... þá komið þið með mestu snilldarhelgi ever :) allavega hægt að lesa um hana á blogginu hennar Margrétar. Svo þegar ég var komin heim og búin að melta málið í 5 mín ákvað ég að kýla bara á þetta Danmerkurdæmi og núna er ég semsé búin að redda mér bráðabirgaðagistingu, senda staðfestingu út, sækja um á tveimur kolleg síðum um heimavist, fá í hendurnar eyðublað fyrir samnorrænt flutningsvottorð , kaupa flugmiða og redda 8 vöktum í vinnunni þannig að ég geti flogið út 18 Ágúst og komist á svona samhristingskynningarviku áður en ég hef læknanámið. Þvílíkt alsherjarplögg. Það skrýtnasta var að það er búið að ganga allt geðveikt vel sem fær mann til að trúa því sem stendur í Alkemistanum að ef maður þráir eitthvað nógu heitt þá hjálpar Alheimurinnn manni að láta það gerast því þá er maður að lifa eftir sínum örlagakosti.

já já en nú ætla ég að fara að sofa því ég er svo þreytt

8 Comments:

Blogger Margret Silja said...

Ég ælta að byrja á því að þýða þetta ágætis orð hjá þér "Samhristingarvika" fyrir hinum almenna borgara: þetta skandinavíska hugtak snýst semsagt um það að drekkja sér í bjór áður en alvara lífsins tekur við (been there done that) :)
En satt segirðu, helgin hefur sko verið sett á topp 1 listann!!! þetta var SNILLD! Og frásögnin á blogginu mínu er nottla alger grófur dráttur.. helgin var nottla algert "tzzs-tzzs":)
Takk fyrir æði helgi og sjáumst í trivial kvöldi bráðum, þá vonandi búnar að ná okkur eftir helgina/ kramar MS

4:20 AM  
Anonymous Anonymous said...

Sæl. Takk fyrir daginn í gær, skrítið samt að vinna með þér =) hehe. Já en æði að þú komst inn þarna í danaveldinu, þá þekkir maður kannski lækni í framtíðinni ;) en gangi þér bara vel. Vi ses!

4:48 AM  
Blogger Margret Silja said...

haha já og við elva í borg bjórsins fyrir ykkur;) hugsið ykkur að námslánið okkar elvu á eftir að nægja fyrir 3 sinnum meiri bjór en önnu og söndru;)

7:02 AM  
Blogger Hugrún Sif said...

Til lukku með komandi flutning til Danmerkur :) öfunda þig sko alveg heilan helling því eins og flestir vita á DK hug minn allan.. ;)

Annars ætlaði ég að staðfesta inngöngu mína í VA (viðutan anonumus) klúbbinn og játa að ég hló mig máttlausa þegar ég las skilgreiningu þína á þessu viðutan vandamáli okkar :)

3:31 PM  
Anonymous Anonymous said...

Til hamingju :)

7:43 AM  
Anonymous Anonymous said...

Það ætla allir að skilja mig eftir hérna í reykjavík...ekki gaman. En svona er þetta. Verð kannski bara að flýja land sjálf. En auðvitað er ég ánægð að þú komst inn og það verður klkkað gaman hjá þér. Gangi þér vel!

4:54 AM  
Anonymous Anonymous said...

þetta var sko ég

4:55 AM  
Anonymous Anonymous said...


Gangi þér vel náminu í Danmörku!
Gaman að rekast á ykkur vinkonurnar á Akureyri :)

11:09 AM  

Post a Comment

<< Home