Sunday, May 22, 2005

listi

Jæja þá er 7.bekkurinn að fara að byrja í prófum á morgun. Ég vona bara að þeim gangi vel þessum pjökkum :) Allavega er ég búin að vera frekar dugleg við ýmislegt stúss í dag fór yfir skriftarpróf og setti inn einkunnir , svo samdi ég náttúrufræðiprófið og svona þannig ég get kannski farið að huga að egin lærdómi . Reyndar er ég búin að læra allveg helling um helling af hlutum við það að vinna í skólanum já já allavega var að spá í að fara að setja inn svona skemmtilega lista inn, er það ekki voða sniðugt ætla að byrja á plötulista sem heitir plötur sem hafa haft áhrif á mig og ég hef étið í mig af hinum og þessum ástæðum, óháð hvort þær séu tónlistarlega séð eitthvað meistarastykki .

1. Krúsídúlla - Emilíana Torrini (Fyrsti geisladiskurinn minn og þessvegna í miklu uppáhaldi)
2. Insectiside - Nirvana (reyndar koma In utero og nevermind líka til greina á þennan lista en það er eitthvað svo hressilegt kæruleysi og húmor sem In.side hefur sennilega Cobain ekki eins þunglyndur þarna :)
3. Parklife - Blur ( we all say don´t want to be alone we were the same colothes cuz we feel the same and kiss on dry lips when we say good night, hvert einasta lag á þessum disk er æði einn af mínum uppáhalds )
4. The Score - Fugeess ( Þetta er diskurinn minn og Sylvíu við kunnum hann næstum utan að og finnst ekkert skemmtilegra en að taka búta úr lögum í parýum sem og öðrum samkomum)
5. You - Bang gang ( Eina tölvupopp sem ég hef fílað hlustaði mikið a þennan disk þegar ég fékk hann)
6. A grand don´t come for free -The Streets ( bara snilld eitthvað svo mannleg tilgerðalaus ´plata líka bara svo öðruvísi. Ein af fáum nýjum plötum sem eru á listanum sökum þess að ég downlóda aðalega núna og hlusta þá meira á stök lög heldur en plötur)
7. Sahara Hotnights- Jennie bomb ( Melódískt stelpurokk )
8. Fólk er fífl - Botnleðja ( Verð alltaf sannfærðari um það að þeir hafi nú hitt naglan á höfuðið þarna)
9.Ekki enn - Purkur Pilnikk ( Frábærir textar og pönk er nottlega bara málið)

10.Tracy Chapman - Tracy Chapman ( Fór að hlusta á þennan disk eftir að Norsk stelpa á vinabæjarmóti hafði haft hann stöðugt í græjunum sínum í 5 daga. og hef verið að hlusta á hann síðan)

Jamm alls ekki tæmandi listi og ekki einu sinni í neinni mikilvægisröð bara í þeirri röð sem ég mundi eftir þeim. Allavega ef þið hafið ekki hlustað á einhverja plötu á þessum lista mæli ég með að þið bætið úr því. En jæja meira síðar.

3 Comments:

Blogger Margret Silja said...

HALLÓ.. hvað með Nínu? ég sá hana ekki á listanum.. tæknilegir örðugleikar eða var það meiningin? Annars takk fyrir upphringinguna á laugardagsnóttina, 4:30 á mínum tíma;) En þið tókuð Nínu með stæl og gott ef ekki með smá sænskum hreim, svo ég sofnaði sátt. Við heyrumst eftir rúma viku þá lendi ég á klakanum, knúsar Margret

10:55 AM  
Anonymous Anonymous said...

Sko margrét mín Nína er ekki plata þó að ég viti að hún er fyrir þér eina almennilega lagið sem hefur verið samið ever , þá er nú líka til önnur tónlist sem þú mættir gjarnan fara að kynna þér en já endilega láttu heyra í þér þegar þú kemur á klakann

Elva

10:06 AM  
Blogger Margret Silja said...

Hey ekker bögg.. ég veit sko alveg nafnið á plötunni med Nínu.. Satt og Logið med Eyjólfi Kristjáns! En já ég viðurkenni fáfræði mína á lagaheitum og plötum, ég bíð ennþá eftir kennslustundinni sem þú ert búin að bjóða uppá;) ms

12:09 PM  

Post a Comment

<< Home