Tuesday, February 28, 2006

Klukk

Var að læra um það hvernig fruma afritar DNA til að búa til RNA sem gerir til að gera langa sögu stutta það að verkum að við getum lifað því ef DNA myndi ekki afritast myndum við deyja. Ég ákvað að taka mér pásu og kíkja á blogg systur minnar og komst þá af því að hún hafði klukkað mig þannig here it goes:

4 störf sem ég hef unniið um ævina...

Mjólka Beljur (Gerði það að verkum að ég lærði að meta beljur sem eru merkisdýr)
Bera út póst (gerði það að verkum að ég komst í gott form og vissi hvar allir byggju)
Selja fólki hamborgara og slikk (gerði það að verkum að ég hef óbilandi skilning og þolinmæði gagnvart afgreiðslufólki )
Aðhlynning aldraðra ( Sem mér fannst svo frábær vinna að ég ákvað að það að það að laga fólk og hlúa að því sem ekki er hægt að laga yrði ævistarf mitt)


Fjórar bíómyndir sem ég gæti horft á aftur og aftur...

Trainspotting (I chose not to choose life I chose something elese)
Voksne mennesker (síðasta mynd sem ég sá og hún er óendanlega fyndin)
Bridget Jones (auðvitað)
closer (jude law er alltaf góð ástæða)



Staðir sem ég hef búið á..-
Blönduós (æskustöðvarnar)
Las Vertientes (ævintýrið)
Reykjavík (æj ég veit ekki)
Kaupmannahöfn (æðisleg)

sjónvarpsþættir sem mér líkar...

Sex and the city
Friends
Allir breskir sakamálaþættir
The L word

*Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum
Perú
London
Hveravellir
Usuaiha

Fjórar bækur sem að ég les oft...-
Píkutorfan (til að efla feministann)
Súpersex (Til að auka færni mína)
Alkemistinn (stefni á að lesa oft, til að næra sálina)
Námsbækurnar (á hverjum degi, næstum til að öðlast visku)

Fjórir staðir sem ég vildi heldur vera núna...-
Uppi í rúmi með ákveðnum ónefndum aðila
Í Argentínu úti við sundlaug með vinunum
Heima á Brekkubyggð 4
Að ferðast um Asíu með Sibbu vinkonu

Fjórir sem að ég skora á að gera þetta eru..
Anna
Margrét Silja
Sandra
Þú

jæja þessi pása er búin að vera einum of löng og það er 1 mars á morgun sem þýðir að það eru 3 og hálfur mánuður í próf og bóðþrýstingurinn stígur .

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Elskulega Elva.
Gaman að lesa þetta..........og við erum með hugann hjá þér. Vorum með kvöldguðsþjónustu í Holtskirkju í kvöld - nýstárlegt form og efni. Mikill söngur og bænir og samlestur úr Davíðssálmum.
Gangi þér vel og Guð geymi þig.
Ástarkveðjur frá ömmu og afa

3:23 PM  
Blogger Margret Silja said...

Eru til svona blóðþrýstingsaukandi lyf.. það eru 3 dagar í próf hjá mér og hann er ekki enn stiginn... hjálp!!

3:48 AM  
Anonymous Anonymous said...

vegna ekki:)

12:32 AM  

Post a Comment

<< Home