Sunday, February 05, 2006

Myndir :)

Ég er búin að setja inn myndir sem má eiginlega segja að séu bland í poka, þar má meðal annars finna myndir frá Íslandi, Svíðjóð og af íbúðinni minni hérna í Köben. Mér finnst þetta ennþá svo óraunverulegt þega ég skrifa þetta, að ég búi í Köben, ég er í námi í Köben og tala dönsku á hverjum degi þetta er allt bara eitthvað svo langt í framtíðinni en ekki í núinu. Spurning hvenær núið fór framúr mér og skildi mig eftir í nostalgíukasti með framtíðardrauma. En það fór nú ekki langt, held ég nái því ef ég anda djúpt og hleyp aðeins hraðar.

Annars önnur önnin rokin af stað og tveir risa doðrantar um frumur takk fyrir smurt bíða þess að leggja mark sitt á tauganet heilafruma minna. í næstu viku byrjar líka Tidlig patient kontakt þar sem ég fer og hitti skjólstæðing einhvers heimilislæknis og tek við hann viðtal um lífshlaup og sjúkrasögu hans, þetta skrifa ég svo ritgerð um ásamt því að fjalla um hvernig samskipti mín og hanns voru.

Það eru bæði Juanes og Kaisers chiefs tónleikar fram undan og ég get ekki gert upp við mig á hvoa ég eigi að fara , kannski fer ég bara á báða og borða núðlusúpu í viku :)

Að lokum vil ég benda fólki á ljóð.is og klikka á nafnið Kristín Svava þessi stelpa var í ræðuliði kvennó og hún semur bara svo nett ljóð að mér finnst.

Ég ætla að reyna að blogga framvegis á nokkurn veginn skiljanlegri Íslensku, þetta gengur ekki lengur að láta frá sér texta þar sem fram er stafsett framm

6 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Elsku Elva mín maður skrifar ekki nokkurn veginn í einu orði og ekki framvegis með ei-i svo það er gott að byrja bara strax á íslensku átakinu.

4:10 PM  
Blogger Elva B said...

satans hversu glatad var tetta, en eg er buin ad laga tetta tannig batnandi folki er best ad lifa, ikk

9:28 AM  
Anonymous Anonymous said...

hæ Elva mín
við fylgjumst vel með þér hér á þessum bæ. Maggý Björg kom með þá fréttir um daginn að hún Elva hefði bara náð prófinu sem hún hélt að hún hefði fallið í. en við vissum nú alveg að þú hefðir náð því að við höfum fulla trú á þér og áður en þú veist af verðum við Blönduósingar farnir að panta hjá þér tíma og kvarta undann ótrúlegustu verkjum ;). hafðu það sem best kk S Helga S

11:55 AM  
Blogger Margret Silja said...

Ég er til í að fara með þér í íslensku átak (þurfti að stroka út og breyta Ísl lítið í..) Skemmtilegar myndir.. rifja upp góðar minningar;) Alger synd þó að við náðum Önnu ekki á filmu hálfri út úr og hálfri inní lestinni hahaha

2:40 PM  
Anonymous Anonymous said...

Nei hæ :p þú bara með blogg síðu og útí DK og allt! gaman :p veit ekki alveg hvernig ég endað hérna en gaman að þessu :) takk fyrir síðast hehe :p
farðu á kaiser Chiefs ;) hafðu það gott, bæjó :p

11:07 AM  
Anonymous Anonymous said...

ég teiknaði svoleiðis mynd á jólakortin ykkar...... :)

3:44 AM  

Post a Comment

<< Home