Thursday, December 01, 2005

hitt og tetta

Í gær fór ég með Borgný og Fríði í vikulegan íslendingagöngutúr okkar í kringum vötnin svo kom ég heim og þá var ekkert vatn í íbúðinni og ekkert til að drekka nema súr og kjekkjótt mjólk og goslaust tónik, ég hef aldrei verið jafn þyrst á æfinni fann bara hvernig ég þornaði upp við tilhugsunina um að eiga ekkert að drekka , svo var ég mjög þakklát fyrir að búa á vesturlödum þar sem næsta 7-11 er bara nokkra metra í burtu, en ekki einhversstaðar í eyðimörk þar sem fólk vonar bara að það finni sæmilega hreint vatn þegar það vaknar á morgun eða að úlfaldinn þeirra mjólki.

Svo vakti ég heil lengi bæði til að sjá hvort vatnið kæmi aftur og af því að stundum fer ég ekki að sofa fyrr en alltof seint af því að það er enginn hérna til að segja mér að fara í háttinn. Til að ég gæti vaknað í morgunn var ég búin að setja símann upp í hillu og skrifa á miða ofan á honum: Farðu í sturtu nýrun bíða. En ég átti eftir að klára að fínisera mjög svo áhugaverðan fyrirlestur minn um uppbyggingu nýrnanna :) Þetta virkaði ég drattaðist í sturtu og uppí skóla og flutti fyrirlesturinn á allveg ágætlega flæðandi dönsku. Nú er ég bara allveg ad fara að komast á þann tungumálinu að ég et farið að hætta að vera passíva, feimna, segir aldrei neitt ég og farið að vera sjálfumglaða, kaldhæðna, ég hef skoðun á öllu og veit allt best ég . Reyndar er mér búið að líka ágætlega við hina mig og ég ég hef mjög gott af því að vera hin ég því sú ég hlustar svolítið meira á aðra og þarf ekki að éta mis gáfaðar fullyrðingar ofan í sig. Æli markmiðið hjá mér verði ekki að reyna að finna einhvern temmilegan ballans.

Barvakt á morgun er buin að vera alltof löt að vinna á þessum bar rétt búin að vinna nóg til að mega halda áfram á næstu önn :þ .

Á Mánudaginn er ég svo að fara á Fugees man hvað ég hlakka til verst af öllu er samt að geta ekki tekið Sylvíu með mér það hefði verið algjör draumur þar sem við áttum mjög sterkt fugees tímabil og kunnum öll lögin utanað eða já sylvía vinnur þá keppni reyndar.

Í næstu viku ætla ég svo að selja úr mér vöðvasýni fyrir 400 kr dk. sem er ekki slæmt tímakaup, vona bara að þetta verði ekki eitthvað suddavont.

Hef komist að því að ef ég ætla ekki að taka letiköst sem felast í því að ég hangi o tölvunni og skipti milli sjónvarpsstöðva er að fara ekki heim úr skólanum, í næstu viku ætla ég þessvegna að vera þar bara og kíkja kannski heim til mín til að sofa. Reyndar fór ég nú að spá´um daginn að maður gæti örugglega komist upp með að búa í skólanum þar sem hann er opinn 24/7 og byggingin er risastórt völundarhús maður gæti geimt svefnpoka og dýnu undir einhverjum stiga og farið í sturtu í búningsherbergi tannlæknanema svo myndi maður bara breyta reglulega um stað , allveg spurning um að gera þetta á 3 önn þar sem maður gerir ekki mikið annað á þeirri önn en að vera uppi í skóla og læra anatomiu.

En jæja Elva farðu að sofa það er skóli á morgunn !!!!!!!!

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Síðan hvenær hefur einhver þurft að segja þér að fara sofa?? Ég hélt að þú værir drottning blunda og mikils svefns?!?
En FUGEES! DAMN, ÉG GÆTI FARIÐ AÐ GRÁTA ÉG ER SVO JEALOUS!

3:33 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ég vona að það komi nú ekki til þess að þú þurfir að flytja í skólann þinn ..hljómar ekki mjög heillandi:)
En alltaf gaman að lesa bloggið þitt og gaman að heyra hvað þér gengur alltaf vel.

3:15 AM  
Blogger Margret Silja said...

Ojjj ég varð bara þyrst á því að lesa þetta! En það er soldið fynndið að lesa bloggið þitt stundum, soldið eins og svona "fylla í eyðurnar" verkefni haha:) en annars gæskan, vertu ekkert að því að flytja í skólann.. ég fæ sko meira en nóg á skemalögðum tímum frá 8-6, þá er það eina sem mig langar að komast ÚT!

5:16 AM  

Post a Comment

<< Home