Wednesday, March 08, 2006

hálfsárs

Kære Elva Björk Harðardóttir,Du har nu været kunde hos TELMORE i ca. et halvt år. Tak for det. Vi håber, duhar vænnet dig til dit nye teleselskab og vores hjemmeside

Þetta stóð í e-mail sem ég opnaði í dag og þegar ég las hann hegsaði ég bara:

Fandme det kan da sku ikk være , hvor er det bare langt ude , det føles jo overhoved ikk som 6 måneder.

og þá fattaði ég að ég væri að hugsa á dönsku og svo taldi ég sept,okt,nov,des,jan,feb, það eru víst sex mánuðir og það er 1/12 af þeim 6 árum sem ég á minnsta kosti eftir að búa hérna.

Vá tíminn líður bara hraðar og hraðar og maður verður orðinn grenjandi ungabarn í Tansaníu áður en maður veit af, ekki með eina einustu hugmynd um að maður var íslensk stelpa/kona læknir (vonandi) í fyrra lífi.

Allavega sátt við þessa sex mánuði ég hef hingað til staðiðst allt sem námið hefur krafist, tekið þátt í félagslífinu, kynnst öllum í bekknum frekar vel , eignast danska vini sem ég hitti utan skóla, eignast fullt af góðum íslenskum vinkonum og vinum, ég hef náð ásættanlegum árangri í dönskunni og mér finnst ég ekki standa í stað heldur læra eitthvað nýtt á hverjum degi, ég hef lent í ævintýrum, jamm ég held bara að ég hafi náð öllum markmiðunum sem ég setti mér þegar ég flutti og gott betur jafnvel. Meira að segja komin með dankort og það er nokkuð sem er bara fyrir alvöru dani :)

Taktu myndir framkallaðu þær svo í lit í huganum þegar allt er svart og hvítt.

Var annars að koma af námskeiði sem fjallaði um að flytja fólk fram og til baka í rúm, láta það standa upp osvfr. Tækni sem ég aldrei lærði eða tileinkaði mér. Núna hálf skammast ég mín fyrir allskonar bjánaskap sem ég hef gert í gegnum tíðina við að færa fólk til og frá. Rosa gott að vera núna komin með þetta á hreint og bara voða gaman á þessum sjúkraliðakúrs :)
Annars er þetta dáldið þétt dagskrá 5-8 í gær og fyrradag 5-9 í kvöld og 5-8 á morgunn á morgunn þerf ég svo að hitta leiðbeiningarlækninn okkar í "snemm sjúklingatengsl" kúrsnum kl 13 þannig dagurinn á morgunn er 8-8 svo hitta sjúklinginn á föstudaginn. Á Laugardaginn er svo sjúkraliða kúrs frá 9-1 svo er ég að fara að hitta Ísafold sem er með mér í stjórn fíld kaupmannahöfn, svo um kvöldið er coktailparty hjá vinkonu vinkonu minnar.

Bara ef einhver vildi vita hvað ég er svona að bralla. Annars er nú alltaf best að hafa ´nógu mikið að gera þá kemur maður yfirleitt mestu í verk, td hefur íbúðin mín aldrei verið hreinni. :)


Var annars

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Æi þú ert bara snillingur :) ég varð aldrei svo slæm að hugsa á dönsku en ég átti það til að tala alveg ferlega asnalega íslensku og hreimurinn alveg úr korti ...

Ég sakna Danmerkur ;(

3:17 PM  
Blogger Margret Silja said...

Ojojoj mér hálf brá þegar ég las þennan pistil.. það minnti mig á það að ég er að fara að ljúka minni 61stu einingu í Verkfræði á morgun (af 180..) (vonandi) og þá hélt ég áfram að reikna og það kom í ljós að það er hvorki meira né minna en 1/3 hluti námsins.. (þess má geta að þessir reikningar fóru hvorki fram á ísl né sænsku heldur splunkunýju tungumáli sem kallast forritun sem ég hef tilleinknað mér s.l. viku) talningin hélt áfram og þá kom í ljós að árin eru að verða 22.. shit ef þetta heldur svona áfram þá er ég hrædd um að við verðum búnar að missa töluna á börnunum og barnabörnunum fyrr en varir...
Allavega við verðum endilega að fara að koma hittingi í verk svo við þurfum ekki að segja að við höfum ekkert hist á fyrsta ársfjórðungi þessa árs;)

6:50 AM  

Post a Comment

<< Home