Friday, September 09, 2005

Heppin

Í skólanum mínum eru fullt af auglýsingatöflum með allskonar auglýsingum um allskonar hluti, tilkynningar, Bækur til sölu, hin og þessi nemendafélög o.s.v.fr. Svo um daginn rak ég augun í eina en það var kona að auglýsa eftir sæðisgjafa með áhuga á því að hitta afkvæmi sitt þegar það verður stálpað. Mér fannst þetta bara mjög athyglisvert , hvað ætli svari margir auglýsingunni líka ætli hún hafi bara sett auglýsingu í læknadadeildina. Hmmmmmmmmm
Annars þá vara verð ég að segja ykkur hvað gerðist síðasta Laugardagskvöld. Það var þannig að ég og Ingibjörg fórum á svona tónleikastað að sjá vin hennar spila allt í góðu með það svo var bara diskó á eftir og allt í kei með það ég fer svo á efri hæðina að spjalla við einhvern dana og er svo gáfuð að skilja töskuna mína eftir hjá jökkunum og einhverju dóti sem við vorum með allavega eftir dottla stund kemur Ingibjörg upp og er víst búin að vera að leita að mér útum allt, og hún segist vera með dótið okkar og svona og hvort við ættum ekki bara að fara en þá kemur nottlega í ljós að taskan mín er ekki með og við eituðum útum allt og tskan bara var ekki neinsstaðar og í töskunni var auðvitað allt debit, kreditkort smá pningar , síminn minn og mikilvægast af öllu lyklarnir mínir bæði að hjólinu mínu og íbúðinni!!!!!!!!!! Ég var samt ekkert alltof stressuð yfir þessu var mest bara að spá í að dansa þangað til það yrði lokað og sjá hvort ég fyndi ekki töskuna þá , því eins og þið vitið þá kemur aldrei neitt fyrir mig !! svo var verið að spila svo góð lög , allavega svo eftir smá stund rekst ég á síman minn uppi á hátalara og í framhaldi af því kreditkortið mitt á gólfinu !!!!!! þannig greinilegt að einhver hafði tekið vekið og rótast eitthvað í því en greinilega ekki fundist kreditkortið mitt merkilegt.. hmmm svo eftir meiri leit og vesen og spyrja starfsfólk þá kemur daninn með veskið mitt þá hafði einn starfsmaður fundið það á karlaklóstinu og eina sem vantaði í veskið var ca 200 danskar . Það er bara ekki hægt að vera betur rændur , það er bara ekki hægt að vera svona heppin og ég átti þetta svo ekki skilið eftir kæruleysið í mér !!!!!!!
Allavega svona annars til að update þá er ég búin að læra á þvottahúsið sem er svona eins og í bíómyndunum, búin að fara út að skokka, svo er ég búin að þrífa íbúðina og fá kenitölu . Búin að panta gsm kort á eftir að fara í bankann , er búin að kaupa held ég allar bækur og svona svo ætla ég líka að vera með í hópnum sem sér um stúdentabarinn og mér sýnist það ætla að verða ógislega gaman var fyrstu vaktina mína í dag frá 16-17 og ég skildi alltaf það sem fólk var að biðja um það þurftu nokkrir að segja 3 sinnum hvað þeir vildu en oftast bara einu sinni. Þetta er nottlega bara feitasta leiðin til að læra dönsku og kynnast fólki.
Á morgunn er svo planið að vera rosa dugleg að læra og fara svo út að borða með bekknum og svo á semesterfest um kvoldið J Sorry ef þessi pistill er hálf tætingslegur og illa skrifaður var ekki að einbeita mér.

5 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Elva .. ÞÚ ERT SAUÐUR :)
But hah .. ætti víst að kannast við svona lítið gáfuleg "moove" ..:)

Passaðu nú að týna ekki af þér hausnum :)

Held og lykke

5:32 PM  
Blogger Margret Silja said...

Ég er sko sammála síðasta ræðumanni.. ÞÚ ERT SAUÐUR!!! en alveg einstaklega heppin sauður og við alveg órtúlega heppin að þekkja þig því maður hugsar bara til þín þegar maður hefur sauðast eitthvað sjálfur! Elva hvar væri heimurinn ef þú hefðir farið í lakið???

7:40 AM  
Anonymous Anonymous said...

Það er nauðsynlegt að vera mátulega kærulaus í lífins ólgusjó. því eins og besta setning í heimi (í raun eina setningin sem skiptir máli) segir: ÞETTA REDDAST!!!

ég myndi afskrifa þessar 200 danskar sem djammskatt í bókhaldið ;)

7:47 AM  
Anonymous Anonymous said...

En afhverju sóttiru ekki um að vera sæðisgjafi fyrir þessa grey konu? það hlýtur nú að vera hægt að redda því?!?!

HAH! fyyyynnnnndiiiiinnnnnnn

7:49 AM  
Blogger Margret Silja said...

"tzzs-tzzs" 10 stig til Önnu fyrir aulabrandara dagsins;)
En ég efast sko ekkert um að hún elva hefði bara REDDAÐ þessu...

11:40 AM  

Post a Comment

<< Home