Thursday, September 15, 2005

pylsur,kyrjandi folk og skokk

Ákvað að kyrja væri með ypsilon dregið af kurr en ég er samt ekki viss.´
Ég sit hérna í íbúðinni minnni nýbúin að borða pylsur sem voru á bragðið eins og pylsurnar í Argentínu það er allveg ótrúlega margt sem minnir mig á Argentinu td. nörrebro þar sem skólinn minn er þar eru svona fullt af litlum búðum og fullt af dökku fólki og soldið skítugt eins og í Argentinu, vo sum húsin og svo er fólk með endalausar málalengingar og það er líka svoleiðis í Argentínu, já og síðast en ekki síst stíft starfsfólk á stofnunum eins og þjóðskrá og bönkum. Allavega er búin að fá það á hreint að seinnipartinn á fimmtudögum safnast eitthvað fólk í íbúðina við hliðina a minni samt í næsta stigagangi, og fer að kyrja í ca hálftíma eða eitthvað mér finnst eins og þetta sé eitthvað trúarlegt samt finnst mér þetta ekki sánda eins og svona múslimabænir voða skrítið og ég er geðveikt forvitin og fer að ímynda mér allskonar hluti eins og mannfórnir,geimverir, hópsefjun, fjöldasjálfsmorð, samband við framliðna ofl. sem maður tengir við svona kyrjanir. Mér finnst þetta voðalega cool og stórborgaralegt og tvímælalaust kostur við íbúðina :)

Ég hef fundið lykilinn að hamingjunni (ef ég var búin að blogga um kenninguna mína um að ákveða að vera hamingjusamur þá er þetta varalykillinn) En það er að fara út að skokka, ég veit að ég er svosem ekki að finna upp hjólið en ef þið hugsið um það hugsið um þetta moment þegar maður er búin að skokka maður er aldrei eitthvað pirraður eða stressaður .....nei bara þreyttur og glaður og nu fékk ég deja vu hef ég kannski bloggað um þetta áður ?!? Gott dæmi um þetta var dagurinn minn í dag ég vaknaði kl 8 og sat yfir efnafræði til kl 12 og það gekk eki rassgat ég skildi ekkert í þessum dæmum og enþá minna í dönsku efnafræðibókinni minni svo ég ákvað að fara út að skokka sem ég og gerði kom svo heim í sturtu og niðri í skóla hitti þar krakka úr bekknum kíkti rétt á dæmin sem einn strákur hafði leyst og það kviknaði á perunni fór svo í tíma þar sem ég skildi næstum allt eða bara allt og fór svo að læra í efnafræði sem var eins og opin bók allt í einu :) :) og nú er ég bara södd og sæl . Reyndar var tvennt ekkert spes við daginn í dag ég hafði loksins fundið útur því hvernig ég kæmist á fótboltaæfingar og ætlaði að skrá mig en nei þá er fullt en þar sparaði ég 400 kall eða kanski ég fari bara í afrískan dans eða eitthvað annað , svo var hún Kristjana bekkjarsystir mín a)ð hætta í skólanum og fara til íslands vegna veikinda í fjölskyldunni vona bara að það gangi vel hjá henni .

ég man ekkert hvað ég var búin að blogga um og hvað ekki ef ég er að tvíblogga (skemmtilegt nýirði) þá bara sorry en það er bar þessi byhhing panum sem er skólinn minn hún er svo stór og í dag hjólaði ég hinum meginn við hana og vá og svo er húnn svo flippuð hún er eins og mh grá og mikil steypa lágt til lofts en oft gluggar sem ná allan vegginn og svona smá tröppur og þerp útum allt svo eru einhverjar fáránlegar gular og blár og rauðar súlur sem líta helst út eins og verksmiðjustrompar sem tanda upp úr þakinu og svo eru allar hurðir skærapplelsínugular eða fjólubláar , svo er þetta svo mikið völundarhús ég var td. um daginn í stofu 14.01.29 þá þurfti ég að fara niður í byggingu 15 hjá bókasafninu þar niður lítinn stiga við klósettinn og á miðri leið stoppa´í einhverjum stigapalli og inn ómerktar dyr þá kemur maður á kaldan kjallaragang sem maður þurfti að labba inn beygja svo inn gang sem stendur a bygging 18 og þaðan komst maður á gang í byggingu 14 01 sem er fyrsta kjallarahæð og stofu 29 . Enda kom ég of seint :)

Mig langaði líka aðeins að rasa út um hvað íslenskan er merkilegt mál með sína litninga og hvatbera og fruma ofl orð þegar bara held ég allir aðrir í heiminum segja einhverja mynd af orðinu cell og chromasomes. og eitthvað fleira sem mér var búið að detta hug en það bíður betri tíma.

I know 'cos I've seen it
It was great and I want it
There's no point in sitting
Going crazy on my own
Do you know whatI was put here in this world for
Could you tell meIn three words or more
It's the only way of getting out of here
It's the only way of getting out of here
Take a lesson>From the ones who have been there
My brain is not damaged
But in need of some repair
Hold on to the basics
But we can change all our tacticsT
here's no point in sittingGoing crazy on my own
It's the only way of getting out of hereIt's the only way of getting out of here
This is the modern way
Of faking it everyday
And taking it as we come
And we're not the only ones
Is that what we used to say
This is the modern way
I know where I'm going
And that we are in the knowing
And I will stop at nothing
Just to get what I want

4 Comments:

Anonymous Oddný said...

Aldeilis gott hvað þú fílar þig í danmörku.. væri alveg til í að vera einhver staðar í útlöndum líka!! það er líka orðið skuggalega kalt!! dugnaður í þér að nenna að skokka.. ég hef mig ekki í þetta þó að ég viti að það geri mér gott! Svona er maður klikkaður!
Vi ses, Oddný

7:08 AM  
Blogger Erla said...

nýirði! nýyrði

gangi þér annars vel að klóra þig fram úr dönsku skólabókunum.

1:21 PM  
Anonymous Anonymous said...

Elsku Elva okkar!
Við erum alls ekki anonymous (nafnlaus), þó að við verðum að kalla okkur það til að geta sent þér komment!!!
Við erum svo hamingjusöm að vita þig ánægða og vonum að þú gerir allt með vitrænni hugsun og af tilfinningu!
Kærleikskveðjur: Amma og afi í sveitinni

3:57 PM  
Blogger Margret Silja said...

Sælus Elvus, eins og ég sagði.. ekkert fótboltavæl hérna..maður fer ekki á vit ævintýranna (alla leið til DK sko) til að elta uppi íslendinga og gamlar venjur heldur prófa e-ð nýtt.. afríkudansarnir hljóma vel! Þú getur líka farið að taka þátt í hugaríþróttum með nágrönnum þínum.. kannski eru þau að gera vúdú:) sjáumst bráðum skvís

2:28 AM  

Post a Comment

<< Home