Wednesday, December 21, 2005

Gleðileg jól


Jólakortaskrif klikkuðu eitthvað þetta árið, eins og þeir vita sem hafa fengið jólakort frá mér eru hef ég yfirleitt lagt metnað minn í það að hafa þau áhugaverð og hnyttin það tekur hins vegar svolítið langan tíma að finna upp á einhverri vitlaysu til að skrifa í þau, og ég hef bara haft svo mikið að gera , fyrir utan kostanað og vesen við að senda þau frá Danmörku. Þetta árið hef ég þessvegna ákveðið að nýta mér þá kosti netsins að það er fljótlegt og ódýrt að blogga og senda e-maila, ég veit að það er ópersónulegt og ekki eins skemmtilegt en ég lofa að bæta það upp á næsta ári. :)

Gleðileg jól og farsælt komandi ár. Megið þið öll eiga yndisleg jól með ykkar nánustu og hafa það gott, ef þið munuð borða góðan mat inni í hlýjunni, knúsa fjölskylduna ykkar, lesa góðar bækur, hlusta á góða tónlist og fá pakka þá eruð þið hluti af mjög litlum hluta heimsins sem er þessarar gæfu aðhljótandi , þannig munið að vera þakklát.

Jólakveðja frá danmörku þar sem jólin eru jólabjór,julefrokost,fleskestæg,glögg,eplaskífur, jólamarkaður í tívolí og julenisser.

Annars bara allt gott að frétta af mér, nú er ég komin í jólafrí, Tinna lærdómsfélagi er farin á klakann en við náðum að klára alla ólífrænuefnafræðina þannig nú er ég að byrja á líffræðinni þannig að próflesturinn fyrir prófið sem er 18. janúar er á áætlun, ég er að byrja að læra miklu fyrr en ég gerði fyrir inntökuprófin og ætla að vona að það skili sér í því að ég falli ekki á þessu prófi, ég er ómögulega að nenna að eyða sumrinu í að lesa fyrir upptökupróf.

á Föstudaginn hélt ég smá teiti fyrir bekkinn þar sem þemað var ísland. Ég bauð uppá flatbrauð með hangikjöti, harðfisk,sviðasultu, brennivín, thule, bombur,opal,djúpur og íslenska tónlist. Ég var svo með með smá krossapróf um ísland (sá sem vann fékk malt) en danirnir héldu nánast allir að danski herinn sæi um að verja landið og sögðu að ég væri rugluð að halda því fram að ísbirnir gætu komið í heimsókn á ísjökum :) Það var allavega svaka stuð og ég sannfærist alltaf meira og meira um að bekkurinn minn 109 er bestastur í heiminum.
Svo í gær slúttuðum við önninni með að fara í Tivolí við komum kl hálf fimm og fórum ekki út fyrr en lokaði kl hálf 11 semsé 6 tímar þar sem við leyfðum okkur að vera 11 ára aftur og hlupum á milli tækjana og fífluðumst , enduðum svo að fá okkur inn bjór saman þar sem við rökræddum menntastefnur og pólitík . Það er svo gaman að vera komin með nógu góð tök á málinu til að geta lagt orð í belg og rökrætt en það er eitt af því skemmtilegasta sem ég veit :)

En jæja mér dettur ekkert meira í hug. Hafið það gott.

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Elsku hjartans Elva. Við vorum að reyna að hringja til þín í kvöld, en það kom bara enskumælandi karlmannsrödd!!! Og afa finnst að úr því að þú ert orðin svo fær í dönskunni, så skal jeg bare skrive dansk!! Gleðileg jól. -Við eigum eftir að segja það og skrifa aftur! Jólakortin okkar eru orðin um 220..... og svo eru jólapredikanir í undirbúningi. Guð geymi þig og gleðji.
Amma og afi í Holti

4:00 PM  
Anonymous Anonymous said...

Æji snúllan mín. mikið á ég eftir að sakna þín yfir hátíðirnar, en hafðu það nú sem allra allra best, kiss kiss

11:14 AM  

Post a Comment

<< Home