Monday, November 21, 2005

heimurinn er stærri en stígvél og bjúga skiluru

Ég verð bara að segja að mér finnst Sylvía Nótt svo fyndin hvernig manneskjan getur haldid karakter við ótrúlegustu aðstædur og gullkornin sem koma eru bara brill, auðvitað þar sem ég held allavega að þátturinn hafi mjög lauslegt handrit þá getur liðið soldið langt á milli gullkorna en þegar þau koma þá veltist ég um af hlátri. Mér finnst týpan bara ná svo vel að vera ádeil á ákveðin hóp ungs fólks sem er stefnulaust, haldið ákveðni veruleikfirringu, soldið naívt en samt viss um það vilji vera töff og trendí æji þetta eru svona týpurnar sem falla fyrir strákum sem eiga flotta bíla. Auðvitað eru sumir sketsarnir á mörkunum með að vera viðeigandi en það er líka soldið tilgangur þáttanna, að ögra og ég skil mjög vel það fólk sem er ekki allveg að fatta eða fýla þennan húmor , en ég bíð allavega alltaf spennt eftir næsta þætti.

Annars er það að frétta að bekkurinn héldu eins konar litlu-jól eða julefrokost síðasta föstudag, það var vægast sagt mjög skemmtilegt allir komu með eitthvað af mat , svo gerðum við svona krossapróf sem þar sem við spáðum í framtíðina spurningarnar voru td. verða hvít jól ? hversu margir falla a 1. Við fórum líka í pakkaleik og drukkum glögg og ákavíti en það eru jóladrykkirnir þeirra fyrir utan náttúrulega Tuborg jólaöl, einnig var möndlugrautur med kisurberjasósu. Við erum líka bara svo góður hópur og þegar við erum saman leiðist okkur ekki að tala um það heldur. :)
Ég og Majken náðum að rumpa 4. efnafræðiskýrslunni af í dag þannig nú er ekki önnur skýrsla fyrr en í janúar svo er dönskunámskeiðið líka búið og ekkert djamm planað um næstu helgi þannig nú er engin afsökun fyrir að byrja ekki að undirbúa sig systematiskt fyrir próf ! gæs gæs gæs
Svo ef að ég floppa á þessu öllu þá kem ég bara heim fer að vinna á dropanum, tek B.A í sálfræði og fer að kenna :) svona svipað og bubbi sagði þegar ísbjarnarblús :"Ef platan selst ekki tek ég bara(eda slæ eda hvad gerir madur med víxla) víxil og fer á sjóinn.

"guð skapaði fátækt fyrir fólk sem var ógeðslega vont í fyrra lífi, til að hefna sín á þeim, en við mannfólkið við erum ógeðslega góð og við kunnum að fyirgefa og við sameinumst og hjálpum þeim þau eru systkini þín"

"eins og þegar Brad pitt segir hey tékkið á þessum þroskaheftu börnum hérna skilru þú veist gefið þeim peninga skiluru þá gera allir það "

"en hvert ferðu þá með björgunarfólkið sem þú bjargar"
"á blönduós"
"á blönduós ó mæ god en það er engin sushi staður þar"

kommentið nú hvað finnst ykkur um Sylvíu

5 Comments:

Blogger Hugrún Sif said...

Það er nú gott að þú ert jákvæð Elva mín en ég fulla trú á þér í þessu námi og veit að þú ert ekki að fara að floppa á einu né neinu!!!! ;)

3:10 PM  
Anonymous Inga frænka said...

Já mér finnst flestir þættirnir hjá Sylvíu nokkuð góðir og horfi oft á þá. En ég má alveg missa af þætti og þætti.

Gaman að lesa bloggið þitt. Þú veist það vel að þú getur allt sem þú ætlar þér. Hvort sem þú verður læknir, sálfr, kennari eða bara MODEL það væri kannski spurningu um eitt göngu námskeið ef þú veldir það síðasta en það kæmi nú fljótt.

MODEL myndin af þér mun prýða ágústmánuð á dagatali sem ég er að útbúa.Jam þannig er það nú bara. kveðja Inga

3:28 PM  
Anonymous Anna M said...

Sylvía Nótt er náttúrulega bara snilli. En það allra fyndnasta við hana er að mamma er alltaf að rugla saman Sylvíu Lind og Sylvíu Nótt, hún segir t.d. "Hvað er að frétta af Sylvíu Nótt" og "Æji hvaða bjána datt í hug að borga þátt undir þessa bjánalegu Sylvíu Lind" þetta er náttúrlega BARA fyndið

4:20 AM  
Anonymous Anonymous said...

Við gömlu hjónin í Holti höfum bara séð og heyrt Sylvíu Nótt einu sinni og það var þegar henni voru úthlutuð verðlaun. Eftir það höfum við engan áhuga á að heyra meira!!
En við höfum óbilandi áhuga á að heyra í þér og frá þér og um þig.
Ástarkveðjur frá Ömmu og Afa

1:32 PM  
Anonymous Sylvía LIND said...

Anna, segðu mömmu þinni bara að ég sé Sylvía með Y en Silvía Nótt er með I. Hún hlýtur að fatta þetta þá..

3:37 PM  

Post a Comment

<< Home