Tuesday, November 08, 2005

Híbýli framhald

Gunnarsbraut 38

Síðasta önnin í MH og það var nauðsynlegt að flytja í partýhæft húsnæði í göngufæri við miðbæinn. Ég, Matti, Anna, Sylvía og kettirnir Nói og Brjánn áttum saman 4 mjög skemmtilega mánuði og sambúðin gekk ótrúlega vel miðað við fermetra per einstakling það kom allveg fyrir að þvotturinn gleymdist það lengi í þvottavélinni að við þurftum að setja hana aftur af stað og öll glösin urðu óhrein. Stundum voru líka tekin smá pirringsköst en það eru bara smámunir miðað við hvað það var oft ógeðslega gaman hjá okkur. Enda fylgdum við nokkuð vel hinni gullnu reglu að ræða öll vandamál strax , ekki byrgja allt inni og springa svo. Besta setningin af Gunnars hlýtur samt pottþétt að vera þegar ónefndur næturgestur var að fara heim og rekur þá augun í kettina tvo og segir: " já, bíddu eru þeir tvíburar" .

Scacksgade 12

Kbh er núverandi heimili mitt eins og alltaf þá var ég viðbjóðslega heppin, þar sem ég kom til Kaupmannahafnar henti dótinu mínu til Ingibjargar og fór í busaferðina mína án þess að vita neitt hvar ég myndi búa, hvað eg væri að fara að gera, eða hvernig ég ætti að gera það (já já ha ha gera það ekki það heldur hvernig ég ætti að fóta mig i köben) Svo kom ég til baka og þá var Ingibjög bara búin að redda þessu fyrir mig hér bý ég semsagt í einu herbergi/stofa með lítin eldhúskrók og borðstofuherbergi/ískápsherbergi/hol/fataherbergi og svo er klósettið og sturtan inni í skáp :) fékk þetta með öllu það var meira að segja matarolía og klósettpappír. Þetta er mega fínn staður rétt við Söerne (vötnin) stutt í skólann og stutt í bæinn ,það búa ansi hressir Litháanar í íbúðinni við hliðina á mér sem hafa nokkrum sinnum bankað hjá mér þegar þeir eru komnir í glas og reynt að tala við mig á þýsku , yndælisdrengir en ég hef nú bara brosað kurteisislega og beðið þá bara vel að lifa. Hinum megin við veggin hjá mér í næsta stigagangi býr svo einhver sem fær stundum fólk í heimsókn til að kyrja, en ég bendi á fyrri bloggskrif mín í sambandi við það.

Á milli þess sem ég hef búið á þessum stöðum hef ég svo alltaf búið reglulega á Brekkubyggð 4 enda nauðsynlegt til að hlaða andlegu batteríin og veskið. Svo hef ég búið aðeins í gulabakpokanum mínum. Nokkra daga hjá Ingibjörgu og tvær vikur á Siglufirði þar sem ég vann í rækjunni og dreymdi rækjur á nóttinni þannig ég get sagt að ég sé alvöru Íslendingur og hafi unnið bæði í fiski og við landbúnað....................................................................................................
............................. og jeminn ég er að gleyma sveitinni ok sér kafli um það.

Litla- Ásgeirsá

Til að flýja angst unglingsáranna fór ég í sveit var á Ásgeirsá hluta úr sumrinu 98 og 99 (held ég örugglega) Það var mjög góður tími bara reka beljur mjólka beljur, reka hesta, raka hey og horfa á leiðarljós , við hlógum líka oft mikið við matarborðið ég held ég hafi sjaldan hlegið eins mikið í matmálstímum og á Ásgeirsá, það væri gaman að segja frá ástæðunum fyrir þessum hlátursköstum en því miður þá er það ekki birtingarhæft efni, Sveitahúmor alltaf svo groddalegur, í sveitinni var ég í herbergi með Jóhönnu og þar kynnist ég líka Vilmari og Magga en þeir voru svo í herbergi við hliðinna á mér fyrsta árið á króknum :)

Þingeyrar

Þar var ég svona eitthvað man ekkert hvað lengi man bara að ég kynntist einhverri stelpu frá þýskalandi þar og svo man ég að það var ómögulegt að fá Helga á fætur á morgnanna , svo borðuðum við mikinn silung , hlógum líka mjög mikið , fórum á hestbak og síðast en ekki síst ólum upp gæsarunga og tókum upp ómentanlegar bíómyndir.

Holt

Ég skellti mér í tvær vikur Í Holt síðasta sumar til að læra fyrir inntökuprófið, var aðeins í suðburðinum og varpinu líka það var ótrúlega nice þetta er líka svo magnaður staður önundarfjörður. Ég á lika mjög magnaða ömmu og magnaðan Afa sem leyfði mér að æfa læknishandtökin við að sprauta rollurnar. :)

Held að þetta sé þá bara komið og ég held ég fari nú og reyni að gera eitthvað , taka til, borða, fara í sturtu klára skýrslu , horfa á sjónvarpið, snyrta neglurnar , kíkja á netið..........held ég byrji á að horfa á síðasra þáttinn af Sylvíu Nótt svo verð ég rosalega dugleg

5 Comments:

Anonymous Anonymous said...

vá hvað þetta er flott hjá þér. þetta er hvatning fyrir okkur hin að standa okkur betur í blogginu, því verður reddað eftir köben ;)

12:19 PM  
Anonymous Anonymous said...

Gaman að þessum pistli.......við erum hjá þér í anda alla daga.
Ömmu og Afa-kveðjur úr Holti

7:50 AM  
Anonymous Anonymous said...

Blessuð gaman að heyra frá þér í gær. Vona að þið góða helgi vinkonurnar. Og njótið þess að vera til. Kveðja frá frænku

9:31 AM  
Blogger Margret Silja said...

Takk fyrir SNILLDAR HELGI!!! ;) hun verður sko geymd en ekki gleymd (jah þó það hafi ýmislegt gleymst hér og þar.. en) Síminn þinn mun koma von bráðar;)

9:57 AM  
Anonymous Anonymous said...

Djö...ég var búin að gleyma tvíburakomentinu. Hahahaha

3:35 PM  

Post a Comment

<< Home