Sunday, March 12, 2006

Mér dettur ekki neinn titill í hug

Hallóhalló, nú er ég búin að setja inn tengla á labbakútana mína sem eru með mér á önn og eru með blogg , þær eru algjört yndi þannig ef þið viljið eitthvað athuuga með hverskonar lið ég er að umgnagast þá tékkið á bloggunum þeirra :)

Annars er Sunnudagur núna, það er búið að vera nístingskalt undanfarna daga en rosalega fallegt veður svona snjór sól og kalt sem er búið að vara ágætt en núna er manni reyndar aðeins farið að lengja eftir smá yl, líka þar sem ég er aldrei með vettlinga þegar ég er að hjóla, er búin að komast að því að það gengur ekkert ég týni þeim alltaf ,ég er búin að týna amk. 5 pörum síðan í haust :/ ég ætti kannski að fá mér svona vettlinga með bandi og vefja því utanum brjóstarhaldarann á morgnanna til að vera allveg viss um að týna þeim ekki.
Þrátt fyrir að ég týni vettlingum eis og mér væri borgað fyrir það þá er ég 7,9,13 aldrei búin að læsa mig úti síðan ég flutti hérna inn fyrir rúmu hálfu ári ogþað er sko afrek fyrir mig , fyrrverandi sambýlingar mínir af Gunnarsbraut 38 skilja hvað ég á við :)

Annars búið að vera fín helgi, 3 heimsókn mín til sjúklingsins á föstudaginn og video með Líney og Fríði um kvöldið þar sem við horfðum á crash sem er ótrúlega góð mynd, allavega ef þið fíluðu traffic þá fílið þið crash. Svo í gær var fadl námskeið frá kl 9-13 í vatnsbúskap líkamans, þvagi og hægðum, bekken og bleyjuskiptingatækni æfð :) svo fór ég heim og sofnaði því við höfðum nottlega kjaftað fram á nótt kvöldið áður, síðan fór ég aftur til Fríðar og fékk lánaðann bol sem endaði með að ég eldaði fyrir okkur kjúkling og við fengum okkur svo rósavín með matnum svo fór ég heim í djammgallann og é kokteilparty hjá vinkonu Majken (svona uppá framtíðina er Majken bestasta danska vinkona mín og er með mér í bekk) það party er gjorsamlega óblogghæft en var mjög skemmtilegt gaman að hitta loksins eitthvað af vinum hennar Majken , var svo komin heim kl 2. og vaknaði líka svona eiturhress og hamingjusöm kl 10 ð ég fór bara að vaska upp og skúra, skellti mér svo bara í sund og synti 1 km.
Var að koma heim núna eftir að hafa hitt Ísafold á kaffihúsi en hún er með mér í stjórn fíld.

Ég hef bara sjaldan verið jafn hress eftir að hafa verið að skemmta mér kvöldinu áður , ég er mikið að spá í hvort að það sé útaf því að ég drakk engan bjór, kannski maður eigi bara að hætta því.

Annars ert allt voða frábært þessa daganna og allir eitthvað að láta það í ljós við mig hvað ég sé nú frábær sem er ekki allveg nógu gott mál mig vantar sárlega einhvern til að gagngrýna mig og taka mig niður á jörðinna, ég get orðið svo leiðinlega sjálfumglöð þegar ég hef engann til að minna mig á að ég sé aðeins að detta í svoleiðis fasa, Anna ég er að stóla á að hitta þig á skype á næstu dögum :)

Allavega ég ætla að fara að byrja á þessum kollegi umsóknum mínum svo ég lendi nú ekki á götunni í júní .

I said, I bet that you look good on the dancefloor Dancing to electro-pop like a robot from 1984 From 1984!
Oh, there ain't no love, no Montagues or Capulets , just banging tunes and DJ sets and... Dirty dancefloors, and dreams of naughtiness!

1 Comments:

Anonymous Anna said...

já þurfum að fara að hittast á skype. ég nefnilega drekkti símanum mínu í bjórpolli í töskunni minni um helgina :(

1:50 AM  

Post a Comment

<< Home