Wednesday, February 28, 2007

Snjóstormur

Já ég var ekki fyrr lent í Danmörku fyrr en það skall á með stórhríð, já eða smáhríð en smáhríð í Danmörku þar sem varla hefur snjóað neitt af ráði í mörg ár og enginn vegur er upphækkaður, fjöldu gólks þarf að hjóla og nota lest og fáir eiga jeppa verður eiginlega bara stórhríð og á meðan fréttafólkið sagði fréttir af veðrinu eins og ofvirkir krakkar í sykurrússi í barnaafmæli.
Var ég veðurtept lengst út í sveit eftir að hafa verið á kvöldvakt þannig ég mátti bara skella mér í sjúklinga föt fá tannbursta og sápu og leggjast inn tók svo bara dagvakt daginn efitir og komst loksins heim eftir að hafa þurft að ferðast í tvo tíma í öfuga átt. :)

Annars bara skólinn kominn á fullt . Magi og þarmar ar það sem meður eyðir mestum hluta dagsins í að stúdera.

Um síðustu helgi var svo stelpukvöld á ganginum, ég hafði fjárfest í singstar í fríhöfninni svo það var mikið fjör og mikð rætt um okkar oftast nær yndælu sambýlismenn.

Á Laugardaginn var svo Árshátíð FÍLD (Félag Íslenskra Læknanema í Danmörku) en hún var haldin í Odense og það var bara svaka fjör etið, drukkið og dansað.

hmmmmmmmmmm dettur ekkert meira í hug.

2 Comments:

Blogger Margret Silja said...

hehe stormur í skandinaviu er soldið sérstök skilgreining! ég kom einu sinni alveg í flogakasti tilbaka til svíþjóðar eftir miklar fréttir af stormum og óveðrum og ég hafði skilið gluggan eftir opinn heima.. en nei.. það var ekki einu sinni hægt að sjá merki þess að kuldaboli hafi svo mikið sem svifið framhjá!

En ummmmm magar og þarmar.. girnilegt topic.. er ekki alveg örugglega fullt af verklegu krukki í þessu;)

5:49 AM  
Anonymous Anonymous said...

Elsku Elva. Takk fyrir síðast. Ég er að jafna mig á kvefinu og afi slapp! Við komum heim brún og sælleg í snjóinn og allt fer á fullt.
Kindurnar voru glaðar að sjá okkur! eða þannig!! Og við hugsum til þín og vonum að þú hafir það gott og sért bara dugleg og hraust. Kveðjur og knús frá Ömmu og Afa

9:06 AM  

Post a Comment

<< Home