Saturday, September 02, 2006

Við hittumst aftur í byrjun febrúar

Jæja nú er mesta þolraun læknanemans í kbh að hefjast .......... Hin alræmda þriðja önn byrjar á mánudaginn nú skal uppbygging líkamans lærð ... fagið anatómía er það eina sem sem mun huga minn fanga næstu mánuðinna. Það er þessi önn sem sker út um það hverjir standast álagið og hverjir ekki og eina ráðið sem maður hefur fengið er vaknaðu, lestu, sofðu og dreymdu það sem þú last alla daga vikunar. kanski þegar maður finnur að maður er að verða geðveikur þá tekur maður pásu og fer út að skokka. Ég hlakka samt bara til að takast á við þessa áskorunn. Við í bekknum byrjuðum líka önnina á ótrúlega góðan hátt. Við skelltum okkur nefninlega 15 talsins í 5 daga heimsókn til hans Henriks bekkjarfélaga okkar en hann býr á sveitabæ á norður jótlandi rétt hjá skagen. Fjölskyldan hans líklega bauð okkur bara að gista heima hjá sér í viku og voru bara hæst ánægð með okkur þó við spiluðum háa tónlist og vorum með fíflagang langt fram eftir nóttu !!!! nei nei þau voru bara svo glöð yfir að við skemmtum okkur svona vel og áð við þökkuðum fyrir okkur og elduðum handa þeim mat og svona. Við vorum ótrúlega heppin með veður og vorum bara í afslöppun allan dagin´n. Forum í göngutúra spiluðum borðtennis, vist(hef aldrei á ævinni spilað svona mikla vist), skák,trivial og fólkið átti nottlega sundlaug líka. Þau áttu líka íslenska hesta og ég fékk að fara í hestatúr með frúnni á bænum og það var sko engin slor meri ótrúlega gaman að ríða út þarna , rosalega fallegt og hesturinn jákvæður viljugur í feikna formi og góður töltari. Við fórum líka í skoðunarferð á skagen þar sem höfin mætast. Allir voru rosa ánægðir með ferðina við sluppum líka ótrúlega vel frá henni kostnaðarlega þar sem stelpurnar sem skipulögðu matarinnkaup voru ótrúlega góðar í að hitta á réttar skammtastærðir. Ég borgaði held ég 750 danskar fyrir lestarmiðann fram og til baka, mat alla dagana, ferð til skagen og bjór öll kvöldin. Ég var að fatta hvað ég er orðinn mikill dani venjulegur íslendingur hefði kannski ekki farið að tala um hversu vel var sloppið með kostnað.
Allavega það var rosa gaman að hitta bekkinn eftir sumarfríið og gott að hrista hópinn saman fyrir þá erfiðu önn sem er framundan.
Svo verð ég nú bara að segja ykkur ... vinkona systir Henriks kom eitt kvöldið og svo fór hún að segja að hún kynni pínu ísl.

Ég: "nú hvað hefurðu verið á Íslandi ?"
Hún:" já, á Norðurlandi"
Ég:"nú já hvar?"
Hún: "blúnduósí"
Ég: "Blönduósi ?"
Hún: " já"
Ég:"Ég er frá Blönduósi"
Hún:"Etu ekki að djóka"
svo kom í ljós að hún hafði keypt skjóttan hest af Skarphéðni sem heitirVængur og farið í einhverja reiðtúra með Jonna og hvað barnið hans væri mikil rúsína.

ég lenti líka í því um daginn að vera inní Eldhúsi þar sem ég bý og þá kemur stelpa og segir:

"Hæ ert þú ekki frá Íslandi?"
Ég:"jú jú ég er það svo mikið nebblega"
Hún:" Ég var nefninlega að ferðast um Ísland með vinkonu minni og við fórum til Blönduós, ert þú ekki þaðan?"
Ég: "Jú!! hvað varstu að gera þar"
Hún : "æji frændi hennar heitir Thor og býr þar"
Ég: "Já Thor á hann ekki svarta konu og lítið barn"
Hún : "jú einmitt"

Svona fríkaðar tilviljanir koma fyrir mig mjög oft og reglulega , sem gerir það að verkum að ég er löngu hætt að trúa á tilviljanir ég held að þetta gerist til að láta mann vita að maður er að feta réttu leiðina að sínum örlagakosti (sjá alkemistann)

En já kom heim í gær og er búin að vera að skrifa fyrir fíld heimasíðuna í dag(erum loksins að vera búnar með þetta) svo var stórhreingerning inni í eldhúsi(það var víst næstum ár síðan það var síðast gert og sumir skáparnir voru með lifandi kvikindum en núna er allt fínt). Á morgun er ég svo að fara að keppa í fótbolta fyrir Egmont kollegið og er víst búin að lofa mér í markið.

4 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Og halló Elva ég hef nú verið ráðskona á Hæli hjá Jonna og Ólöfu þegar danskir hestamenn hafa verið þar. Kannski hef ég gefið henni að borða??????????????

6:32 PM  
Anonymous Anonymous said...

Elskulega Elva. Það var gaman að lesa þetta og það virðist fylgja Íslendingunum að þurfa að byrja á því að þrífa þar sem þeir koma!! Góð æfing fyrir framtíðina líka, og verður kannski ágætt með lestri líka! Gangi þér rosalega vel og takk fyrir þetta og fyrir símtöl í gær. Knús og kossar frá Afa og Ömmu

4:10 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hæ hæ snúllan mín. ég er hérna í kennó í staðbundnu lotunni minni, búin að vera 4 daga og bara ægilega gaman. Ég er, að ég held, bara að fylgjast 100% með í tíma í fyrsta skipti á ævinni, finnst þetta agalega merkilegt allt saman. Það verður nú gaman þegar við hittumst næst eða tölum í símann, ég tala bara heimspekilega um rétt og rangt mál og þú talar bara um hvað hinn og þessi vöðvinn heitir á latnesku, hehe.
Kossar og Knús

6:32 AM  
Anonymous Anonymous said...

Já ég er líka að fara byrja í anatómíunni... Verðum líklega orðnar nett ruglaðar þegar það fer að nálgast jólin. Gangi þér annars bara sem best...
Dagrún

1:42 PM  

Post a Comment

<< Home