sorry sorry
Þetta er nú sennilegast ein sú mesta blogglægð sem ég hef dottið í, var reyndar búin að skrifa þetta líka langa tilfinningahlaðna ljóðræna blogg um daginn. En ég ýtti á takka og það hvarf inní svarthol veraldarvefsins en hvað um það.
Ég hef samt verið að læra svo mikið að ég hef ekki tíma til að versla í matinn, til að raka á mér lappirnar eða ryksuga í herberginu mínu eða blogga. En svona ef einhverjum langar að vita. Þá hef ég verið að gera allskonar skrýtna hluti td. Vinna við að gera símakannanir um norrænt samstarf, hringdum semsé til íslands. Fyndið af því við vorum með fullt af gemsa númerum þá hringdi ég í eina sem var í baði, einn sem var í sjónvarpsviðtali og einn sem lá á spítala J Svo smurði ég 6000 samlokur með nokkrum öðrum og seldi í skítakuldanum á ráðhúspladsen á MTV music awards sem var mjög gaman , fékk að sjá The killers sem eru nottlega bara bestastir, verst að við seldum bara 250 samlokur.
Svo er búinn að vera íslendingadinner, herbergjapartý á ganginum sem endaði í hveitislag með hveiti útum öll gólf svo eru amma og afi búin að vera í heimsókn og mamma ásamt sauma(6)klúbbi Ragnhildar kom og málaði bæinn rauðan. Ég er svo hætt með Rasmusi eða já hann hætti víst með mér skrítið hvernig þetta blogg hefði verið öðruvísi fyrir mánuði síðan, núna er ég nú bara glöð yfir að hann tók þessa ákvörðun því það eru spennandi hlutir að gerast í mínu lífi ;) Reyndar hefur líf mitt verið frekar spennandi allveg síðan ég veit bara ekki hvenær.
Ok meira vonandi bráðlega.
Ég hef samt verið að læra svo mikið að ég hef ekki tíma til að versla í matinn, til að raka á mér lappirnar eða ryksuga í herberginu mínu eða blogga. En svona ef einhverjum langar að vita. Þá hef ég verið að gera allskonar skrýtna hluti td. Vinna við að gera símakannanir um norrænt samstarf, hringdum semsé til íslands. Fyndið af því við vorum með fullt af gemsa númerum þá hringdi ég í eina sem var í baði, einn sem var í sjónvarpsviðtali og einn sem lá á spítala J Svo smurði ég 6000 samlokur með nokkrum öðrum og seldi í skítakuldanum á ráðhúspladsen á MTV music awards sem var mjög gaman , fékk að sjá The killers sem eru nottlega bara bestastir, verst að við seldum bara 250 samlokur.
Svo er búinn að vera íslendingadinner, herbergjapartý á ganginum sem endaði í hveitislag með hveiti útum öll gólf svo eru amma og afi búin að vera í heimsókn og mamma ásamt sauma(6)klúbbi Ragnhildar kom og málaði bæinn rauðan. Ég er svo hætt með Rasmusi eða já hann hætti víst með mér skrítið hvernig þetta blogg hefði verið öðruvísi fyrir mánuði síðan, núna er ég nú bara glöð yfir að hann tók þessa ákvörðun því það eru spennandi hlutir að gerast í mínu lífi ;) Reyndar hefur líf mitt verið frekar spennandi allveg síðan ég veit bara ekki hvenær.
Ok meira vonandi bráðlega.
5 Comments:
Já gott að lífið sé svona spennandi :)
við systurnar erum greinilega soldið að fýla þessar símakannanir:P !
En sakna þín <3
Takk fyrir síðast :)
Go Elva - var alveg orðin úrkula vonar um nýtt blogg.
Elsku Elva. Maður er ekki mjög duglegur að lesa bloggið, þar sem svo sjaldan er skrifað, en gaman þegar nýr texti birtist. Gott að þú hefur það gott og ert dugleg að lesa. Hér eru ótal verkefni: Kjötvinnsla í eldhúsi(Lauk að mestu í gærkvöldi). Helgihald í kirkjum. Jólakort í tölvuvinnslu. Fréttabréf prestakallsins í uppsiglingu. Alls konar undirbúningur. Kindur búnar að fá ormalyf og bíða rúningar næstu daga.... Alltaf allt á fullu og við að eldast (öll). Allt eins og það á að vera. Njótum þess alls. Guð geymi þig. Ástarkveðjur úr sveitinni. Afi og amma
haloa.. haha hveitislagur þetta er best. á djamminu í DK og Sverige þar dressar maður sig ekki upp til að standa í röð á snobbaðasta stað borgarinnar heldur fer bara í hveitislag;) Hlakka til að fá þig heim.. þú manst að þú ert bókuð á blindapróflokadjamm þann 21 og svo verður þér skilað heilli heim þann 22. desember OK! (rifjum upp smá versló stemmningu og tékkum á því hvort stebbi muni ekki örugglega eftir Elenor..) en hvernig væri að uppljóstra aðeins um þessa miklu spennu í lífinu eftir að kauðinn sleppti af þér takinu??
Blessuð Elva mín. Hlakka til að sjá þig.
Post a Comment
<< Home