Thursday, July 13, 2006

Roskilde del.1

Ég sýni ómælda forsjálni og skrifa þennan pistil í word þar sem ég reikna með að taka tíma sinn að skrifa hann og það væri miður ef hann tapaðist sem vill stundum vera með langa pistla.
Eftir að hafa 5 næturvaktir og tekið til, skrúbbað,ryksugað,pússað og gert íbúðina hreina og fína flutt allt draslid mitt yfir til Majken (til að hafa það með þá bý ég á 4. hæð og Majken á 5. þannig þetta var meira en að segja það) pakkaði ég í herra gul sem er bakpokinn minn en hann er búinn að fylgja mér allt sem ég hef farid síðan ég var 17, og eigum við því orðið mjög náið samband.
Á miðvikudagskvöldið var ég því loksins orðin tilbúin og tók lestina til roskilde, ég kom inná svæðið hjá einhverri vindmyllu og hélt ég væri í eystri hlutanum þar sem að það hafði staðið austur á rútunni. Ég hringdi í Rögva a.k.a Rasmus o tilkynnti honum að ég væri mætt og væri við innganginn í austri en hann var búin að tjalda í þeim helmingi tjaldstæðisins eftir nokkrar samræður komst ég svo að þvi að ég var í vestri hlutanum, en allt í læ ég átti bara að labba og finna einhvern bókstaf en útum allt svæðið eru svona turnar með bókstöfum sem standa fyrir hvert tjaldstæði. Ég byrjaði þessvegna að labba í þá átt sem mér fannst flestir vera að labba í og virtist vera rökréttast. Þegar ég svo kem að fyrsta bókstafnum (eftir ca. Korterslabb) get ég loksins skilið kortið mitt og sé að ég hafði labbað í kolvitlausa átt og er komin eins langt fra tjaldinu okkar eins og ég mögulega gat. Ég fann samt út í hvaða átt ég ætti að fara og byrjaði að labba af stað og ó my god hafði alls ekki áttað mig á hversu stórt þetta svæði er en það tók mig örugglega góðan klukkutíma að labba upp í tjald með yfirfullanbakpokan !!!! hitti Rögva svo á leiðinni og gat svo hent dótinu mínu inn í tjald og byrjað að þjóra ölið. Þetta varð nú svo ekki að miklu djammi þar sem ég var svo uppgefin eftir síðustu daga þannig það var bara faið snemma í háttinn.

Fimmtugagurinn, fór rólega af stað hitti bekkinn minn í tjaldbúðunum þeirra og við fórum saman að sjá MAGTENS KORRIDORER sem opnaði stóra appelsínugula sviðið, þetta er danskt rokkband sem ég hef verið að hlusta soldið á í vetur þer spila svona klasískt melódískt rokk og það var nottlega bara drullugaman að sjá það enda söngvarinn miki fyrir augað ....mjög ljótur með risastórann kjaft , hann og Andrea Gylfa myndu sennilega eignast áhugaverð börn . Eftir þá tónleika fór ég yfir í eitt af tjöldunum að hitta Rögva og systur hans (sem ég var að hitta í fyrsta skiptið) til að sjá WHOMADEWHO sem er líka danskt band (held að helmingur allra tónleika sem ég fór á hafi verið dönsk bönd) þeir eru svona líka hressir gaurar í dýrabúningum sem nota bjórinn sinn til að spila á gítarinn, einstaklega skemtilegt rokkað cover sem þeir tóku af “uhn tiss “ laginu satisfaction (semsé ekki rolling stones lagið) .
Svo fengum við okkur að borða og heyrðum óma í bullet for my valentine á meðan, fór ekkert að sjá þá þar sem ég þekki bara nafnið en ekkert hlustað á þá af viti.
Um kvöldið stilltum við okkur upp fyrir framan stóra sviðið og biðum spennt eftr að fá að berja goðið Axel Rósmund augum höfðum heyrt af því að hann hafi verið handtekinn í Svíþjóð deginum áður fyrir að bíta dyravörð í fótinn, þannig maður gat reiknað með að hann væri ekki dauður úr öllum æðum. Pjakkurinn lét svo bíða eftir sér í klukkutíma , sem ég hafði nú búist við eftir að hafa heyrt sögur af fyrri tónleikum. Fólk var samt ekki sátt og var barasta farið að púa. Það má líka nefna að ég held að þetta hafi verið einu tónleikarnir sem ekki byrjuðu á slaginu, ótrúlega góð skipulagning á þessari hátíð. Jæja svo koma hann á sviðið orðinn nokkuð massaður og með AFRÓ fléttur hvað er nú málið með það , passar engann veginn við hans rauðhaus, hann tók walcome to the jungle og sweet child of mine og það var svo sem fínt , en engin gæsahúð svo sem og mér fannst nú vanta eitthvað (kannski slash?) allavega ákvað að fara bara með Rögva á SIGUR RÓS, o nú veit ég að pabbi á ekki eftir að geta litið mig sömu augum eftir þetta þar sem hann hefði nú aldrei farið frá Axel fyrir svona vælu eins og sigur rós J En ég sé alls ekki eftir því í fyrsta lagi fékk Gn’R tónleikarnir ekki góða dóma þar sem þeir voru í pásu hálfa tónleikana og í öðru lagi voru SIGUR RÓS bara gæsahúð dauðans svona tónlist eins og þeir spila er nottlega bar hönnuð til að vera lifandi og ég var bar næstum farin að gráta þar sem þetta var svo fallegt , og hvernig þeir hanga í einhverju ákveðnu tempoi og maður býður spenntur í margar mínútur eftir að það komi læti og þeir rjúki með lagið upp, og þeir bara bíða og bíða og svo allt í einu koma svaka læti og með trommur og ljósasjóvi og það er bara eins og að fá fullnæingu . Allavega komum útaf tónleikunum í allgjörri tónlistarvímu og fórum líka bara frekar snemma að sofa. Yndislegur fyrsti dagur.

Föstudagurinn byrjaði kl. 12 og þar sem við höfðum farið svo snemma að sofa vorum við fersk og mætt niðrá tónleikasvæði kl 12 að sjá VETO sem eru danskir ég hafði aldrei heyrt um þá en Rögvi hafði heyrt að þeir ættu að vera góðir og það voru þeir. Söngvarinn söng yndislega og mér leiðist nú ekki indí rokk þannig að þetta var fullkomin máti að vakna. Ég vil eiginlega meina að músikin þeirra sé einhversstaðar mitt a milli Mars volta og the killers. Allavega þeir sem fíla þannig músik tékkið á þeim , ég er meira að segja búin að fjárfesta í disknum og hlusta á hann öllum stundum.Svo var ég nú bara eitthvað að dandalast hitt kathrine vinkonu mína sem var með mér í bekk en er hætt, sá svo smá tölvutónlist frá BIRDY NAM NAM og heyrði eitt lag með trúbadornum MARTHA WAINWRIGHT heyrðist hún ver nokkuð góð svona chill tónlist og þetta birdy dæmi nokkuð gott miðað við takmarkaðan áhuga minn á svoleiðis tónlist.
Var svo á leiðinni á L.O.C sem er danskur rappari þegar ég labbaði fram hjá hlöðubarnum og heyrði þassa líka undufögru rödd, ég labbaði inn og þá var það EIVÖR sem söng og spilaði ég fékk mér auðvitað sæti í sandinum og vá hvað manneskjan hefur magnaða rödd og bara nærveru , líka mjög gott að kúpla sig útúr og sitja í myrkum sal og hlusta á álfatónlist eftir tölvutónlistina. Ég sá þessvegna ekki L.O.C en mér er sko nett sama.

Nú nenni ég ekki að skrifa meira enn 2. hluti er væntanlegur á næstu dögum.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home