Thursday, April 26, 2007

Out ´N proud

Þar kom að því að ég manaði mig upp í að segja ömmum mínum og Öfum frá því að ég ætti kærustu, það kom svo í ljós að ég á æðislegustu ömmur og afa í öllum heiminum, því þau tóku þessu bara vel og ég sem var búin að búa mig undir að vera afneitað fyrir kynvillu, ok kanski ekki allveg en allavega þá er ég í skýjunum yfir viðbögðum þeirra. Elska þau bara mest. :)

En jámm fyrir þá fáu (vona ég) sem koma allveg af fjöllum og vita ekkert hvað ég er að tala um þá er ég tvíkynhneigð og á núna kærustu sem heitir Jensa og er frá Færeyjum.Við erum búnar að vera saman í fimm mánuði og erum hrikalega ástfangnar.

Þetta er ein af ástæðunum fyrir bloggleysi síðustu mánuði, en nú verður bætt um betur í skrifunum.

En jámm er að koma til íslands á morgun til að koma í fermingunna hennar Elínar og ég hlakka ekkert smá til að koma heim og knúsa alla, það verður fínt að taka svona eina góða fríhelgi áður en maður fer að hella sér í próflestur.

þarf víst að drífa mig í tíma.
adios

6 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Frábaert, til hamingju med tetta! Ég verd nú samt ad vidurkenna ad ég var einn af tessum fáu...:)

Hafdu tad sem best,

Bjarki

10:32 PM  
Anonymous Anonymous said...

Til hamingju elskan mín :) það skiptir mestu að þú sért hamingjusöm og hún Jensa auðvitað líka :) hafið það sem allra best. Kv. frá Klakanum - Harpa Sif

4:50 PM  
Blogger Unknown said...

haaaa ertu bæ????? þú kemur mér sífellt á óvart!! hehe ok djók:) En það er samt eitt sem ég skil ekki.. að þú skulir aldrei hafa laðast að mér!! jæja ók aftur djók.. en heppin þú að eiga svona yndislega ömmu & afa.

Takk fyrir hittinginn í gær, sjáumst annað hvort á íslandi í sumar eða bara Köben í haust:)

4:28 PM  
Anonymous Anonymous said...

úúúú Elva hver er þessi Ragnar??

Hehe nei nei þetta var semsagt ég (Margrét) en bara tæknileg mistök með að kommenta með ragga account;)

Kv. Margrét

4:31 PM  
Anonymous Anonymous said...

Til hamingju með að vera komin alveg út! :) Það var rosa gaman að hitta þig aðeins í gær, bara allt of stutt, eins og alltaf! ....Og ég gleymdi líka að skila pottunum! Ótrúleg alltaf....

2:13 PM  
Anonymous Anonymous said...

Flott hjá þér að vera komin alveg út úr skápnum, var búin að heyra þetta :) Gott að það gengur allt vel hjá þér. Kíki alltaf hérna inn af og til...

2:34 PM  

Post a Comment

<< Home