Sunday, May 13, 2007

Sunnudagskúridýr

Góðan daginn

Ligg uppí rúmi með tölvuna, elska svona Sunnudaga, bara kúra sig allan daginn og borða bollu með osti, drekka kaffi,kíkja í blöðin, sofna aftur,teygja úr sér .......ah . Verð nú víst að hofast í augu við þá staðreynd að það er rétt rúmur manuður í próf þannig svona nautnasunnudagar eru eiginlega á bannlista. Byrjuðum formlega að læra fyrir próf í gær :)


Við kíktum til Stefáns í gær í lítið huggulegt eurovision/kosninga teiti Stefán litli er hálf vængbrotin af því Fríður er á Íslandi . Annars hálf súr kosningaúrslit ætli maður verði hluti af kynslóð sem á eftir að deyja þekkjandi ekkert annað en sjálfstæðisfl./framsókn stjórn. Ég er nú samt svo hneyksluð á Sjálfstæðisflokknum í Suður að hafa leyft Árna J að vera á lista ég meina maðurinn braut af sér í starfi sem þingmaður !!! siðleysingjar !


eurovision var bara ágætisskmtun í ár nokkur þolanleg lög og nokkur bjánaleg atriði sem hægt var að hlæja af. Skemmtilegt líka fyrir keppnina að feit lessa sem syngur á serbnesku geti unnið. ekkert shake it , stórar trommur eða flækja sig hálfnakin í einhverjum spottum.

Fór í mótmælagöngu læknanema síðasta miðvikudagtil að mótmæla lagafrumvarpi sem á eftir að hafa þær afleiðingar að við sem útskrifumst á næstu árum igum ekki eftir að eiga möguleika a að fá sérfræðinám í vinsælum greinum eins og barnalækningum. Nenni ekki að útskýra allt málið núna,kannski seinna.

Annars er allt að gerast í danskri pólitík núna, búið að stofna nýjan flokkog svo var ein kona að segja sig úr danske folkeparti og gaf af því tilefni út bók þar sem hún rakkar formanninn og flokkinn þvílíkt niður þannig nú heldur stjórnin rétt svo meirihluta þannig ef einn eða tveir fara í nýja flokkinn þarf að rjúfa þing og efna til kosninga.

Fór heim í fermingu Elínar Huldu um daginn, sem var bara svo yndislegt rábært að geta komið svona heim og knúsað alla stórfjölskylduna á einu bretti.Frænkurnar í fermingunni, Ég, Signý, Erla og Elín


Ég og Jensa í lautarferð
Bambi og félagar litu við.

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Mikið vona ég að okkar kynslóð verði svo heppin að þurfa ekki að þekkja neitt annað en hægri stjórn allt sitt líf.... hhhaaaalllleeelúja!

2:30 PM  
Anonymous Anonymous said...

VVVVVóóó hvað þú ert lík mömmu þinni á frænkumyndinni :)

3:07 AM  

Post a Comment

<< Home