Wednesday, September 21, 2005

5. Staðreyndir, já eða 10

Ég var víst klukkuð. Sjá síðasta komment sem þýðir að ég á að skrifa 5. staðreyndir um sjálfa mig. Sem urðu 10 en ok.

1. Ég hef aldrei fengid gat a hausinn eda turft ad lata sauma mig eda eitthvad svoleidis sjúkrasagan min eru stja rör og ein svona hljodhimnuadgerd og svo ein krabbameinsskodun og thats about it.

2. Mer verdur mjög oft kalt á tánum

3. Ég borða stundum híðið af kiwi, ég veit ekki um neinn mat sem ég borda ekki,stundum ef ég borða eithvað gott fer ég að raula eða humma.

4. Ég er viss um ad eg eigi bestustu vini og bestust fjölskyldu í öllum heiminum.

5. Ég get stundum verid svo pirrud tegar folk segir eitthvad sem eg er ekki sammála vardandi jafnrétti og innflytjendur, þá verður mér líka oft mjög heitt á eyrunum.

6.Ég rek stundum hægri löppina aftan í þá vinstri þegar eg er að hlaupa, ég hef oft næstum því fellt sjálfa mig og stundum hef ég nú fellt mig ekki oft samt. Þá fer ég ad hugsa um ad eg hefdi sennilega ekki verid godur hestur ef eg hefdi verid hestur.

7. ég á það til að vera svolítið utan við mig.

8. Mér finnst ótrúlega gaman að dansa þegar ég er úti að skemmta mér.

9. Mér finnst oft mjög gaman að tala mjög mikið. Sem er held ég ástæðan fyrir því að ég á frekar auðvelt með að læra tungumál því ég bara verð að tjá mig.

10. vaskurinn er fullur af uppvaski og ég á eftir ad lesa í líffræði. Nú bara gengur þetta ekki lengur.

6 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Blessuð Elva gaman að fylgjast með já og gott að fá allar þessar upplýsingar um þig. Vissi bara alls ekki að þér þætti nokkuð gaman að tala hu :) og svo var nú svona eitt og annað sem kom manni bara nokkuð á óvart ha :) Já gaman af þessu. Vona að þú hafir það bærilegt. Knús og kossar frá Ingu

3:30 PM  
Blogger Margret Silja said...

Ég hugsaði með mér: "maður verður nú að fara að passa sig hvað maður skrifar hérna, hér er fullt af fullorðnu fólki sem kvittar fyirir komu sinni.." en svo rifjaði ég upp sumarið og áttaði mig á því að þetta fólk er svo sannarlega ungt í anda svo maður getur sko látið allt flakka;)
En ha tala mikið.. neeee... hha og utan við sig.. nejjjj;) Allavega ef þú værir hestur þá myndi ég ekki ríða þér!

1:41 AM  
Anonymous Anonymous said...

getur verið að þú sért dóttir mín?
knus Mamma

6:48 AM  
Anonymous Anonymous said...

hahaha heitt á eyrunum! þú ert svo mikið krútt;) en ja mér er líka alltaf kalt á tánum, stundum eru þær alveg eins og frostpinnar! skil þetta ekki. En ertu ekki annars dugleg að þamba danska bjórinn með lærdómnum?;)

10:23 AM  
Blogger ********** said...

ég held að utan við sig hefði mátt vera nr. 1. Þú og Hugrún erúð í súperdeildinni þegar kemur að því að gleyma einhverju.

6:18 AM  
Anonymous Anonymous said...

Hvað er Erla að tala um????

Annars ekki annað en hægt að skella upp úr þegar þú talar um að reka löppina í hina þegar þú ert úti að hlaupa :)

8:50 AM  

Post a Comment

<< Home