Saturday, October 15, 2005

ljúfa líf

Í dag er 15 Október . Í dag fór ég út í almeningsgarð í þunnri peysu og lá á teppi með tærnar uppi í loftið diet kók á flösku og las um hormónakerfið. Í gær var ég fata- og skartgripamódel í galleríunnu hennar Soosu(þessi sem málar fólkið með kubbahausanna) á svona "event" sem hét isnatt en það mátti sko ekki vera hluti af kulturnatt af því það þurfti að sækja um svo snemma. Frekar átti ég nú von á því að vera geimfari en að eiga einhverntíman eftir að vera skartgripamódel en svona er lífið nú skrítið og skemmtilegt :) Reyndar fékk ég líka að vera í fötum sem líktist nokkuð smalaoutfitti frá sautjándu öld, með vetlinga og húfu þannig ég fílaði mig bara mjög vel:)Allavegana þá var þetta mjög gaman heppnaðist voða vel og það kom fullt af fólki.Við fengum svo bjór og pizzu , fyrir sýninguna N.B. mættum á svæðið uppþembdar og ropandi :) nei eg segji nu bara svona og svo var hvítvín og brennivín í boði á eftir. Týpiskt svona Íslenskt mont að bjóða upp á brennivín,ég hef aldrei verið neinsstaðar á ísl þar sem er boðið upp á brennivínsstaup, reyndar hef ég ekki verið á mörgum svona hámenningarviðburðum en ég efa allavegana að það sé mikið verið að staupa brennivín þar.

http://www.astaclothes.is þetta eru fötin
http://smak.is/ Þetta eru skartgripirnir

Á morgun er ég svo að fara að spila fótbolta með bekkjarfélugunum og svo koma Amma og Afi frá Noregi.

Núna ætla ég að setja tónlistina í botn hoppa ,skoppa, syngja, brjóta saman þvottinn og taka til.

Hypothalamus-- TRH--- Hypofysen---TSH---
Thyroid kirtle--Thyroxin regulates metabolism of carbohydrates, lipids and protains, major factor in determing how many calories te body must consume at rest in order to maintain life.

regulerer metabolismen af kulhydrat,fedt og protin , har stor betydning en bestemmelsen af hvor mange kalorier kroppen/legamen behøver at bruge i hviletilstand til at live.

Bara ef einhver hélt að ég hefði bara verið i sólbaði að lesa se og hør

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

jamm hvar eru myndirnar af þér?

2:53 AM  
Blogger Elva B said...

i vinnslu allt i vinnslu

7:27 AM  
Anonymous Anonymous said...

Ég myndi sko vilja fara til Seattle í nám, hver getur neitað því. En hey, með Juanes tónleikana, það er frekar góð pæling, væri sko meira en til í að koma og sjá hann og sjá þig náttla líka;)

1:44 PM  

Post a Comment

<< Home