Monday, September 26, 2005

Reloaded

Ég er ennþá södd eftir helgina, en ég skrapp til Lundar í smá "afvötnun" lærdómshelgarferð til Margrétar Silju. Þetta var bara snilldarhelgi elduðum okkur skemmtilegan mat eins og kjúklingabringur með bernessósu , grjónagraut með sænsku slátri og sultu, vöfflur með sýrðum rjóma og sultu og síðast en ekki síst humar . Eða Margrét eldaði og ég reyndi að hjálpa, skemmtilegt hvernig svona matseld leikur í höndunum á henni. Allavega lærðum allveg ágætlega mikið og áttum skemmtilegar samræður, fórum í box og göngutúra svo borðuðum við yfir okkur af hnetum. Ég var líka svo heppin að Margrét á hátæknisaumavél og gat gert við uppáhaldsgallabuxurnar mínar :) Allavega ótrúlega sem þessi Eyrarsundsbrú er mikil snilld ég hoppaði bara upp í lest hérna rétt hjá íbúðinni með hjólið á öxlinni svo bara klukkutíma ferð og ég vat komin til Lundar og hjólaði til Margrétar, bara snilld !!!!!! Gott að laða batteríin sem er aðeins búið að ganga á í dag langur dagur í skólanum fyrirlestur um Anatomiuhugtakafræði og Liði og bein :) svo 2 klst. í nemendatíma þar sem topicið var taugafrumur og boð blaður blaður. Svo Barfundur og svo dönskunámskeið til kl 9 úff. Púff en dagurinn á morgun er aðeins rólegri :)
Vona að allir hafi það nú gott og elski friðin og strjúki kviðinn. Ég var að spá í að monta mig af góða stuttbuxnaveðrinu sem var um helgina en ég er bara ekki svo illkvittin í mér þannig ég ætla að sleppa því.

Já lýsi hér með eftir hinum ýmsu diskum sem ég á. Td. Nostalgía, vælurokk ofl. diska sem ég hef skrifað handa mér og gætu verið hér og þar ef fólk rekst á svoleiðis diska þá má það gjarnan láta mömmu mína hafa þá :)

Oh it's such a perfect dayI'm glad I spent it with you.
Oh such a perfect day,
You just keep me hanging on,
You just keep me hanging on.
Just a perfect day,Problems all left alone,
Weekenders on our own.It's such fun.


Jamm en varðandi tekstana hérn að neðan þá var allt komið nema auðvitað Sahara Hotnights-hotnight crash og fire alarm. Svo madonna með frozen og svo Sarah Mc eitthvað með silence.
Jamm var í einhverju tjáningarstuði þegar ég kom heim af lífinu. Spurning um að leggja þetta fyrir mig púsla saman svona textum og kannski tilvitnunum líka. Nottlega svæsið brot á höfundarétti en hverjum er ekki sama um það.

Munið bara að mýlisslíður gerir taugaboð hraðari og það er myelinkede á dönsku. buffer er lausn med veikri sýru og tilheyrandi basa sem gerir það að verkum að ph gildið helst nokkuð stöðugt þá að utanaðkomandi sýrur eða basar komi í lausnina bikarbónatbufferinn er einn mikilvægasti bufferinn í líkamanum sem gerir það að verkum að súrustigið í okkur helst í nokkuð góðu jafnvægi. Jafnvægi er ligevægt á dönsku.

Góðar stundir

7 Comments:

Blogger Margret Silja said...

Flott innskot hérna í lokin, þetta var líklega það eina sem mig vantaði uppá til að geta náð fyrsta annarprófi í læknisfræði:) ég lærði nebbla alveg heilmikið á innskotunum þínum um helgina.. örugglega meira en í byggingarprocessinum eins og ég átti að gera! En það er sama ástand hérna megin við sundið.. ég er ennþá södd, þó er það ekki alkaólið sem er að hægja á brennslunni í þetta sinn.. held þetta séu hneturnar sem eru ekki alveg að gera sig, þú kannski lest þig til um þetta fyrir mig??
Og eitt enn skrýtið.. við borðuðum pönnukökurnar líka með hníf og gaffli og sem kvöldverð... uss við erum orðnar allt of skandinavískar, á næsta hittingi verður bara flatbrauð með hangikjöti og harðfiskur;)

2:47 PM  
Anonymous Anonymous said...

hey góð hugmynd. haltu áfram að koma með svona vikulegan úrdrátt úr því sem þú ert að læra því þá verðum við öll orðnir læknar um leið og þú, það væri nú gaman. ég glósaði þetta allavegana niður ;)

1:48 AM  
Blogger Elva B said...

En veit einhver um Electric six diskinn minn eg sakna hanns gedveikt

8:02 AM  
Anonymous Anonymous said...

Alltaf jafn gaman að lesa pistlana þína. Þetta hljómar allt mjög spennandi :)

12:19 PM  
Blogger Margret Silja said...

Í hvaða kapitula ertu komin??
Vissir þú þá að stíflað nef stendur ekki af hori heldur útþaninni slímhimnu í nefinu sem lokar fyir öndunarvegin.. stórmerkilegt (þessi fróðleiksmoli er einnig fenginn af danskri grundu..:)

2:35 PM  
Anonymous Anonymous said...

dem woman þú ert jafnvel latari bloggari en ég!

1:39 AM  
Blogger Margret Silja said...

Halló halló... næstum 2 vikur síðan það bárust fregnir af þer væna mín...við söknum þess að heyra frá þer :/

1:01 PM  

Post a Comment

<< Home