Friday, March 17, 2006

Það hlaut að koma að því

Eftir að vera búin að ver ótrúlega montin yfir því að vera að ég taldi loksins komin í hóp stoltra harðgerða íslendinga sem aldrei verða veikir (en ég er ekki búin að vera veik síðan ég flutti hingað, held hreinlega að eg hafi siðast verið veik haustið 04 ) gerðist það að ég fékk þessa skemmtilegu hálsbólgu.

Ég ligg semsé heima núna með streptokokka eða viðbjóðslegustu hálsbólgu sem ég hef nokkrn tíman fengið, ekki nóg með það heldur fékk ég hana á versta tíma ever, vegna þess að þegar maður á að mæta í tilraun er bara ekkert sem heitir að vera veikur. Við erum næst síðasti hópurinn til að taka tilraun og tilraunirnar hjá hinum hópnum passaði ekki inni í mína töflu, þannig ég mátti bara gjöra svo vel dópa mig upp og mæta í tilraun , sem var reyndar ekki svo slæmt sérstaklega ekki í gær þegar Ingibjörg var búin að benda mér á að tvöfaldur skammtur af kodimagnyl væri málið sem var allveg málið því ég var mjög hress og ekki það sljó því ég náði að sprauta litlu cDNA prufunum okkar í agarosegelið, en það er sko nákvæmnisverk, svipað eins og að þræða nál nema að ef þú hittir ekki í gatið er allt ónýtt (semsé allur undirbúningurinn frá deginum áður)

Svo er ég líka á þessum fadl kúrsi á kvöldin og það er nánast ómögulegt að vera veikur þar, náði nú samt að býtta tímanum í gær , og fæ að taka hann með öðrum bekk en það var engin smá heppni að hann var akkurat áður en ég tek æfingavaktirnar mínar annars hefði ég bara þurft að mæta.

Allavega ég byrjaði að vera veik á þriðjudagskvöldið í svona fadltíma , fékk hita illt i hálsinn og þegar ég kom heim bara beint uppí rúm að sofa var svona sofandi vakandi með örugglega upp til 39 stig um nóttina(týpísk dönskuáhrif maður segir auðvitað hátt í 39 á ísl ) , fór morguninn eftir til læknis og fékk staðfestingu á að þetta væri bakterísýking og fékk pencilin , fór í skólan kl 12 i tessa tilraun a vænum skammti af ibofeni , lagði mig svo niðri skóla og fór á fadl um kvöldið, þá var ég nánast hætt að geta talað almennilega og fékk alltaf ógeðslega verki við að kyngja. Var þá búin að drekka tvær kókómjólk , smá stappað epli og smá jógúrt síðan í hádeginu á þriðjud, + vatn með salti og sykri í.

Svo í gær þurfti ég aftur að mæta í tilraun eftir aðra svona sofna,vakna nótt en það var allt miklu betra eftir að hafa tekið þetta kodilmagnyl, eftir að hafa tekið það gat ég líka kyngt, svo eftir tilraunina fór ég út ú búð byrgði mig upp af bönunum, eplamauki og bollasúpum og eggjum (maður á að borða mikið af prótein þegar maður er veikur) tók video og kom heim.

Ég horfði á Mr. and Mrs. Smith. Sofnaði svo kl ca. half 6 vaknaði um eitt leytið háttaði mig svaf til kl 5 fékk mér bollasúpu og svaf svo til kl 10. nánast 16 tímar ahhhhh.
Og nú finn ég að pencilinið er smán saman að virka þrátt fyrir að ég sé mað ansi gott pencilinþol, og ég hef alla helgina til að kúra mig undir sæng drekka bollasúpur og láta mér batna.

En þar sem ég er nú svo mikil Polýanna , þá hefur þetta aukið skilning minn til muna á þeim sjúklingum sem ekki geta kyngt, það er allgjört hell að geta það ekki . Maður er jú allan dagin kyngjandi munnvatni , og ræskjandi slím uppúr lungunum og ofan í maga og það er ekkert smá óþægilegt þegar maður getur það ekki nema að talja í sig kjark af því það er svo vont. Þannig ef ég verð einhverntíman látin passa sjúkling með svona synkebesvær þá fær hann alla mína samlíðan.

ég veit að þetta blogg var ekki mjög spennandi og óttalegt væl, en mér er allveg sama þetta er mitt blogg og ef ég vill væla og láta vorkenna mér þá geri ég það bara.

7 Comments:

Blogger Viktoría said...

hææææhóó.. hvað heita búðirnar?

2:25 AM  
Blogger Elva B said...

þær eru allavega a studiestræde þessar sem ég hef séð (og hafa virkað soldið girnilegar a mig), svo er nú ein hérna á næsta horni hjá mér ofl skemmtilegt hérna á nansensgade, og svæðið í kringum st.hans torv, sem rétt hjá vötnunum.

6:15 AM  
Blogger Margret Silja said...

ég held þetta sé fuglaflensan sem við erum lagstar í...../margret, flogin

7:30 AM  
Anonymous Anonymous said...

hvað er samlíðan? einhver danska?

1:55 AM  
Anonymous Anonymous said...

nei tad er laxness.

svo var nú markmidid med tessum post ad fa svona komment eins og æj auminginn minn eda lattu ter nu batna eda eitthvad alika.....en nei tad var enginn ad vorkenna mer huh og tad er sko ordid of seint nuna tvi mer er batnad.

Elva

3:00 AM  
Blogger Margret Silja said...

Veistu.. ég vorkenndi þér ógeðslega mikið, og greindi þig meira að segja með fuglaflensuna. Nei en það er ekki mikil gagnkvæm vorkunn í gangi.. það eru ennþá 0 komment í mínum vælupósti snökt snökt;) gott að þér er batnað skvís

8:48 AM  
Blogger Hugrún Sif said...

LÁTTU ÞÉR BATNA !!!!!!!! :-D alveg heill hugur á bak við þetta því ég er líka lasarus og skil sko alveg hvað það er ömurlega leiðinlegt .. hehe :)

5:06 AM  

Post a Comment

<< Home