Saturday, June 10, 2006

tessi titill var of langur

í mínum haus er algjört overload af upplýsingum um frumur og atferli þeirra það eina sem ég hef gert síðustu ca. tvær vikur er að vakna lesa um frumur, tala um frumur og sofa. Bara dæla stanslaust inn núna erum vid svo að safna saman því sem hefur lekið út og dæla aftur inn í hausinn í veikri von um að allt það mikilvægasta eigi nu ekki eftir að leka út.

í kvöld tek ég svo smá pásu til að fara í afmæli með Rasmusi, það verður fínt að gera aðeins eitthvað annað.

svo er smásjár prófið á þriðjudaginn og aðalprófið á fimmtudaginn.

mér dettur ekkert í hug að segja þar sem heilinn á mér er fullur af einhvjerjum steiktum uppllýsingum, hér er dæmi:

T rörið í rákóttum vöðvavef liggur þar sem I og A bandið mætast þar myndar það triede með tveimur kontakt retikle, kontakr retiklet er hluti af sakroplasmatisk retikulum og liggur i jofnum lengjum eða rörum yfir I bandið. Yfir A bandið og þá sérstaklega H bandið hefur retiklið greinótt anostomisernede útlit . þvermálið á þessum stuktur eru einhverjir tugir nanómetrar.

ég held það sé bara best að ég bloggi eftir próf.

7 Comments:

Blogger Margret Silja said...

Gangi þér vel babe.. það er alltaf aukin þörf á því að við vinir þínir þurfum á geðhjálp að halda svo þú verður að drýfa þig með námið;)

4:18 PM  
Blogger Hugrún Sif said...

Hjálp ... ég fæ bara svimakast af því að lesa það sem þú átt að MUNA!! Held og lykke.

3:53 PM  
Anonymous mamma,pabbi og systurnar said...

hallo hallo
ofsa fjor og gaman hjá okkur. njótum tess ad slappa af og sóla okkur.
bestu kvedur úr sólinn á spáni

12:36 PM  
Anonymous Jóhanna said...

prófatími er versti tíminn til að reyna að skrifa eða segja eitthvað af viti!
vona að þér hafi gengið vel :)

7:22 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ástarkveðjur úr sveitinni og til hamingju með prófin. Við söknum þess að heyra meira!!!
Hér er sumar með fuglasöng og ýmsu veðri, slætti, vargfugli, fé á beit, fólki á ferð og annríki. Hlökkum til að sjá þig í sumar.
Afi og amma

7:00 PM  
Anonymous Inga said...

Bara að kvitta kíki hér oft. Er í borginni á leið til Edinborgar. Vona að þú hafir það gott og þér hafi gengið vel í prófum. Knús og kossar Inga frænka

6:38 AM  
Anonymous sigrún frænka said...

Til hamingju með sálfræðina, farðu nú svo að blogga.

2:46 PM  

Post a Comment

<< Home