Saturday, April 22, 2006

sygeplejevikar

Jæja nu er ég orðin sygeplejevikar eða hjúkrunardjákni eins og einhver þýddi það. Ég náði semsé prófinu mínu í síðustu viku prófið var þannig að ég kom inn og þar var strákur sem´lék hjukrunarfræðing, hann gaf mér rapport um sjúklinginn Elsa 74 ára gömul dement nýbúin í aðgerð þar sem gallblaðran var fjarlægð hún mátti ekki fara úr rúminu og ég átti að taka blóðþrýsting,púls og öndunartíðni hjá hennni og skipta um skyrtuna hennar, hún var svo með vökva í æð sem ég átti líka að fylgjast með. Svo kom ég að rúmi þar sem sú sem lék Elsu lá , ég tók eftir að þvagpokinn hennar hékk vitlaust svo ég lagaði það, svo var vökvinn búinn svo ég kallaði á hjúkkuna til að laga það, svo mældi ég hjá henni allt klabbið og skypti um skyrtu á meðan ég spjallaði við hana um daginn og veginn. Síðan var ég búin og þá tók hjúkkan við að spyrja mig útúr varðandi ýmsar gerðir af shock og um vandamál sem geta komið upp hjá sjúklingum með vökva í æð og ýmislegt fleira. Ég gat svarað flestum spurningunum og var svo send út , svo var ég kölluð aftur inn og fékk að vita að ég hefði náð og þau væru nokkuð ánægð með mig bara litlir hlutir sem þau settu aðeins útá.

Þetta þýðir að frá og með mánudeginum get ég byrjað að skrifa mig á vaktir :) og sumarvinnan er tryggð :)

Annars er ég búin að vera í letikasti í dag , svaf fram eftir öllu til að bæta upp fyrir lítinn svefn í síðustu viku. Ingibjörg kom líka í heimsókn í gærkveldi og við ræddum um heima og geima yfir rauðvínsflösku. Ég drattaðist nú til að þvo þvott og lesa nokkrar síður í erfðafræði , fór líka aðeins út og sleikti sólina en það er ótrúlega gott veður, ég held bara að sumarið sé komið.

Í kvöld er svo teiti hjá Þóru en ég ætla nú bara snemma heim því það er svo hittingur hjá Lesigruppunni minni á morgun og eins gott að vera með kaflan um boðskipti fruma á hreinu því Magnús er alltaf með allt á hreinu og bannar manni að kíkja í bækurnar. Ég skal ná að vera með einhverja hluti meira á hreinu en hann ég bara skal. :)

jæja kannski maður fari í sturtu og reyni að vera á réttum tíma svona til tilbreytingar.

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Elsku Elva. Gaman að lesa pistlana þína, sem loksins eru farnir að birtast.... og fá að fylgjast með. Hér erum við enn í snjónum en farfuglarnir eru samt farnir að koma til okkar og bíða eftir sumrinu. Til lukku með hjúkkuprófið - vikar=afleysingamaður eða staðgengill!! Við látum heyra betur í okkur bráðum. Gleðilegt sumar. Ástarkveðjur frá ömmu og afa í Holti

4:24 PM  
Anonymous Anonymous said...

Til hamingju með að hafa náð:)

6:37 AM  
Blogger Gunnella said...

Innilega til hamingju :-D

12:48 PM  

Post a Comment

<< Home