Wednesday, April 12, 2006

Páskafrí eða þannig

í dag var sídasta kennsla fyrir páskafrí. Ég get nu ekki beint sagt að þetta verði viðamikið páskafrí var í skólanum til kl 3 í dag, byrjaði meðal annars að kíkja á g'mul próf með Magnúsi þannig að það má segja að prófalesturinn se formlega hafinn. Á morgun ætla ég svo að hitta Idu og gera Biokemi skýrslu 2 . Um kvöldið er svo pizza og spilakvöld heima hjá Fríði Finnu. Á föstudaginn er svo afmæli hjá Magnúsi , á laugardaginn fer maður kannski á deit og á sunnudagsmorgunn er svo brunch með stelpunum í bekknum og svo Íslenskt lambalæri um kvöldið með íslensku stelpunum sem ekki fara heim yfir páskana. Svo á Mánudaginn ætlum við að hittast og læra í lestrargrúppunni okkar . Þannig það er alltaf nóg að gera .

Ég er allveg hrikalega andlaus annars mér dettur ekkert áhugavert í hug til að blogga um , ekki það að það sé ekki nóg af áhugverðum hlutum að gerast í mínu lífi, bara ekki tímabært að blogga um það. En jæja ég ætla taka aðeins til elda og baka bananabrauð og hafa það huggulegt með sjálfri mér er búin að vera í matarboðum 3 síðustu kvöld þannig stundum er gott að vera bara einn með sjálfum sér og góðri tónlist. :)

Gleðilega páska allir.

1 Comments:

Anonymous Inga frænka said...

Gleðilega páska :)

7:41 AM  

Post a Comment

<< Home