Frísk
Jamm ég er orðin frísk enda hafði ég engan tíma til að vera veik, ég var allveg rosalega dugleg að halda mér inni um síðustu helgi þar sem að þá var einni mögulegi tíminn fyrir mig að vera veik og viti menn ég var fullfrísk á Mánudaginn og gat hjólað alla leiðina upp í Valby til að fara á brunavarnarnámskeið. Valby er sko svo langt í burtu að maður þarf að fara upp brekku á leiðinni !!!!. Það var svaka stuð á brunavarnarnámskeiðinu að fá að prufa allskonar gerð af slökkvitækjum :)
Hvað er ég nú búin að gera sniðugt í vikunni hmmmmmmmm bara læra svo er ég aðeins búin að vera að stússast með Majken að bera húsgögn í nýju íbúðina, en hún var að kaupa ótrúlega sæta íbúð beint á móti skólanum, bara hinn fullkomni staður . Svo er ég eitthvað búin að vera að stússast í þessum kollegiumsóknum , ég er samt svo mikill trassi ég átti sko að vera löngu búin ad klára þær. Fór út að borða í kvöld með Borgný, Líney og Tinnu og svo er ég að fara í tíma um geðhjúkrun um helgina 5 tíma á morgun og 5 á sunnudaginn, á sunnudaginn á maður að mæta kl átta en það vill svo skemmtilega til að þá breyta danir yfir í sumartíma (mér finnst eins og ég hafi verið að breyta í vetrartíma í síðustu viku) þannig að í rauninni byrjar námskeiðið kl. 7 :/
þannig ekki mikið útá lífið um þessa helgi, annars svo er bara brjálað fram undan það sem ég á eftir til 13 júní er:
Skrifa ritgerð um sjúklingasamtalið mitt.
Klára Biokemiskýrslu 1 ,og Biofysikskýrslu 2.
svo er eftir heil biokemitilraun og 2-3 biofysik með tilraunum.
Skrifa 5 bls. sálfræðiritgerð og verja hana munnlega+ munnlegt próf hjá dómurum.
klára þessar umsóknir
klára fadl námskeiðið, sem er þessi geðhjúkrun tvær æfingavaktir , ritgerð um einn sjúkling af vöktunum og próf af þessu námskeiði sem ég verð að ná ef ég á að fá að vinna.
gera genetik tilraunir.
Komast yfir að lesa allt námsefnið
ok nú líður mér aðeins betur eftir að hafa listað þetta upp, þetta er nú ekki svo mikið, bara setja í 5 gír og éta upp þennan lista eins og blaðlýs éta víðirunna, eins og bangsimon étur hunang, eins og freyja étur hrafnamatinn og eins og endurnar á tjörninni éta brauðskorpu.
Og verðlaunin Hróarskelda í lok Júní.
Jæja ætla bara að fara í háttinn svo ég geti byrjað að tækla listann á morgunn .
KNÚS
Elva
Þegar ég var í dönsku í grunnskóla vorum við alltaf látin nota frasan knus og kram , ég hef aldrei séð þetta kram neinsstaðar síðan ég flutti út.
Hvað er ég nú búin að gera sniðugt í vikunni hmmmmmmmm bara læra svo er ég aðeins búin að vera að stússast með Majken að bera húsgögn í nýju íbúðina, en hún var að kaupa ótrúlega sæta íbúð beint á móti skólanum, bara hinn fullkomni staður . Svo er ég eitthvað búin að vera að stússast í þessum kollegiumsóknum , ég er samt svo mikill trassi ég átti sko að vera löngu búin ad klára þær. Fór út að borða í kvöld með Borgný, Líney og Tinnu og svo er ég að fara í tíma um geðhjúkrun um helgina 5 tíma á morgun og 5 á sunnudaginn, á sunnudaginn á maður að mæta kl átta en það vill svo skemmtilega til að þá breyta danir yfir í sumartíma (mér finnst eins og ég hafi verið að breyta í vetrartíma í síðustu viku) þannig að í rauninni byrjar námskeiðið kl. 7 :/
þannig ekki mikið útá lífið um þessa helgi, annars svo er bara brjálað fram undan það sem ég á eftir til 13 júní er:
Skrifa ritgerð um sjúklingasamtalið mitt.
Klára Biokemiskýrslu 1 ,og Biofysikskýrslu 2.
svo er eftir heil biokemitilraun og 2-3 biofysik með tilraunum.
Skrifa 5 bls. sálfræðiritgerð og verja hana munnlega+ munnlegt próf hjá dómurum.
klára þessar umsóknir
klára fadl námskeiðið, sem er þessi geðhjúkrun tvær æfingavaktir , ritgerð um einn sjúkling af vöktunum og próf af þessu námskeiði sem ég verð að ná ef ég á að fá að vinna.
gera genetik tilraunir.
Komast yfir að lesa allt námsefnið
ok nú líður mér aðeins betur eftir að hafa listað þetta upp, þetta er nú ekki svo mikið, bara setja í 5 gír og éta upp þennan lista eins og blaðlýs éta víðirunna, eins og bangsimon étur hunang, eins og freyja étur hrafnamatinn og eins og endurnar á tjörninni éta brauðskorpu.
Og verðlaunin Hróarskelda í lok Júní.
Jæja ætla bara að fara í háttinn svo ég geti byrjað að tækla listann á morgunn .
KNÚS
Elva
Þegar ég var í dönsku í grunnskóla vorum við alltaf látin nota frasan knus og kram , ég hef aldrei séð þetta kram neinsstaðar síðan ég flutti út.
2 Comments:
Gott að þú ert orðin frísk og ekki vantar þig verkefnin.
Við höfum það gott hérna á brekkunni nema Erla Hrönn er hún er búin að vera lasin og hóstar og hóstar.
Vertu nú dugleg að læra og mundu að við elskum þig endalaust.
knus og kossar
brekkusniglarnir
Vá það er greinilega nóg að gera hjá þér. En ég man nú ekkert eftir því að við höfum verið látin nota "knus og kram" í grunnskóla, en kannski var ég bara ekkert að fylgjast með;)
Post a Comment
<< Home