Tuesday, March 28, 2006

hvað er í gangi þessa dagana

jæja biokemisýrsla 1 kláruð í dag bún að ákveða síðasta fundinn með sjúklingnum mínum á föstudag og núna er ég búin með mesta hlutann af fadl kúrsinum . Á morgun er ég svo að fara á fyrstu æfingavaktina mína :) kl 7:30 uppá Herlev sygehus sem er ca. klukkutíma hjólatúr (vonandi verður gott veður annars tek ég lestina eða strætó) á æfingavaktinni á ég að taka stiks, blóðsykur, gefa bekken, taka blóðþrýsting og púls og gera allskonar spennandi hluti, ég er nú nett stressuð sérstaklega af því að ég var að koma af námskeiði þar sem hjúkkan var að segja okkur sögu af því þegar 38 ára gömul kona bara dó og allt fór í panik og aðstandendurnir hótuðu henni osvfr. þannig nú er maður skíthræddur :/ en ég er nú mest bara spennt á góðan máta , hlakka til að fá nú að gera eitthvað gagn.

Svo eru Juanes tónleikar á föstudaginn en hann er sko risa súperstjarna i S-ameríku þannig mjög gaman að fara á einhverja litla tónleika hér með honum.
Á eftir er svo fri bar fest i skólanum sem þýðir að maður borgar 150 kr danskar sem eru rúmar 1500 ísl og fær frítt að drekka allt kvöldið frá 22-05 þ.e.a.s. Verður væntanlega áhugavert.

Svo um helgina er markmiðið að klára ritgerðina um sjúklinginn og ritgerðina um vaktirnar, svo á mánudaginn gerum við biofysikskýrslu 2 og þá verður lífið mitt aftur eins og það á að sér að vera .

En halló er Geir Haarde ekki í lagi , djöfull fannst mér spaugstofan góð síðast.

3 Comments:

Anonymous Anna M said...

Ég er svo sammála Geir, hann er maðurinn!!! þetta réttlætir lauslæti íslendinga um allar aldir (væri reyndar EKKI til í að vera ektakvinnan hans núna, hún hlýtur að spyrja sig ýmsra áleitna spurninga!!! )

11:33 AM  
Blogger Marteinn B said...

Anskotinnnnn og helvítis og ansans ég vill fara á juanes.. þvílík skömm

1:11 PM  
Anonymous Anonymous said...

Góða heilsu og gott gengi.
Við vorum að vona að komnar væru nýjar fréttir.
Góða nótt úr snjónum.
Það var að vísu 5°hiti um miðjan dag í dag en skafrenningur og frost í kvöld.
Ástarkveðjur frá ömmu og afa

3:59 PM  

Post a Comment

<< Home