Saturday, April 08, 2006

Loksins tími til að anda

Jæja nú er ég búin með sjúklingaverkefnið en það var þannig að ég tók 4 viðtöl við mann sem hafði eitthvað þurft að nýta sér heilbrigðiskerfið í gegnum lífið. Viðtölin gengu út á að fá að heyra lífssögu hans´, sjúkrasögu og eitthvað um hans ástand í dag. Ég átti líka að nota einhverja samskiptatækni og samskiptamódel sem við lærðum um í tímum. Verkefnið varð svo 5 síður um Lífssöguna hans og svo um samskipti okkar. Allavega þetta var nú ekkert erfitt en mjög tímafrekt ég hefdi verid ca. 4 tíma að klára þetta á íslensku en ég var örugglega 16 tíma allt í allt að reyna að orða þetta á dönsku en það hafðist og svo fékk ég Majken til að lesa yfir þetta og sýna mér hvaða villur ég er að gera. Ég er líka búin að skrifa 3 síðna verkefni um þarfir sjúklings á æfingavaöktunum mínum og hvað ég gerði til að mæta þessum þörfum. Við erum líka búnar með og búnar að skíla biofysik 2 og 3 skýrslum. Ég er líka búin að taka til og ryksuga og þvottakarfan er tóm. :)

Núna getur maður loksins farið að einbeita sér bara að því að lesa. Einu slæmi fréttirnar eru að ég skemmdi símann minn og var farinn að nota gamla símann minn sem virkadi svo illa að ég ´tík frontið af til að geta ýtt á takkana en ég eyðilagði skjáinn á honum í gærkvöldi þannig ég er símalaus eins og er. En það er að koma vor og það var svo gott veður í gær að það er ekkert hægt að vera að svekkja sig á einhverjum leiðinda símamálum.

2 Comments:

Anonymous Inga frænka said...

Það er ekki að koma vor hjá okkur á Blö. Hér er snjór. En ég er komin í páskafrí sem er bara hið besta mál.Gangi þér vel:) knús og kossar frá mér.

4:23 PM  
Anonymous Anonymous said...

Elskulega Elva. Mér finnst fá komment, en þegar þú skrifar svo sjaldan, skoðar fólk líka sjaldan og kommenterar þá ekki!!!!!
Gott að þú hefur nóg að gera. Við erum á haus í verkefnum og snjórinn er enn og snjóar ögn.
Við óskum þér GLEÐILEGRA PÁSKA og vonum að þér líði vel. Farðu í páskamessu til að fá nýja orku!!! og upprisuboðskap. Hver nýr dagur er upprisudagur og ástæða til að lofa Guð fyrir hann.
Við þökkum Guði líka fyrir þig og biðjum hann að gleðja þig og vernda.
Ástarkveðjur frá ömmu og afa í Holti

2:25 PM  

Post a Comment

<< Home