Brekkusnigillinn bloggandi

Friday, December 31, 2004

Buenos Aires

hallo hallo halllo

Erum komin til Buenos Aires og tad er heitt heitt heitt og gott ad vera kominn heim.Reyndar er flaggad i halfa i dag tvi 169 krakkar brunnu inni a rokktonleikum i gaer og ef einhver hafi haldi ad vid hofum verid medal gesta ta er tad ekki vid vorum steinsofandi. Allavega erum buin ad turistast slatta fara i midbaeinn og i boca hverfid og svona .i kvold verdur svo djamm med brasiliubuunum sem eru med okkur a hostelinu.
I gaer forum vid i siglingu a litilli seglskutu a breidustu a i heimi rio de la plata sem var otrulega fridsaelt og nice otruleg hvild fra latum borgarinnar tarna uti breyttust laetin bara i drunur.
gledilegt nytt ar til allra.
Argentina er:
quilmes
sviti
Milanesa
skitugar taer
syngjandi braseliubuar.

Monday, December 13, 2004

Ef ég væri Pamela í dallas

já ég er slakur bloggari ég bara nenni því aldrei nema stundum. En núna er ég búin í prófum og ætti þess vegna að hafa smávegis tíma til aflögu , reyndar er nú allveg fullt sem ég þarf að gera , ég þarf að finna útskriftardragt, pakka niður öllu dótinu sem á að fara heim.kaupa jólagjafir, kaupa eitthvað handa liðinnu úti því ég er að fara til Argentínu 28. des. Ég þarf svo einhverntíman að pakka fyrir það , skrifa jólakort og fleira sem ég man ekki núna. Fyrir utan þetta þá er ég að vinna nánast alla daga fram að útskrift og svo halda Sigrún og Sylvía upp á afmælið sitt á Laugardaginn þannig að það verður ekki gert mikið á sunnudaginn , en þetta reddast nú allt saman af þeirri einföldu ástæðu að það hefur alltaf gert það.

Já fyrir áhugasama þá er ofninn kominn í lag, einn liður í því var að hringja í orkuveituna en það gerðum ég og Anna sem vorum búnar að setja okkur vel inní þetta mál. Anna talaði við einhvern náunga þarna og byrjaði á skilmerkan máta að lýsa vandamálinu . en þá segir gaurinn : "Er nokkuð einhver karlmaður þarna sem ég get talað við" er einhver karlamaður sem ég get talað við HALLó HALLÓ , ég vissi ekki að öll kunnátta varðandi vatnshitakerfi væri greypt í Y litninginn það hafði allveg gleymst í erfðafræðinni hjá mér í vetur þessvegna vil ég biðja orkuveituna afsökunar já og bara alla á því að hafa farið að skipta mér eitthvað að þessu ofnamáli þar sem það er aðsjánlega jafnfáránlegt og að karlmaður reyni að verða óléttur.

Jamm það er svo meiningin að skella ferðafréttum af okkur Argentínuförum á þessa síðu þegar þar að kemur.

Hasta pronto