Brekkusnigillinn bloggandi

Monday, September 26, 2005

Reloaded

Ég er ennþá södd eftir helgina, en ég skrapp til Lundar í smá "afvötnun" lærdómshelgarferð til Margrétar Silju. Þetta var bara snilldarhelgi elduðum okkur skemmtilegan mat eins og kjúklingabringur með bernessósu , grjónagraut með sænsku slátri og sultu, vöfflur með sýrðum rjóma og sultu og síðast en ekki síst humar . Eða Margrét eldaði og ég reyndi að hjálpa, skemmtilegt hvernig svona matseld leikur í höndunum á henni. Allavega lærðum allveg ágætlega mikið og áttum skemmtilegar samræður, fórum í box og göngutúra svo borðuðum við yfir okkur af hnetum. Ég var líka svo heppin að Margrét á hátæknisaumavél og gat gert við uppáhaldsgallabuxurnar mínar :) Allavega ótrúlega sem þessi Eyrarsundsbrú er mikil snilld ég hoppaði bara upp í lest hérna rétt hjá íbúðinni með hjólið á öxlinni svo bara klukkutíma ferð og ég vat komin til Lundar og hjólaði til Margrétar, bara snilld !!!!!! Gott að laða batteríin sem er aðeins búið að ganga á í dag langur dagur í skólanum fyrirlestur um Anatomiuhugtakafræði og Liði og bein :) svo 2 klst. í nemendatíma þar sem topicið var taugafrumur og boð blaður blaður. Svo Barfundur og svo dönskunámskeið til kl 9 úff. Púff en dagurinn á morgun er aðeins rólegri :)
Vona að allir hafi það nú gott og elski friðin og strjúki kviðinn. Ég var að spá í að monta mig af góða stuttbuxnaveðrinu sem var um helgina en ég er bara ekki svo illkvittin í mér þannig ég ætla að sleppa því.

Já lýsi hér með eftir hinum ýmsu diskum sem ég á. Td. Nostalgía, vælurokk ofl. diska sem ég hef skrifað handa mér og gætu verið hér og þar ef fólk rekst á svoleiðis diska þá má það gjarnan láta mömmu mína hafa þá :)

Oh it's such a perfect dayI'm glad I spent it with you.
Oh such a perfect day,
You just keep me hanging on,
You just keep me hanging on.
Just a perfect day,Problems all left alone,
Weekenders on our own.It's such fun.


Jamm en varðandi tekstana hérn að neðan þá var allt komið nema auðvitað Sahara Hotnights-hotnight crash og fire alarm. Svo madonna með frozen og svo Sarah Mc eitthvað með silence.
Jamm var í einhverju tjáningarstuði þegar ég kom heim af lífinu. Spurning um að leggja þetta fyrir mig púsla saman svona textum og kannski tilvitnunum líka. Nottlega svæsið brot á höfundarétti en hverjum er ekki sama um það.

Munið bara að mýlisslíður gerir taugaboð hraðari og það er myelinkede á dönsku. buffer er lausn med veikri sýru og tilheyrandi basa sem gerir það að verkum að ph gildið helst nokkuð stöðugt þá að utanaðkomandi sýrur eða basar komi í lausnina bikarbónatbufferinn er einn mikilvægasti bufferinn í líkamanum sem gerir það að verkum að súrustigið í okkur helst í nokkuð góðu jafnvægi. Jafnvægi er ligevægt á dönsku.

Góðar stundir

Wednesday, September 21, 2005

5. Staðreyndir, já eða 10

Ég var víst klukkuð. Sjá síðasta komment sem þýðir að ég á að skrifa 5. staðreyndir um sjálfa mig. Sem urðu 10 en ok.

1. Ég hef aldrei fengid gat a hausinn eda turft ad lata sauma mig eda eitthvad svoleidis sjúkrasagan min eru stja rör og ein svona hljodhimnuadgerd og svo ein krabbameinsskodun og thats about it.

2. Mer verdur mjög oft kalt á tánum

3. Ég borða stundum híðið af kiwi, ég veit ekki um neinn mat sem ég borda ekki,stundum ef ég borða eithvað gott fer ég að raula eða humma.

4. Ég er viss um ad eg eigi bestustu vini og bestust fjölskyldu í öllum heiminum.

5. Ég get stundum verid svo pirrud tegar folk segir eitthvad sem eg er ekki sammála vardandi jafnrétti og innflytjendur, þá verður mér líka oft mjög heitt á eyrunum.

6.Ég rek stundum hægri löppina aftan í þá vinstri þegar eg er að hlaupa, ég hef oft næstum því fellt sjálfa mig og stundum hef ég nú fellt mig ekki oft samt. Þá fer ég ad hugsa um ad eg hefdi sennilega ekki verid godur hestur ef eg hefdi verid hestur.

7. ég á það til að vera svolítið utan við mig.

8. Mér finnst ótrúlega gaman að dansa þegar ég er úti að skemmta mér.

9. Mér finnst oft mjög gaman að tala mjög mikið. Sem er held ég ástæðan fyrir því að ég á frekar auðvelt með að læra tungumál því ég bara verð að tjá mig.

10. vaskurinn er fullur af uppvaski og ég á eftir ad lesa í líffræði. Nú bara gengur þetta ekki lengur.

Saturday, September 17, 2005

helter skelter

When you get to the bottom
You go back to the top of the slide
And you stop and you turn
And you go for a ride
Then you get to the bottom
Then you see me again

Got our hands on the action
We've been tryin' really hard to find
Since we got stuck on all the love and affection
It's getting harder for us every time
I wonder why we have to tell each other lies
Maybe our heartache never dies with the hot night crash
You'll hear it tonight
You only see what your eyes want to see
How can life be what you want it to be
You're frozen when your heart's not open
You're so consumed with how much you get
You waste your time with hate and regret
You're broken when your heart's not open
He's got a fire alarm
And it calls when I do what I shouldn't do
Said I'm gonna do you no harm
Still I do it all over again I'm sorry

She should have stood out in a crowd She should have made her mother proud She should have fallen on her stance She should have had another chance She should have-been a son

just because you feel good
doesn't make you right
just because you feel good
still want you here tonight

despite all my rage I am still just a rat in a cage
despite all my rage I am still just a rat in a cage
then someone will say what is lost can never be saved
despite all my rage I am still just a rat in a cage
now I'm naked, nothing but an animal
but can you fake it, for just one more show
and what do you want, I want to change
and what have you got when you feel the same

In this white wave I am sinkingin this silence in this white wavein this silenceI believe

I think I'm dumbOr maybe just happy

Ef einhver tekkir alla tekstana ta er sa hinn sami hetja

Thursday, September 15, 2005

pylsur,kyrjandi folk og skokk

Ákvað að kyrja væri með ypsilon dregið af kurr en ég er samt ekki viss.´
Ég sit hérna í íbúðinni minnni nýbúin að borða pylsur sem voru á bragðið eins og pylsurnar í Argentínu það er allveg ótrúlega margt sem minnir mig á Argentinu td. nörrebro þar sem skólinn minn er þar eru svona fullt af litlum búðum og fullt af dökku fólki og soldið skítugt eins og í Argentinu, vo sum húsin og svo er fólk með endalausar málalengingar og það er líka svoleiðis í Argentínu, já og síðast en ekki síst stíft starfsfólk á stofnunum eins og þjóðskrá og bönkum. Allavega er búin að fá það á hreint að seinnipartinn á fimmtudögum safnast eitthvað fólk í íbúðina við hliðina a minni samt í næsta stigagangi, og fer að kyrja í ca hálftíma eða eitthvað mér finnst eins og þetta sé eitthvað trúarlegt samt finnst mér þetta ekki sánda eins og svona múslimabænir voða skrítið og ég er geðveikt forvitin og fer að ímynda mér allskonar hluti eins og mannfórnir,geimverir, hópsefjun, fjöldasjálfsmorð, samband við framliðna ofl. sem maður tengir við svona kyrjanir. Mér finnst þetta voðalega cool og stórborgaralegt og tvímælalaust kostur við íbúðina :)

Ég hef fundið lykilinn að hamingjunni (ef ég var búin að blogga um kenninguna mína um að ákveða að vera hamingjusamur þá er þetta varalykillinn) En það er að fara út að skokka, ég veit að ég er svosem ekki að finna upp hjólið en ef þið hugsið um það hugsið um þetta moment þegar maður er búin að skokka maður er aldrei eitthvað pirraður eða stressaður .....nei bara þreyttur og glaður og nu fékk ég deja vu hef ég kannski bloggað um þetta áður ?!? Gott dæmi um þetta var dagurinn minn í dag ég vaknaði kl 8 og sat yfir efnafræði til kl 12 og það gekk eki rassgat ég skildi ekkert í þessum dæmum og enþá minna í dönsku efnafræðibókinni minni svo ég ákvað að fara út að skokka sem ég og gerði kom svo heim í sturtu og niðri í skóla hitti þar krakka úr bekknum kíkti rétt á dæmin sem einn strákur hafði leyst og það kviknaði á perunni fór svo í tíma þar sem ég skildi næstum allt eða bara allt og fór svo að læra í efnafræði sem var eins og opin bók allt í einu :) :) og nú er ég bara södd og sæl . Reyndar var tvennt ekkert spes við daginn í dag ég hafði loksins fundið útur því hvernig ég kæmist á fótboltaæfingar og ætlaði að skrá mig en nei þá er fullt en þar sparaði ég 400 kall eða kanski ég fari bara í afrískan dans eða eitthvað annað , svo var hún Kristjana bekkjarsystir mín a)ð hætta í skólanum og fara til íslands vegna veikinda í fjölskyldunni vona bara að það gangi vel hjá henni .

ég man ekkert hvað ég var búin að blogga um og hvað ekki ef ég er að tvíblogga (skemmtilegt nýirði) þá bara sorry en það er bar þessi byhhing panum sem er skólinn minn hún er svo stór og í dag hjólaði ég hinum meginn við hana og vá og svo er húnn svo flippuð hún er eins og mh grá og mikil steypa lágt til lofts en oft gluggar sem ná allan vegginn og svona smá tröppur og þerp útum allt svo eru einhverjar fáránlegar gular og blár og rauðar súlur sem líta helst út eins og verksmiðjustrompar sem tanda upp úr þakinu og svo eru allar hurðir skærapplelsínugular eða fjólubláar , svo er þetta svo mikið völundarhús ég var td. um daginn í stofu 14.01.29 þá þurfti ég að fara niður í byggingu 15 hjá bókasafninu þar niður lítinn stiga við klósettinn og á miðri leið stoppa´í einhverjum stigapalli og inn ómerktar dyr þá kemur maður á kaldan kjallaragang sem maður þurfti að labba inn beygja svo inn gang sem stendur a bygging 18 og þaðan komst maður á gang í byggingu 14 01 sem er fyrsta kjallarahæð og stofu 29 . Enda kom ég of seint :)

Mig langaði líka aðeins að rasa út um hvað íslenskan er merkilegt mál með sína litninga og hvatbera og fruma ofl orð þegar bara held ég allir aðrir í heiminum segja einhverja mynd af orðinu cell og chromasomes. og eitthvað fleira sem mér var búið að detta hug en það bíður betri tíma.

I know 'cos I've seen it
It was great and I want it
There's no point in sitting
Going crazy on my own
Do you know whatI was put here in this world for
Could you tell meIn three words or more
It's the only way of getting out of here
It's the only way of getting out of here
Take a lesson>From the ones who have been there
My brain is not damaged
But in need of some repair
Hold on to the basics
But we can change all our tacticsT
here's no point in sittingGoing crazy on my own
It's the only way of getting out of hereIt's the only way of getting out of here
This is the modern way
Of faking it everyday
And taking it as we come
And we're not the only ones
Is that what we used to say
This is the modern way
I know where I'm going
And that we are in the knowing
And I will stop at nothing
Just to get what I want

Monday, September 12, 2005

0045-23966793

Þetta er nýja danska númerið mitt nú er ég óínáanleg í hitt númerid mitt. Var að lesa svona leiðarvísi skrifaðann af isl læknanema og ég fékk nett kast yfir öllu sem ég þarf að læra á næstu önnum .........anda inn anda út og djúpt ok líður betur núna mér finnst allveg ágætlega mikið efni sem við eigum að lesa á þessari önn en það er víst bara djók miðað við td. :/ ég get þá alltaf bara farið í kennó ef þetta gengur ekki :) en anyhow það er ástæða fyrir því að það stendur í íslenskum lögum að það sé bannað að hjóla eftir að hafa fengið sér í glas. Ég er með þokkalega rispað hné svo datt Kristjana bekkjarsystir mín líka við íslendingarninr ekki allveg jafn færir á hjólunum eins og baunarnir :) æji ég hef ekkert að segja held ég far bara að sofa.

Friday, September 09, 2005

Heppin

Í skólanum mínum eru fullt af auglýsingatöflum með allskonar auglýsingum um allskonar hluti, tilkynningar, Bækur til sölu, hin og þessi nemendafélög o.s.v.fr. Svo um daginn rak ég augun í eina en það var kona að auglýsa eftir sæðisgjafa með áhuga á því að hitta afkvæmi sitt þegar það verður stálpað. Mér fannst þetta bara mjög athyglisvert , hvað ætli svari margir auglýsingunni líka ætli hún hafi bara sett auglýsingu í læknadadeildina. Hmmmmmmmmm
Annars þá vara verð ég að segja ykkur hvað gerðist síðasta Laugardagskvöld. Það var þannig að ég og Ingibjörg fórum á svona tónleikastað að sjá vin hennar spila allt í góðu með það svo var bara diskó á eftir og allt í kei með það ég fer svo á efri hæðina að spjalla við einhvern dana og er svo gáfuð að skilja töskuna mína eftir hjá jökkunum og einhverju dóti sem við vorum með allavega eftir dottla stund kemur Ingibjörg upp og er víst búin að vera að leita að mér útum allt, og hún segist vera með dótið okkar og svona og hvort við ættum ekki bara að fara en þá kemur nottlega í ljós að taskan mín er ekki með og við eituðum útum allt og tskan bara var ekki neinsstaðar og í töskunni var auðvitað allt debit, kreditkort smá pningar , síminn minn og mikilvægast af öllu lyklarnir mínir bæði að hjólinu mínu og íbúðinni!!!!!!!!!! Ég var samt ekkert alltof stressuð yfir þessu var mest bara að spá í að dansa þangað til það yrði lokað og sjá hvort ég fyndi ekki töskuna þá , því eins og þið vitið þá kemur aldrei neitt fyrir mig !! svo var verið að spila svo góð lög , allavega svo eftir smá stund rekst ég á síman minn uppi á hátalara og í framhaldi af því kreditkortið mitt á gólfinu !!!!!! þannig greinilegt að einhver hafði tekið vekið og rótast eitthvað í því en greinilega ekki fundist kreditkortið mitt merkilegt.. hmmm svo eftir meiri leit og vesen og spyrja starfsfólk þá kemur daninn með veskið mitt þá hafði einn starfsmaður fundið það á karlaklóstinu og eina sem vantaði í veskið var ca 200 danskar . Það er bara ekki hægt að vera betur rændur , það er bara ekki hægt að vera svona heppin og ég átti þetta svo ekki skilið eftir kæruleysið í mér !!!!!!!
Allavega svona annars til að update þá er ég búin að læra á þvottahúsið sem er svona eins og í bíómyndunum, búin að fara út að skokka, svo er ég búin að þrífa íbúðina og fá kenitölu . Búin að panta gsm kort á eftir að fara í bankann , er búin að kaupa held ég allar bækur og svona svo ætla ég líka að vera með í hópnum sem sér um stúdentabarinn og mér sýnist það ætla að verða ógislega gaman var fyrstu vaktina mína í dag frá 16-17 og ég skildi alltaf það sem fólk var að biðja um það þurftu nokkrir að segja 3 sinnum hvað þeir vildu en oftast bara einu sinni. Þetta er nottlega bara feitasta leiðin til að læra dönsku og kynnast fólki.
Á morgunn er svo planið að vera rosa dugleg að læra og fara svo út að borða með bekknum og svo á semesterfest um kvoldið J Sorry ef þessi pistill er hálf tætingslegur og illa skrifaður var ekki að einbeita mér.

Monday, September 05, 2005

Alvaran byrjuð

Jamm þá er skólinn byrjaður fyrir alvöru búin að vera nokkuð dugleg að læra í efnafræði í dag, ég er búin að koma mér upp mjög sniðugri verslunaraðferð ég kaupi nánast bara það sem er á tiboði í dag kaypti eg td. 1o banana á 20 kr. danskar :) þannig þessa vikuna er það bara the shit is bananas b-a-n-a-n-a-s !!! jamm hvað get ég nú sagt ykkur .... það var fredagsbar á fös sem virkar þannig að kl 15 eða strax eftir skóla fór ég með bekknum fyrir utan studenta"kjallarann" og stoðum í röð í 3 tíma en það var mjög gaman því busafararfararsjórarnir okkar komu með veigar handa okkur. svo var bara svaka stud en ég fór nú heim um 10 leytið allveg búin á því og tókst bara vel að hjóla heim í "myrkrinu" klesti reyndar á eina stelpu á hjóli an það var ekkert alvarlegt við vorum báðar að stelast til að hjóla á gangstéttinni og mættumst á horni ;)
Ég elska samta að geta hjólað svona útum allt og mér sem fannst fínt að hjóla í Reykjavík! Hér eru nákvæmlega engar brekkur ég veit að allir vita að danmörk er flöt eins og þeyttur bjór en við erum að tala um að maður þarf varla að stíga á petalana, svo á ég heima uppi á 4 hæð , þannig með nýju verslunarháttunum mínum, hjólaferðum og stigabrölti verð ég vonandi komin í svaka form á no time , svo hjálpa líka til regluleg panic, stress köst sem ég tek þegar ég byrja að naga neglurnar og held að ég sé ekki good enough, þessi köst eru samt innan heilbrigðra marka og ef þau fara að verða eitthvað slæm þá veit ég hvar skólapresturinn er með skrifstofu sína ;)
jæja mér dettur ekkert gáfulegt í hug ég ætla að fara og læra aðeins.
já takk allir fyrir að vera svona dugleg að kommenta sem er nottlega the modern way of showing u care :)