Brekkusnigillinn bloggandi

Wednesday, July 11, 2007

Mér finnst rigningin góð

Já, er komin heim frá Hróarskeldu og Hróarskelda var drullumall . Við höfðum farið á Sunnudeginum fyrir hátíðina og tjaldað tjaldinu í fínu veðri. Ég hélt nú að það væri fínt bara að tylla hælunum niður og fara svo heim en sem betur fer er Jensa full af Færeyskri fyrirhyggjusemi og skipaði mér að tjalda eins og manneskja !!! En já það var líka eins gott annars hefði tjaldið farið gjörsamlega á flot. Þegar við svo komum aftur á Fimmtudeginum hafði rignt töluvert og bara botnin sem hafði blotnað neðan frá, yess,sum tjöld voru hálf á kafi í vatni og drullu með yfirtjöldin samanklesst við innra tjaldið(sem er algjör dauðadómur því þá dropar inní tjaldið) Óskar vinur okkar hafði líka grafið skurð rétt við tjaldið þar sem nú streymdi líka þessi myndar á,líktist mini útgáfu af Blöndu.
Við skelltum plastdúk í botninn (aftur fyrirhyggjusemi Jensu) og þá var tjaldið klárt, svo biðum við eftir að það hætti að rigna.........................það hætti ekki að rigna það rigndi bara meira og meira og svo aðeins meira en það , svo bærjaði líka að hvessa svo við fengum hálfgert slagviðri. Eftir Killers tónleikana sem voru mjög fínir vorum við orðnar gjörsamlega gegnsósa og tókum þá ákvörðun að fara bara aftur til Kaupmannahafnar til að geta þurkað fötin okkar, við vorum svo gjörsamlega búnar á því að við meikuðum ekki einu sinni að sjá Björk en jæja við fórum niðrí tjald að ná í eitthvað dót og heyrðum svo byrjun tónleikanna þangað. Næst var að koma sér niðrá lestarstöð og það tók langan tíma því þegar við loksins komum á rútustoppið fengum við að vita að rútan keyrði ekki vegna veðurs svo við löbbuðum til roskilde station. Þar sem allt þetta labb gegnum leðju og drullu og vað í gegnum kálfaháa poll tók ótrúlega langan tíma heyrðum við næstum alla tónleikana sem voru mjög góðir :) Toppunktur fimmtudagsins var þessvegna 'Eg og Jensa úti í miðjum polli, myrkur , hvasst öldunar í pollinum eru næstum uppá stígvélsbrúnina og í loftinu ómar all is full of love .
Veðrið fór svo batnandi næstu daga og við sáum fullt af góðúm tónleikum : Muse, nephew,beastie boys, artic monkeys,duné,flaming lips, Tésto tónleikarnir voru einna magnaðastir, hann er svona dj sem spilar svona techno trans musik og áhorfendur misstu sig gjörsamlega i eitthvað sem líktist trúarathöfn. Við vildum líka vera með og sveifluðum neonljósum, dönsuðum og hoppuðum meðan bassin vibraði í gegnum líkaman. Þetta kvöld fattaði ég alltíeinu techno og ég var ekki einu sinni full. Red hot chilli peppers tónleikarnir voru nú bara svo lélegir að við fórum bara, fáranlega löng jamsession og söngvarinn haði enga útgeislun hékk bara i míkrafóninum með húfu niður fyrir eyru. Heyrðum seinna að söngvarinn fór nú bara og lagði sig í korter meðan hinir spiluðu eitthvað á meðan. vil benda fólki að tékka á DUNÉ á my space. Prófið gekk vel ég fékk 9 sem er svipað og 8 á íslenskum skala. Ég er bara mjög ánægð með sérstaklega í ljósi þess að ég var gjörsamlega með allt á hælunum 3 vikum fyrir próf, sem gerði líka það að verkum að ég lærði sjúklega mikið þessar síðustu vikur. Magnús lestrarfélagi minn fékk líka 9 sem gerir mína 9 ennþá sætari af því hann er vanur að vera klárari en ég !! Ég er svo að koma til íslands þann 13 ágúst með Jensu og nokkrar danskar stelpur með mér. Ef einhver á mikið pláss hjá sér í rvk og vill leyfa 2-4 stelpum að gista má endilega láta mig vita. sumarknús frá rigningarrassgatinu kaupmannahöfn