Brekkusnigillinn bloggandi

Tuesday, March 28, 2006

hvað er í gangi þessa dagana

jæja biokemisýrsla 1 kláruð í dag bún að ákveða síðasta fundinn með sjúklingnum mínum á föstudag og núna er ég búin með mesta hlutann af fadl kúrsinum . Á morgun er ég svo að fara á fyrstu æfingavaktina mína :) kl 7:30 uppá Herlev sygehus sem er ca. klukkutíma hjólatúr (vonandi verður gott veður annars tek ég lestina eða strætó) á æfingavaktinni á ég að taka stiks, blóðsykur, gefa bekken, taka blóðþrýsting og púls og gera allskonar spennandi hluti, ég er nú nett stressuð sérstaklega af því að ég var að koma af námskeiði þar sem hjúkkan var að segja okkur sögu af því þegar 38 ára gömul kona bara dó og allt fór í panik og aðstandendurnir hótuðu henni osvfr. þannig nú er maður skíthræddur :/ en ég er nú mest bara spennt á góðan máta , hlakka til að fá nú að gera eitthvað gagn.

Svo eru Juanes tónleikar á föstudaginn en hann er sko risa súperstjarna i S-ameríku þannig mjög gaman að fara á einhverja litla tónleika hér með honum.
Á eftir er svo fri bar fest i skólanum sem þýðir að maður borgar 150 kr danskar sem eru rúmar 1500 ísl og fær frítt að drekka allt kvöldið frá 22-05 þ.e.a.s. Verður væntanlega áhugavert.

Svo um helgina er markmiðið að klára ritgerðina um sjúklinginn og ritgerðina um vaktirnar, svo á mánudaginn gerum við biofysikskýrslu 2 og þá verður lífið mitt aftur eins og það á að sér að vera .

En halló er Geir Haarde ekki í lagi , djöfull fannst mér spaugstofan góð síðast.

Friday, March 24, 2006

Frísk

Jamm ég er orðin frísk enda hafði ég engan tíma til að vera veik, ég var allveg rosalega dugleg að halda mér inni um síðustu helgi þar sem að þá var einni mögulegi tíminn fyrir mig að vera veik og viti menn ég var fullfrísk á Mánudaginn og gat hjólað alla leiðina upp í Valby til að fara á brunavarnarnámskeið. Valby er sko svo langt í burtu að maður þarf að fara upp brekku á leiðinni !!!!. Það var svaka stuð á brunavarnarnámskeiðinu að fá að prufa allskonar gerð af slökkvitækjum :)
Hvað er ég nú búin að gera sniðugt í vikunni hmmmmmmmm bara læra svo er ég aðeins búin að vera að stússast með Majken að bera húsgögn í nýju íbúðina, en hún var að kaupa ótrúlega sæta íbúð beint á móti skólanum, bara hinn fullkomni staður . Svo er ég eitthvað búin að vera að stússast í þessum kollegiumsóknum , ég er samt svo mikill trassi ég átti sko að vera löngu búin ad klára þær. Fór út að borða í kvöld með Borgný, Líney og Tinnu og svo er ég að fara í tíma um geðhjúkrun um helgina 5 tíma á morgun og 5 á sunnudaginn, á sunnudaginn á maður að mæta kl átta en það vill svo skemmtilega til að þá breyta danir yfir í sumartíma (mér finnst eins og ég hafi verið að breyta í vetrartíma í síðustu viku) þannig að í rauninni byrjar námskeiðið kl. 7 :/
þannig ekki mikið útá lífið um þessa helgi, annars svo er bara brjálað fram undan það sem ég á eftir til 13 júní er:

Skrifa ritgerð um sjúklingasamtalið mitt.
Klára Biokemiskýrslu 1 ,og Biofysikskýrslu 2.
svo er eftir heil biokemitilraun og 2-3 biofysik með tilraunum.
Skrifa 5 bls. sálfræðiritgerð og verja hana munnlega+ munnlegt próf hjá dómurum.
klára þessar umsóknir
klára fadl námskeiðið, sem er þessi geðhjúkrun tvær æfingavaktir , ritgerð um einn sjúkling af vöktunum og próf af þessu námskeiði sem ég verð að ná ef ég á að fá að vinna.
gera genetik tilraunir.
Komast yfir að lesa allt námsefnið

ok nú líður mér aðeins betur eftir að hafa listað þetta upp, þetta er nú ekki svo mikið, bara setja í 5 gír og éta upp þennan lista eins og blaðlýs éta víðirunna, eins og bangsimon étur hunang, eins og freyja étur hrafnamatinn og eins og endurnar á tjörninni éta brauðskorpu.

Og verðlaunin Hróarskelda í lok Júní.

Jæja ætla bara að fara í háttinn svo ég geti byrjað að tækla listann á morgunn .

KNÚS

Elva

Þegar ég var í dönsku í grunnskóla vorum við alltaf látin nota frasan knus og kram , ég hef aldrei séð þetta kram neinsstaðar síðan ég flutti út.

Friday, March 17, 2006

Það hlaut að koma að því

Eftir að vera búin að ver ótrúlega montin yfir því að vera að ég taldi loksins komin í hóp stoltra harðgerða íslendinga sem aldrei verða veikir (en ég er ekki búin að vera veik síðan ég flutti hingað, held hreinlega að eg hafi siðast verið veik haustið 04 ) gerðist það að ég fékk þessa skemmtilegu hálsbólgu.

Ég ligg semsé heima núna með streptokokka eða viðbjóðslegustu hálsbólgu sem ég hef nokkrn tíman fengið, ekki nóg með það heldur fékk ég hana á versta tíma ever, vegna þess að þegar maður á að mæta í tilraun er bara ekkert sem heitir að vera veikur. Við erum næst síðasti hópurinn til að taka tilraun og tilraunirnar hjá hinum hópnum passaði ekki inni í mína töflu, þannig ég mátti bara gjöra svo vel dópa mig upp og mæta í tilraun , sem var reyndar ekki svo slæmt sérstaklega ekki í gær þegar Ingibjörg var búin að benda mér á að tvöfaldur skammtur af kodimagnyl væri málið sem var allveg málið því ég var mjög hress og ekki það sljó því ég náði að sprauta litlu cDNA prufunum okkar í agarosegelið, en það er sko nákvæmnisverk, svipað eins og að þræða nál nema að ef þú hittir ekki í gatið er allt ónýtt (semsé allur undirbúningurinn frá deginum áður)

Svo er ég líka á þessum fadl kúrsi á kvöldin og það er nánast ómögulegt að vera veikur þar, náði nú samt að býtta tímanum í gær , og fæ að taka hann með öðrum bekk en það var engin smá heppni að hann var akkurat áður en ég tek æfingavaktirnar mínar annars hefði ég bara þurft að mæta.

Allavega ég byrjaði að vera veik á þriðjudagskvöldið í svona fadltíma , fékk hita illt i hálsinn og þegar ég kom heim bara beint uppí rúm að sofa var svona sofandi vakandi með örugglega upp til 39 stig um nóttina(týpísk dönskuáhrif maður segir auðvitað hátt í 39 á ísl ) , fór morguninn eftir til læknis og fékk staðfestingu á að þetta væri bakterísýking og fékk pencilin , fór í skólan kl 12 i tessa tilraun a vænum skammti af ibofeni , lagði mig svo niðri skóla og fór á fadl um kvöldið, þá var ég nánast hætt að geta talað almennilega og fékk alltaf ógeðslega verki við að kyngja. Var þá búin að drekka tvær kókómjólk , smá stappað epli og smá jógúrt síðan í hádeginu á þriðjud, + vatn með salti og sykri í.

Svo í gær þurfti ég aftur að mæta í tilraun eftir aðra svona sofna,vakna nótt en það var allt miklu betra eftir að hafa tekið þetta kodilmagnyl, eftir að hafa tekið það gat ég líka kyngt, svo eftir tilraunina fór ég út ú búð byrgði mig upp af bönunum, eplamauki og bollasúpum og eggjum (maður á að borða mikið af prótein þegar maður er veikur) tók video og kom heim.

Ég horfði á Mr. and Mrs. Smith. Sofnaði svo kl ca. half 6 vaknaði um eitt leytið háttaði mig svaf til kl 5 fékk mér bollasúpu og svaf svo til kl 10. nánast 16 tímar ahhhhh.
Og nú finn ég að pencilinið er smán saman að virka þrátt fyrir að ég sé mað ansi gott pencilinþol, og ég hef alla helgina til að kúra mig undir sæng drekka bollasúpur og láta mér batna.

En þar sem ég er nú svo mikil Polýanna , þá hefur þetta aukið skilning minn til muna á þeim sjúklingum sem ekki geta kyngt, það er allgjört hell að geta það ekki . Maður er jú allan dagin kyngjandi munnvatni , og ræskjandi slím uppúr lungunum og ofan í maga og það er ekkert smá óþægilegt þegar maður getur það ekki nema að talja í sig kjark af því það er svo vont. Þannig ef ég verð einhverntíman látin passa sjúkling með svona synkebesvær þá fær hann alla mína samlíðan.

ég veit að þetta blogg var ekki mjög spennandi og óttalegt væl, en mér er allveg sama þetta er mitt blogg og ef ég vill væla og láta vorkenna mér þá geri ég það bara.

Sunday, March 12, 2006

Mér dettur ekki neinn titill í hug

Hallóhalló, nú er ég búin að setja inn tengla á labbakútana mína sem eru með mér á önn og eru með blogg , þær eru algjört yndi þannig ef þið viljið eitthvað athuuga með hverskonar lið ég er að umgnagast þá tékkið á bloggunum þeirra :)

Annars er Sunnudagur núna, það er búið að vera nístingskalt undanfarna daga en rosalega fallegt veður svona snjór sól og kalt sem er búið að vara ágætt en núna er manni reyndar aðeins farið að lengja eftir smá yl, líka þar sem ég er aldrei með vettlinga þegar ég er að hjóla, er búin að komast að því að það gengur ekkert ég týni þeim alltaf ,ég er búin að týna amk. 5 pörum síðan í haust :/ ég ætti kannski að fá mér svona vettlinga með bandi og vefja því utanum brjóstarhaldarann á morgnanna til að vera allveg viss um að týna þeim ekki.
Þrátt fyrir að ég týni vettlingum eis og mér væri borgað fyrir það þá er ég 7,9,13 aldrei búin að læsa mig úti síðan ég flutti hérna inn fyrir rúmu hálfu ári ogþað er sko afrek fyrir mig , fyrrverandi sambýlingar mínir af Gunnarsbraut 38 skilja hvað ég á við :)

Annars búið að vera fín helgi, 3 heimsókn mín til sjúklingsins á föstudaginn og video með Líney og Fríði um kvöldið þar sem við horfðum á crash sem er ótrúlega góð mynd, allavega ef þið fíluðu traffic þá fílið þið crash. Svo í gær var fadl námskeið frá kl 9-13 í vatnsbúskap líkamans, þvagi og hægðum, bekken og bleyjuskiptingatækni æfð :) svo fór ég heim og sofnaði því við höfðum nottlega kjaftað fram á nótt kvöldið áður, síðan fór ég aftur til Fríðar og fékk lánaðann bol sem endaði með að ég eldaði fyrir okkur kjúkling og við fengum okkur svo rósavín með matnum svo fór ég heim í djammgallann og é kokteilparty hjá vinkonu Majken (svona uppá framtíðina er Majken bestasta danska vinkona mín og er með mér í bekk) það party er gjorsamlega óblogghæft en var mjög skemmtilegt gaman að hitta loksins eitthvað af vinum hennar Majken , var svo komin heim kl 2. og vaknaði líka svona eiturhress og hamingjusöm kl 10 ð ég fór bara að vaska upp og skúra, skellti mér svo bara í sund og synti 1 km.
Var að koma heim núna eftir að hafa hitt Ísafold á kaffihúsi en hún er með mér í stjórn fíld.

Ég hef bara sjaldan verið jafn hress eftir að hafa verið að skemmta mér kvöldinu áður , ég er mikið að spá í hvort að það sé útaf því að ég drakk engan bjór, kannski maður eigi bara að hætta því.

Annars ert allt voða frábært þessa daganna og allir eitthvað að láta það í ljós við mig hvað ég sé nú frábær sem er ekki allveg nógu gott mál mig vantar sárlega einhvern til að gagngrýna mig og taka mig niður á jörðinna, ég get orðið svo leiðinlega sjálfumglöð þegar ég hef engann til að minna mig á að ég sé aðeins að detta í svoleiðis fasa, Anna ég er að stóla á að hitta þig á skype á næstu dögum :)

Allavega ég ætla að fara að byrja á þessum kollegi umsóknum mínum svo ég lendi nú ekki á götunni í júní .

I said, I bet that you look good on the dancefloor Dancing to electro-pop like a robot from 1984 From 1984!
Oh, there ain't no love, no Montagues or Capulets , just banging tunes and DJ sets and... Dirty dancefloors, and dreams of naughtiness!

Wednesday, March 08, 2006

hálfsárs

Kære Elva Björk Harðardóttir,Du har nu været kunde hos TELMORE i ca. et halvt år. Tak for det. Vi håber, duhar vænnet dig til dit nye teleselskab og vores hjemmeside

Þetta stóð í e-mail sem ég opnaði í dag og þegar ég las hann hegsaði ég bara:

Fandme det kan da sku ikk være , hvor er det bare langt ude , det føles jo overhoved ikk som 6 måneder.

og þá fattaði ég að ég væri að hugsa á dönsku og svo taldi ég sept,okt,nov,des,jan,feb, það eru víst sex mánuðir og það er 1/12 af þeim 6 árum sem ég á minnsta kosti eftir að búa hérna.

Vá tíminn líður bara hraðar og hraðar og maður verður orðinn grenjandi ungabarn í Tansaníu áður en maður veit af, ekki með eina einustu hugmynd um að maður var íslensk stelpa/kona læknir (vonandi) í fyrra lífi.

Allavega sátt við þessa sex mánuði ég hef hingað til staðiðst allt sem námið hefur krafist, tekið þátt í félagslífinu, kynnst öllum í bekknum frekar vel , eignast danska vini sem ég hitti utan skóla, eignast fullt af góðum íslenskum vinkonum og vinum, ég hef náð ásættanlegum árangri í dönskunni og mér finnst ég ekki standa í stað heldur læra eitthvað nýtt á hverjum degi, ég hef lent í ævintýrum, jamm ég held bara að ég hafi náð öllum markmiðunum sem ég setti mér þegar ég flutti og gott betur jafnvel. Meira að segja komin með dankort og það er nokkuð sem er bara fyrir alvöru dani :)

Taktu myndir framkallaðu þær svo í lit í huganum þegar allt er svart og hvítt.

Var annars að koma af námskeiði sem fjallaði um að flytja fólk fram og til baka í rúm, láta það standa upp osvfr. Tækni sem ég aldrei lærði eða tileinkaði mér. Núna hálf skammast ég mín fyrir allskonar bjánaskap sem ég hef gert í gegnum tíðina við að færa fólk til og frá. Rosa gott að vera núna komin með þetta á hreint og bara voða gaman á þessum sjúkraliðakúrs :)
Annars er þetta dáldið þétt dagskrá 5-8 í gær og fyrradag 5-9 í kvöld og 5-8 á morgunn á morgunn þerf ég svo að hitta leiðbeiningarlækninn okkar í "snemm sjúklingatengsl" kúrsnum kl 13 þannig dagurinn á morgunn er 8-8 svo hitta sjúklinginn á föstudaginn. Á Laugardaginn er svo sjúkraliða kúrs frá 9-1 svo er ég að fara að hitta Ísafold sem er með mér í stjórn fíld kaupmannahöfn, svo um kvöldið er coktailparty hjá vinkonu vinkonu minnar.

Bara ef einhver vildi vita hvað ég er svona að bralla. Annars er nú alltaf best að hafa ´nógu mikið að gera þá kemur maður yfirleitt mestu í verk, td hefur íbúðin mín aldrei verið hreinni. :)


Var annars