Brekkusnigillinn bloggandi

Tuesday, June 07, 2005

í sveitinni í sveitinni

Er skemmtilegtm að vera Já ég er komin í námsbúðir í sveitina til Afa og ömmu. Sé sko ekki eftir því af því hérna er ég búin að læra meira á tveim dögum en ég hef gert síðastliðnu 2 mánuði. Ekki það að ég lærði nú helling um helling á því að kenna en bóklestur og tækling áfanga er nú byrjuð ég er officially búin með Sál 103 . Viðbragðsskilirðing er þegar einstaklingur tengir slilyrt áreiti td. kfc gaurinn við óskylirt áreiti sem eru kjúllar og myndar sömu svörun við gaurnum eins og kjúllanum. Já já rússin Pavlov var fyrstur til að kanna þetta og hvort það var ekki Thorndike sem var með kettina já já en pælið í nafni Thornedike ekki myndi ég vilja heita það. Ég er einnig búin með stæ 103 og er búin að reikna miðþverla og fleira skemmtilegt. Svo er ég aðeins búin að kíkja í fjárhusin og sprauta eina rollu og eitt lamb :) Ekki búin að vera viðstödd neinn burð enþá en það gerist vonandi á næstu dögum.

Já svo vil ég bara hrósa þeim sem stóðu að og mættu á tónleikana á laugardaginn , frábært framtak í anda jesú, fékk mann til að hugsa hvað lífið væri nú auðvelt ef allir hjálpuðu hver öðrum svona alltaf hmmmmmm einhver með í að stofna nýkommúnískt ríki. Við mættum þarna allar kvenkynsaðilar fjölskyldunar að freyju unadanskildri og skemmtum okkur konunglega sérstaklega fannst mér gaman að sjá hvað dethtrap hefur vaxið sem hljómsveit þó ég hafi nú ekkert ofsa mikið vit á þessu þá fannst mér þeir a.m.k. mjög þéttir.

jæja ég ætla í háttinn.

jæja á ég ekki að skella topp 10. bækur hérna inn. Hann er þá með svipuðu sniði og plötulistinn.

1. Sjálstætt fólk e. Halldór Laxnes (Ísl 403 með Steingrími og fáránlega góðum bekk í MH, þar las ég þessa bók í annað skipti og tímarnir ótrúlega miklir pælingar og umræður og bara já frábær bók, kemur inná svo margt í mannlegu eðli og þjóaðarsálinni, verð að fara að lesa hana aftur)

2. Englar Alheimsins e. Einar Má ( búin að lesa hana örugglega 9 sinnum "Fyrir norðann þar sem dalirnir eru öðrum dölum afdráttarlausari í þeirri ákvörðun sinni að vera dalir" )

3. Catcher in the rye e. J.D salinger .Skildulesning

4. Vernon God little e. DBC Pierre . Fór að hágrenja í geðshræringu minni yfir endanum á bókinni.

5. kaldaljós e.Vigdísi Gríms

6. Bridget Jones diary e.Helen fielding sjaldan hlegið jafn mikið.

7. Eyðumerkurblómið og ekki síst seinni bókin sem ég man ekki hvað heitir sem er góð ádeila á vestrænt samfélag án þess að það sé kannski beint ætlun hennar með skrifunu.

8. Dís e þær þrjár þarna Oddný og önnu man ekki hvað þriðja heitir . Bara snilld eina bókin sem ég hef lesið það sem ég get gjörsamlega sett mig í spor aðalsöguhetjunar.

9. Glerhjálmurinn e. oh man það ekki sem er síðasta bókin sem ég las og mér fannst hún bara góð.

10. Held tíunda sætinu opnu fyrir allar bækurnar sem ég á eftir að lesa en ég verð endilega að lesa meira mér til skemmtunar Ég var í mestu vandræðum bara að fylla þennan lista.

var svo að spá í að hafa svona keppni sá sem vinnur fær sleikjó .

Hvað heitir lagið og hvað heitir flytjandi.

"And even after all my logic and my theory, I add a muthaf**ker so you ignint niggas hear me. "