Brekkusnigillinn bloggandi

Sunday, August 20, 2006

between the pleasure and the pain

soldið langt síðan ég bloggaði síðast verð að halda uppi betra tempói sé fyrir mér mína fjölmörgu aðdáendur sem eru alltaf að tékka síðuna en verða alltaf fyrir vonbrigðum þegar þeir sjá að það er ekkert nýtt.
var í tvær magnaðar vikur á ísland og naut þess í botn lá í makindum í heitum pottum , fór á hestbak, í brúðkaup , á eina fótbolta æfingu. Náði líka að hitta ótrúlega marga Argentínu krakkana, önnu og Margréti, Sibbu, Sigruni og Sibbu og svo frændfólk mitt í brúðkaupinu og í afmæli hjá Ingu.
Hafði hugsað mér að taka því rólega um versló en það endaði auðvitað með því að ég var tjúttandi við tónlist sálarinnar á Neskaupstað með appelsínugult hár. Jámm skelltum okkur hringinn Ég ,Anna, hjónaleysin Margrét og Raggi , freðinn og rúnki (freðinn er ísskápur sem var staðgengill söndru og Rúnki er Færeyskt barnaleikfang sem auðveldlega má setja spurningarmerki við) Ekki annað að segja um þá ferð en það að Ísland er fallegast í heimi og vinir mínir skemmtilegastir í heimi.
Svo kom Erla systir í heimsókn í fimm daga og það var rosa gaman þó að það væri dáldið mikil rigning. Við fórum á bakken, í tívolí, á strikið, í verslunarmiðstöðvar,í siglingu og í dýragarðinn. Við skoðuðum höllina. Við fengum okkur ís,candyfloss,krap,pylsur,churros,nammi og kók þangað til okkur var óglatt . Erla prófaði sushi í fyrsta skiptið og fannst það bara gott.
Ég er svo búin að vera á næturvöktum síðustu fimm nætur en ég er orðin algjör nátthrafn elska að vinna á nóttuni

Dreymdi að ég skaut fullt af fólki og mér var nett sama um það bara ef enginn kæmist að því,hvurslags samviskuleysi er það eiginlega!!!! , kannski til að minna mig á að hverfa aftur til þeirrar sjálfrar mín sem var svo samviskusöm að hún gat ómögulega hent rusli á götuna og var svo þvílíkt sparsöm að hún átti fúlgur inni á bankabók. Er ég búin að breytast í samviskulausan eyðslusegg? Þaðið er að riðjast yfir yfirsjálfið mitt, gerir grín að því og hvíslar illkvitnum athugasemdum um það í eyra sjálfsins lokkar það til að draga gömul prinsip í efa og segir "það er réttlætanlegt". Yfirsjálfið klórar þó í bakkan og er búið að reka mig út að skokka og til að taka til í herberginu mínu . Ég verð að finna balans finn hvernig yrfirsjálfið kallar úr fjarska eyða minna, vinna meira, ekki fresta öllu til morgundagsins annars eyk ég á samviskubitið í blóðinu og bind hnút um garnirnar. Komdu skipulagi á hausinn og umhverfið farðu snemma að sofa og borðaðu hollan mat.....og mig langar mest til að borða nammi horfa á sjónvarpið og gera fullt a öðrum hlutum sem yfirsjálfið stoppar mig í að skrifa hér , því finnst þetta vera komið gott .....

Er farin að finna mitt andlega jafnvægi ... kanski maður ætti að fara í yoga og stúdera feng shui