Brekkusnigillinn bloggandi

Tuesday, February 28, 2006

Klukk

Var að læra um það hvernig fruma afritar DNA til að búa til RNA sem gerir til að gera langa sögu stutta það að verkum að við getum lifað því ef DNA myndi ekki afritast myndum við deyja. Ég ákvað að taka mér pásu og kíkja á blogg systur minnar og komst þá af því að hún hafði klukkað mig þannig here it goes:

4 störf sem ég hef unniið um ævina...

Mjólka Beljur (Gerði það að verkum að ég lærði að meta beljur sem eru merkisdýr)
Bera út póst (gerði það að verkum að ég komst í gott form og vissi hvar allir byggju)
Selja fólki hamborgara og slikk (gerði það að verkum að ég hef óbilandi skilning og þolinmæði gagnvart afgreiðslufólki )
Aðhlynning aldraðra ( Sem mér fannst svo frábær vinna að ég ákvað að það að það að laga fólk og hlúa að því sem ekki er hægt að laga yrði ævistarf mitt)


Fjórar bíómyndir sem ég gæti horft á aftur og aftur...

Trainspotting (I chose not to choose life I chose something elese)
Voksne mennesker (síðasta mynd sem ég sá og hún er óendanlega fyndin)
Bridget Jones (auðvitað)
closer (jude law er alltaf góð ástæða)



Staðir sem ég hef búið á..-
Blönduós (æskustöðvarnar)
Las Vertientes (ævintýrið)
Reykjavík (æj ég veit ekki)
Kaupmannahöfn (æðisleg)

sjónvarpsþættir sem mér líkar...

Sex and the city
Friends
Allir breskir sakamálaþættir
The L word

*Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum
Perú
London
Hveravellir
Usuaiha

Fjórar bækur sem að ég les oft...-
Píkutorfan (til að efla feministann)
Súpersex (Til að auka færni mína)
Alkemistinn (stefni á að lesa oft, til að næra sálina)
Námsbækurnar (á hverjum degi, næstum til að öðlast visku)

Fjórir staðir sem ég vildi heldur vera núna...-
Uppi í rúmi með ákveðnum ónefndum aðila
Í Argentínu úti við sundlaug með vinunum
Heima á Brekkubyggð 4
Að ferðast um Asíu með Sibbu vinkonu

Fjórir sem að ég skora á að gera þetta eru..
Anna
Margrét Silja
Sandra
Þú

jæja þessi pása er búin að vera einum of löng og það er 1 mars á morgun sem þýðir að það eru 3 og hálfur mánuður í próf og bóðþrýstingurinn stígur .

Monday, February 27, 2006

svart hvítt

var adeins ad leika mér i powerpoint sja myndir til vinstri.

Saturday, February 25, 2006

blogg blogg

Ástæðan fyrir að ég hef ekkert bloggað er sú að ég er búin að vera að nenna að læra :)
En núna er Laugardagur.

Æj ég hef ekkert merkilegt að segja , Keypti mér miða á Juanes ekki kaisers, þeir verða að bíða, er alverlega að spá í að fara á Hróarskeldu . Var í afmæli hjá Gumma og innflutningsparty hjá Kathrine í gær það var mjög gaman,tad er ein lögn byrjud ad leka í íbúðinnin minni og ég nenni svo ekki að hringja í pípara og Elísabetu til að græja það en ég verð víst að fara í þetta mál.

Er búin að finna æðislega sundlaug, ég er allveg voðalega hamingjusöm og í kvöld er leikrit

Og já ég er búin að bjóða mig fram í stjórn Fíld í kaupmannahöfn :)

Er einhver að fara á Roskilde ???

Sunday, February 05, 2006

Myndir :)

Ég er búin að setja inn myndir sem má eiginlega segja að séu bland í poka, þar má meðal annars finna myndir frá Íslandi, Svíðjóð og af íbúðinni minni hérna í Köben. Mér finnst þetta ennþá svo óraunverulegt þega ég skrifa þetta, að ég búi í Köben, ég er í námi í Köben og tala dönsku á hverjum degi þetta er allt bara eitthvað svo langt í framtíðinni en ekki í núinu. Spurning hvenær núið fór framúr mér og skildi mig eftir í nostalgíukasti með framtíðardrauma. En það fór nú ekki langt, held ég nái því ef ég anda djúpt og hleyp aðeins hraðar.

Annars önnur önnin rokin af stað og tveir risa doðrantar um frumur takk fyrir smurt bíða þess að leggja mark sitt á tauganet heilafruma minna. í næstu viku byrjar líka Tidlig patient kontakt þar sem ég fer og hitti skjólstæðing einhvers heimilislæknis og tek við hann viðtal um lífshlaup og sjúkrasögu hans, þetta skrifa ég svo ritgerð um ásamt því að fjalla um hvernig samskipti mín og hanns voru.

Það eru bæði Juanes og Kaisers chiefs tónleikar fram undan og ég get ekki gert upp við mig á hvoa ég eigi að fara , kannski fer ég bara á báða og borða núðlusúpu í viku :)

Að lokum vil ég benda fólki á ljóð.is og klikka á nafnið Kristín Svava þessi stelpa var í ræðuliði kvennó og hún semur bara svo nett ljóð að mér finnst.

Ég ætla að reyna að blogga framvegis á nokkurn veginn skiljanlegri Íslensku, þetta gengur ekki lengur að láta frá sér texta þar sem fram er stafsett framm

Wednesday, February 01, 2006

Léttir, gleði, extacy,nirvana

Ég er búinn að vera í annsi skemmtilegri rússibanaferð þennan mánuðinn fyrstu vikurnar einkenndust af tví að vakna lesa , fara á klóstið, reyna að borða, lesa, naga neglur. lesa,lesa meira, sofa. ég fór svo í próf 18 jan eftir að hafa sofið værum svefnpillusvefni, sennilega 3 kg léttari en ég var eftir jólin og nett tensuð. Gekk að mér fannst þá ágætlega í prófinu þangað til ca. einn tími var eftir og ég sá framm á tímaþröng þá stressaðist ég nett, náði ekki að fara yfir og var að skrifa til 5 mínútur voru eftir, síðan fór ég heim og sá svörin úr prófinu ég fór í gegnum það ca. milljón sinnum ýmist með niðurstöðuna að ég gæti kannski hafa náð eða að ég kastaði mér grenjandi í sófann yfir að hafa skítfallið.
Um kvöldið þrátt fyrir göfug ráð föður míns um að taka því rólega, fór ég á próflokadjamm en það var nú allt í key nema ég týndi símanum og það líítur út fyrir að ég fái hann ekki endurheimtann en það hefur nú verið vaninn að ég dótið sem ég týni komist til mín á ný á undraverðann hátt en ok ekki í þetta skiptið. Ég náði svo niðrá völl á réttum tíma næsta dag í frekar tæpu ástandi :)
kom heim til Sylvíu og fór að sofa , á föstudeginum var svo MH reunion Ég , Sibba, Rannveig,Sigrún og Sylvía skelltum okkur út að borða og svo á lífið það var svoooo gaman þar sem ég hafði ekki séð þessar stelpur í marga mánuði. Myndir af þeirri helgi má sjá á síðunni hennar Sylvíu L.
Á Sunnudginn kom ég svo heim og var í viku þar hitti ég ættingja,mokaði skít og fór á hestbak,fór á skíði, skellti mér til Önnu á Skagaströnd, tók trivialgame við systur mínar og fór á Þorrablót sem var þvílík öndvegisskemmtun, skemmtiatriðin allveg brill, unga fólkið þar sko allveg að standa fyrir sínu.
Fyrir utan þetta allt var ég stöðugt að hugsa um prófið og allar vitleysurnar sem ég hafði gert og hvað ég væri nú fallin o.s.fr. svo kom ég aftur til dk. í fyrradag og þá byrjaði að læðast að mér þessar hugsanir : "dí ef ég myndi nú ná , djöfull væri það magnað o.s.fr." og í gær var ég reglulega að segja upphátt við sjálfa mig " Hættu þessu þú veist þú ert fallin hættu að láta þig dreyma"

Svo í morgunn fer ég inn á punkt.ku.dk inn a mine data - examen, resultater .......þar sem stendur skýrum stöfum

3900000101101
Basal humanbio. og med. kemi inkl. celleintro
02/2006
Bestået
20 ECTS

og ég öskraði yessssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssss og hoppaði inn í eldhús og aftur til baka, las þetta nokkrum sinnum og hringdi svo í ömmu og afa og svo í mömmu og pabba.
ég hef sjaldan orðið jafn glöð og aldrei hefur eitt orð haft jafn mikil ahrif á mig !
Gat svo nottlega ómögulega einbeitt mér að lestri um frumulíffæri en það mætti hvort eð er enginn undirbúinn í tíma.
Veit um tvo í mínum bekk sem féllu og það er auðvitað súrt en þau eru bara brött og ætla að rúlla þessu í ágúst . Majken og Magnus sem lásu með mér fyrir prófið náðu og það gerði Líney og Tinna líka hef ekki heyrt í Fríði Finnu.

jæja er búin að bjóða Ingibjörgu og Gumma í mat í kvöld til að fagna og hlusta á handboltann í vefútvarpinu. Áfram Ísland .

Takk allir sem sem gáfu mér pepptalk (stöppuðu í mig stálinu) bæði fyrir og eftir prófið.
Vil sérstaklega að allir viti að ég á sko bestu foreldra í heiminum þau eru alltaf tilbúin að grípa mig en líka alltaf tilbúin að ýta mér fram af brúninni þegar ég þori ekki að stökkva.

Og nú er ég að byrja að verða væmin sem er ekki í anda þessa bloggs sem á að vera kaldhæðið og hrokafullt.Þannig
ég er best og þetta var skítlétt allt saman.............hehe.