Brekkusnigillinn bloggandi

Wednesday, April 26, 2006

:) :)

Jæja já, það virðist öllum vera slétt sama þó ég sé að koma heim, allavega enginn búin að kommenta ég hefði kannski betur eytt peningnum mínum í helgarferð til París eða eitthvað.
Ég afrekaði það að hjóla alla leiðina út á skattskrifstofu í dag sem var ágæt því þetta er einmitt í þeim hluta bæjarins þar sem ég er hvað mest illa áttuð og er eiginlega aldrei, held að núna eftir þennan hjólatúr þá geti ég sagt að ég rati nú útum allar trissur , ég er meira að segja hætt að hafa fína plastaða korti þeð mér sem var annars ávallt í töskunni fyrstu mánuðina.
Nú er semsé allt klappað og klárt nú get ég bara hringt á morgun og byrjað að panta mér vaktir og farið að græða peninga.
Hanna Lilja sem er á fyrstu önn kom í heimsókn í gær, við elduðum saman og ég hjálpaði henni af stað í enzymkinetics, sem er efnafræðiskýrsla á 1. önn . Ég man einmitt í fyrra þegar ég og majken settumst fyrst niður til að gera hana föttuðum við ekki baun í bala hvað við ættum að gera og skildum ekki neitt, svo þegar ég var að fara í gegnum þetta með Hönnu núna finnst mér þetta svo lógiskt og létt.
Hlýddi svo Líney yfir fadl bókina í dag, en hún er að fara í prófið á morgun, vona að hún nái þessu og Borgný líka.
Svo er Rasmus ad koma í kvöld, svo eru tónleikar á föstudaginn , Íslendingamatur á Laugardagskvöldið, fyrsti Maí er svo djammdagur með dönsku vinkonunum og svo ætla eg nú að reyna að byrja á þessari sálfræðiritgerð um helgina.

Alltaf nóg að gera það vantar ekki , mikið ótrúlega verður nice að fara í sumarfrí bara 2 mánuðir í það.

Saturday, April 22, 2006

dorkur

ég er svo mikill dorkur ég gleymdi aðalfréttinni.........................Ég er búin að panta mér flug til íslands 26 júlí og ætla ég að vera á fróni til 10 Ágúst hvorki meira né minna.

sygeplejevikar

Jæja nu er ég orðin sygeplejevikar eða hjúkrunardjákni eins og einhver þýddi það. Ég náði semsé prófinu mínu í síðustu viku prófið var þannig að ég kom inn og þar var strákur sem´lék hjukrunarfræðing, hann gaf mér rapport um sjúklinginn Elsa 74 ára gömul dement nýbúin í aðgerð þar sem gallblaðran var fjarlægð hún mátti ekki fara úr rúminu og ég átti að taka blóðþrýsting,púls og öndunartíðni hjá hennni og skipta um skyrtuna hennar, hún var svo með vökva í æð sem ég átti líka að fylgjast með. Svo kom ég að rúmi þar sem sú sem lék Elsu lá , ég tók eftir að þvagpokinn hennar hékk vitlaust svo ég lagaði það, svo var vökvinn búinn svo ég kallaði á hjúkkuna til að laga það, svo mældi ég hjá henni allt klabbið og skypti um skyrtu á meðan ég spjallaði við hana um daginn og veginn. Síðan var ég búin og þá tók hjúkkan við að spyrja mig útúr varðandi ýmsar gerðir af shock og um vandamál sem geta komið upp hjá sjúklingum með vökva í æð og ýmislegt fleira. Ég gat svarað flestum spurningunum og var svo send út , svo var ég kölluð aftur inn og fékk að vita að ég hefði náð og þau væru nokkuð ánægð með mig bara litlir hlutir sem þau settu aðeins útá.

Þetta þýðir að frá og með mánudeginum get ég byrjað að skrifa mig á vaktir :) og sumarvinnan er tryggð :)

Annars er ég búin að vera í letikasti í dag , svaf fram eftir öllu til að bæta upp fyrir lítinn svefn í síðustu viku. Ingibjörg kom líka í heimsókn í gærkveldi og við ræddum um heima og geima yfir rauðvínsflösku. Ég drattaðist nú til að þvo þvott og lesa nokkrar síður í erfðafræði , fór líka aðeins út og sleikti sólina en það er ótrúlega gott veður, ég held bara að sumarið sé komið.

Í kvöld er svo teiti hjá Þóru en ég ætla nú bara snemma heim því það er svo hittingur hjá Lesigruppunni minni á morgun og eins gott að vera með kaflan um boðskipti fruma á hreinu því Magnús er alltaf með allt á hreinu og bannar manni að kíkja í bækurnar. Ég skal ná að vera með einhverja hluti meira á hreinu en hann ég bara skal. :)

jæja kannski maður fari í sturtu og reyni að vera á réttum tíma svona til tilbreytingar.

Monday, April 17, 2006

there ain't no love no montagues or capulets, just banging tunes and DJ sets and...dirty dancefloors, and dreams of naughtiness

Jebbs þá er páskafríið senn á enda og vorið er loksins komið, páskafríð ef frí má kalla, það var nú meira bara aðeins lengri helgi en venjulega. Allaveg það va nokkuð góð blanda af því að slappa af, borða góðan mat, njóta góða veðursins, djammi og lærdómi.
Ég sit hérna og er að bíða eftir honum Magnúsi en við ætlum að kíkja á gamalt próf saman. Ég er búin að vera voða dugleg og læra minn hluta af prófinu í morgun og gera íbúðina mína gestahæfa :) Svo er byrjar skólinn á fullu á morgunn DNA rannsóknir og síðan fáum við að vita hvað við eigum að skrifa stóru sálfræðiritgerðina um. Núna er líka bara 2 mánuðir í próf þannig að þegar maður er ekki að læra fyrir það sem er i gangi í skólanum þá lærir maður fyrir próf :)

Annars svona ef maður á að blogga um eitthvað annað en það sem maður er að gera þa er ég mikið búin að vera að velta fyrir mér hugtökum eins og hrifningu,vináttu og ást. Hvar liggja mörkin hvar og hvenær verður vinátta að hrifningu eða skoti (að vera skotinn í einhverjum) og hvenær hrifningin breytist svo í það að vera ástfanginn . Þetta getur oft verið ansi snúið að höndla , því maður rokkar kannski á milli þessara tilfinninga og það gera þeir sem eru i kringum mann líka, svo þegar maður fer eitthvað að fara útfyrir þessi mörk sérstaklega þau sem liggja á milli vináttu og hrifningar þá er maður líka að taka áhættu með vináttuna eða hvað ? getur maður kannski alltaf hoppað til baka til vináttu ef að skotið er svo ekkert meira en það?
Hvenær á maður að bara let it go og hvenær á maður að go for it það er alltaf stóra spurningin.
Getur maður mistúlkað sínar eigin tilfinningar þannig að maður túlkar það að vera andlega laðaður að einhverjum sem það að vera líkamlega laðaður að einhverjum og verið andlega laðaður að einhverjum og túlkað það sem að vera líkamlega laðaður að einhverjum?
Svo ef maður er tilbúin að taka áhættu með sínar eigin tilfinningar þá veit maður ekki hvaða áhættu maður er tilbúin að taka með annara.
Þegar fólk svo segist hafa tilfinningar á einhverju ákveðnu plani til manns en maður heldur sjálfur að þær séu á einhverju öðru á hvoru á maður þá að taka mark.
svo verður þetta allt saman en þá flóknara þegar fólk hefur mismunandi tilfinningar hvors til annars á mismunandi plönum og þvers á krus.

Og nú er komið þrumuveður úti.

Ég fékk tvo málshætti um páskanna.

Betri er krókur en kelda og eitthvað með að hrafnar verði ekki hvítir þótt þeir baði sig.

Eru leynd skilaboð í öllu í kringum mann eða eru málshættir í páskaeggjum bara orð á gulu blaði og þrumuveður bara árekstur í heitu og köldu lofti.

Ég veit það ekki ég reyni bara að vera heiðarleg og fylgja sannfæringu fiðrildana í maganum. Það er bara verst hvað það getur verið snúið að samræma þetta tvennt, fyrir svo utan hvað fiðrildin eru hverful fyrirbæri.

And so it is
Just like you said it would be
Life goes easy on me
Most of the time
And so it is
The shorter story
No love, no glory
No hero in her sky

I can't take my eyes off of you
I can't take my eyes off you

And so it is
Just like you said it should be
We'll both forget the breeze
Most of the time
And so it is
The colder water
The blower's daughter
The pupil in denial

I can't take my eyes off of youI can't take my eyes off you

Did I say that I loathe you?
Did I say that I want to
Leave it all behind?

I can't take my mind off of youI can't take my mind off you
...My mind...my mind...

'Til I find somebody new

Wednesday, April 12, 2006

Páskafrí eða þannig

í dag var sídasta kennsla fyrir páskafrí. Ég get nu ekki beint sagt að þetta verði viðamikið páskafrí var í skólanum til kl 3 í dag, byrjaði meðal annars að kíkja á g'mul próf með Magnúsi þannig að það má segja að prófalesturinn se formlega hafinn. Á morgun ætla ég svo að hitta Idu og gera Biokemi skýrslu 2 . Um kvöldið er svo pizza og spilakvöld heima hjá Fríði Finnu. Á föstudaginn er svo afmæli hjá Magnúsi , á laugardaginn fer maður kannski á deit og á sunnudagsmorgunn er svo brunch með stelpunum í bekknum og svo Íslenskt lambalæri um kvöldið með íslensku stelpunum sem ekki fara heim yfir páskana. Svo á Mánudaginn ætlum við að hittast og læra í lestrargrúppunni okkar . Þannig það er alltaf nóg að gera .

Ég er allveg hrikalega andlaus annars mér dettur ekkert áhugavert í hug til að blogga um , ekki það að það sé ekki nóg af áhugverðum hlutum að gerast í mínu lífi, bara ekki tímabært að blogga um það. En jæja ég ætla taka aðeins til elda og baka bananabrauð og hafa það huggulegt með sjálfri mér er búin að vera í matarboðum 3 síðustu kvöld þannig stundum er gott að vera bara einn með sjálfum sér og góðri tónlist. :)

Gleðilega páska allir.

Saturday, April 08, 2006

Loksins tími til að anda

Jæja nú er ég búin með sjúklingaverkefnið en það var þannig að ég tók 4 viðtöl við mann sem hafði eitthvað þurft að nýta sér heilbrigðiskerfið í gegnum lífið. Viðtölin gengu út á að fá að heyra lífssögu hans´, sjúkrasögu og eitthvað um hans ástand í dag. Ég átti líka að nota einhverja samskiptatækni og samskiptamódel sem við lærðum um í tímum. Verkefnið varð svo 5 síður um Lífssöguna hans og svo um samskipti okkar. Allavega þetta var nú ekkert erfitt en mjög tímafrekt ég hefdi verid ca. 4 tíma að klára þetta á íslensku en ég var örugglega 16 tíma allt í allt að reyna að orða þetta á dönsku en það hafðist og svo fékk ég Majken til að lesa yfir þetta og sýna mér hvaða villur ég er að gera. Ég er líka búin að skrifa 3 síðna verkefni um þarfir sjúklings á æfingavaöktunum mínum og hvað ég gerði til að mæta þessum þörfum. Við erum líka búnar með og búnar að skíla biofysik 2 og 3 skýrslum. Ég er líka búin að taka til og ryksuga og þvottakarfan er tóm. :)

Núna getur maður loksins farið að einbeita sér bara að því að lesa. Einu slæmi fréttirnar eru að ég skemmdi símann minn og var farinn að nota gamla símann minn sem virkadi svo illa að ég ´tík frontið af til að geta ýtt á takkana en ég eyðilagði skjáinn á honum í gærkvöldi þannig ég er símalaus eins og er. En það er að koma vor og það var svo gott veður í gær að það er ekkert hægt að vera að svekkja sig á einhverjum leiðinda símamálum.