Brekkusnigillinn bloggandi

Thursday, December 22, 2005

sniðugt

Settu nafnið þitt í kommentakerfið og..
1. Ég segi þér eitthvað handahófskennt um þig.
2. Ég segi þér hvaða lag/mynd minnir mig á þig.
3. Ég segi þér hvaða bragð minnir mig á þig.
4. Ég segi þér fyrstu ljósu minninguna mína af þér.
5. Ég segi þér á hvaða dýr þú minnir mig á.
6. Ég spyr þig að einhverju sem ég hef velt lengi fyrir mér um þig.
7. Ef þú lest þetta verðuru að setja þetta á bloggið þitt!

ágætis leið til að sjá hvaða kjánar lesa þetta blogg :)

Wednesday, December 21, 2005

Gleðileg jól


Jólakortaskrif klikkuðu eitthvað þetta árið, eins og þeir vita sem hafa fengið jólakort frá mér eru hef ég yfirleitt lagt metnað minn í það að hafa þau áhugaverð og hnyttin það tekur hins vegar svolítið langan tíma að finna upp á einhverri vitlaysu til að skrifa í þau, og ég hef bara haft svo mikið að gera , fyrir utan kostanað og vesen við að senda þau frá Danmörku. Þetta árið hef ég þessvegna ákveðið að nýta mér þá kosti netsins að það er fljótlegt og ódýrt að blogga og senda e-maila, ég veit að það er ópersónulegt og ekki eins skemmtilegt en ég lofa að bæta það upp á næsta ári. :)

Gleðileg jól og farsælt komandi ár. Megið þið öll eiga yndisleg jól með ykkar nánustu og hafa það gott, ef þið munuð borða góðan mat inni í hlýjunni, knúsa fjölskylduna ykkar, lesa góðar bækur, hlusta á góða tónlist og fá pakka þá eruð þið hluti af mjög litlum hluta heimsins sem er þessarar gæfu aðhljótandi , þannig munið að vera þakklát.

Jólakveðja frá danmörku þar sem jólin eru jólabjór,julefrokost,fleskestæg,glögg,eplaskífur, jólamarkaður í tívolí og julenisser.

Annars bara allt gott að frétta af mér, nú er ég komin í jólafrí, Tinna lærdómsfélagi er farin á klakann en við náðum að klára alla ólífrænuefnafræðina þannig nú er ég að byrja á líffræðinni þannig að próflesturinn fyrir prófið sem er 18. janúar er á áætlun, ég er að byrja að læra miklu fyrr en ég gerði fyrir inntökuprófin og ætla að vona að það skili sér í því að ég falli ekki á þessu prófi, ég er ómögulega að nenna að eyða sumrinu í að lesa fyrir upptökupróf.

á Föstudaginn hélt ég smá teiti fyrir bekkinn þar sem þemað var ísland. Ég bauð uppá flatbrauð með hangikjöti, harðfisk,sviðasultu, brennivín, thule, bombur,opal,djúpur og íslenska tónlist. Ég var svo með með smá krossapróf um ísland (sá sem vann fékk malt) en danirnir héldu nánast allir að danski herinn sæi um að verja landið og sögðu að ég væri rugluð að halda því fram að ísbirnir gætu komið í heimsókn á ísjökum :) Það var allavega svaka stuð og ég sannfærist alltaf meira og meira um að bekkurinn minn 109 er bestastur í heiminum.
Svo í gær slúttuðum við önninni með að fara í Tivolí við komum kl hálf fimm og fórum ekki út fyrr en lokaði kl hálf 11 semsé 6 tímar þar sem við leyfðum okkur að vera 11 ára aftur og hlupum á milli tækjana og fífluðumst , enduðum svo að fá okkur inn bjór saman þar sem við rökræddum menntastefnur og pólitík . Það er svo gaman að vera komin með nógu góð tök á málinu til að geta lagt orð í belg og rökrætt en það er eitt af því skemmtilegasta sem ég veit :)

En jæja mér dettur ekkert meira í hug. Hafið það gott.

Thursday, December 08, 2005

untitled

Your Seduction Style: Au Natural
You rank up there with your seduction skills, though you might not know it.That's because you're a natural at seduction. You don't realize your power!The root of your natural seduction power: your innocence and optimism.
You're the type of person who happily plays around and creates a unique little world.Little do you know that your personal paradise is so appealing that it sucks people in.You find joy in everything - so is it any surprise that people find joy in you?
You bring back the inner child in everyone you meet with your sincere and spontaneous ways.Your childlike (but not childish) behavior also inspires others to care for you.As a result, those who you befriend and date tend to be incredibly loyal to you.

Monday, December 05, 2005

Warn the town the beast is loose ah ah ah

sónn í eyrunum, sveitt, strengir i kálfunum

Var að koma af Fugees tónleikum, þeir voru G - E- Ð -V-E-I-K-I-R . Var hrædd um að danirnir væru allir á róandi þegar upphitunarsveitirnar voru, þar sem þeir veifuðu varla höndum en þeir tóku við sér þegar fugees kom á sviðið og voru duglegir að hoppa. Lauryn Hill er bara magnaðasta söngkona ever og bara já þetta var bara æði

Thursday, December 01, 2005

hitt og tetta

Í gær fór ég með Borgný og Fríði í vikulegan íslendingagöngutúr okkar í kringum vötnin svo kom ég heim og þá var ekkert vatn í íbúðinni og ekkert til að drekka nema súr og kjekkjótt mjólk og goslaust tónik, ég hef aldrei verið jafn þyrst á æfinni fann bara hvernig ég þornaði upp við tilhugsunina um að eiga ekkert að drekka , svo var ég mjög þakklát fyrir að búa á vesturlödum þar sem næsta 7-11 er bara nokkra metra í burtu, en ekki einhversstaðar í eyðimörk þar sem fólk vonar bara að það finni sæmilega hreint vatn þegar það vaknar á morgun eða að úlfaldinn þeirra mjólki.

Svo vakti ég heil lengi bæði til að sjá hvort vatnið kæmi aftur og af því að stundum fer ég ekki að sofa fyrr en alltof seint af því að það er enginn hérna til að segja mér að fara í háttinn. Til að ég gæti vaknað í morgunn var ég búin að setja símann upp í hillu og skrifa á miða ofan á honum: Farðu í sturtu nýrun bíða. En ég átti eftir að klára að fínisera mjög svo áhugaverðan fyrirlestur minn um uppbyggingu nýrnanna :) Þetta virkaði ég drattaðist í sturtu og uppí skóla og flutti fyrirlesturinn á allveg ágætlega flæðandi dönsku. Nú er ég bara allveg ad fara að komast á þann tungumálinu að ég et farið að hætta að vera passíva, feimna, segir aldrei neitt ég og farið að vera sjálfumglaða, kaldhæðna, ég hef skoðun á öllu og veit allt best ég . Reyndar er mér búið að líka ágætlega við hina mig og ég ég hef mjög gott af því að vera hin ég því sú ég hlustar svolítið meira á aðra og þarf ekki að éta mis gáfaðar fullyrðingar ofan í sig. Æli markmiðið hjá mér verði ekki að reyna að finna einhvern temmilegan ballans.

Barvakt á morgun er buin að vera alltof löt að vinna á þessum bar rétt búin að vinna nóg til að mega halda áfram á næstu önn :þ .

Á Mánudaginn er ég svo að fara á Fugees man hvað ég hlakka til verst af öllu er samt að geta ekki tekið Sylvíu með mér það hefði verið algjör draumur þar sem við áttum mjög sterkt fugees tímabil og kunnum öll lögin utanað eða já sylvía vinnur þá keppni reyndar.

Í næstu viku ætla ég svo að selja úr mér vöðvasýni fyrir 400 kr dk. sem er ekki slæmt tímakaup, vona bara að þetta verði ekki eitthvað suddavont.

Hef komist að því að ef ég ætla ekki að taka letiköst sem felast í því að ég hangi o tölvunni og skipti milli sjónvarpsstöðva er að fara ekki heim úr skólanum, í næstu viku ætla ég þessvegna að vera þar bara og kíkja kannski heim til mín til að sofa. Reyndar fór ég nú að spá´um daginn að maður gæti örugglega komist upp með að búa í skólanum þar sem hann er opinn 24/7 og byggingin er risastórt völundarhús maður gæti geimt svefnpoka og dýnu undir einhverjum stiga og farið í sturtu í búningsherbergi tannlæknanema svo myndi maður bara breyta reglulega um stað , allveg spurning um að gera þetta á 3 önn þar sem maður gerir ekki mikið annað á þeirri önn en að vera uppi í skóla og læra anatomiu.

En jæja Elva farðu að sofa það er skóli á morgunn !!!!!!!!