Brekkusnigillinn bloggandi

Wednesday, February 28, 2007

Snjóstormur

Já ég var ekki fyrr lent í Danmörku fyrr en það skall á með stórhríð, já eða smáhríð en smáhríð í Danmörku þar sem varla hefur snjóað neitt af ráði í mörg ár og enginn vegur er upphækkaður, fjöldu gólks þarf að hjóla og nota lest og fáir eiga jeppa verður eiginlega bara stórhríð og á meðan fréttafólkið sagði fréttir af veðrinu eins og ofvirkir krakkar í sykurrússi í barnaafmæli.
Var ég veðurtept lengst út í sveit eftir að hafa verið á kvöldvakt þannig ég mátti bara skella mér í sjúklinga föt fá tannbursta og sápu og leggjast inn tók svo bara dagvakt daginn efitir og komst loksins heim eftir að hafa þurft að ferðast í tvo tíma í öfuga átt. :)

Annars bara skólinn kominn á fullt . Magi og þarmar ar það sem meður eyðir mestum hluta dagsins í að stúdera.

Um síðustu helgi var svo stelpukvöld á ganginum, ég hafði fjárfest í singstar í fríhöfninni svo það var mikið fjör og mikð rætt um okkar oftast nær yndælu sambýlismenn.

Á Laugardaginn var svo Árshátíð FÍLD (Félag Íslenskra Læknanema í Danmörku) en hún var haldin í Odense og það var bara svaka fjör etið, drukkið og dansað.

hmmmmmmmmmm dettur ekkert meira í hug.

Tuesday, February 13, 2007

jæja

jæja jæja

kannski maður fari eitthvað að skrifa hérna aftur.
Ég er búin með 3. önn . 3.önn var mjög erfið og tímafrek í margar vikur fór ég ekki í tölvuna, ég tók ekki til, fór ekki í búð eða í bíó eða gerði neitt nema bara að læra 10 tíma á dag.
Ég hætti meira að segja að borða sem gerði það að verkum að ég hef ekki verið svona létt síðan ég var 17 :) .

Er búin að vera á klakanum í einskkonar starfskynningu á slysó (pre-klinik)
sem var mjög gaman
Er núna heima á Blönduósi að safna kröftum fyrir næstu törn.