Brekkusnigillinn bloggandi

Thursday, April 26, 2007

Out ´N proud

Þar kom að því að ég manaði mig upp í að segja ömmum mínum og Öfum frá því að ég ætti kærustu, það kom svo í ljós að ég á æðislegustu ömmur og afa í öllum heiminum, því þau tóku þessu bara vel og ég sem var búin að búa mig undir að vera afneitað fyrir kynvillu, ok kanski ekki allveg en allavega þá er ég í skýjunum yfir viðbögðum þeirra. Elska þau bara mest. :)

En jámm fyrir þá fáu (vona ég) sem koma allveg af fjöllum og vita ekkert hvað ég er að tala um þá er ég tvíkynhneigð og á núna kærustu sem heitir Jensa og er frá Færeyjum.Við erum búnar að vera saman í fimm mánuði og erum hrikalega ástfangnar.

Þetta er ein af ástæðunum fyrir bloggleysi síðustu mánuði, en nú verður bætt um betur í skrifunum.

En jámm er að koma til íslands á morgun til að koma í fermingunna hennar Elínar og ég hlakka ekkert smá til að koma heim og knúsa alla, það verður fínt að taka svona eina góða fríhelgi áður en maður fer að hella sér í próflestur.

þarf víst að drífa mig í tíma.
adios

Friday, April 13, 2007

alle vores medarbejder er fortsæt optaget vent venligst

hangi hér í símanum og bíð eftir að skatturinn sjái sér fært að ræða við mig, er þegar búin að tala við eitt möppudýr sem varð pínu hrætt við mig og ætlaði að gefa mér stærri og feitari geit til að gæða mér á. þannig nú ligg ég hér með heitt eyra og löngu komin með ógeð á vivaldi. Ákvað að eyða ekki þessum biðtíma til einskins heldur blogga bara í staðinn.
Af mér er allt gott að frétta hér er bara komið sumar og sól og ekki annað hægt en eð vera singjandi glaður trallala. Var að vinna á næturvöktum alla páskana sem þýðir eitur launaseðill handa mér um næstu mánaðarmót :) á miðvikudaginn héldum við páskahitting í bekknum þar sem við máluðum egg sem við svo rúlluðum viður brekku ( já niður einu brekkuna sem finnst í kaupmannahöfn) og köstuðum líka eggjum sem maður átti svo að reyna að grípa með lökum . svo fórum við í kjúklinga fótbolta þar sem meður spilar fótbolta með gogg sem nær yfir augun svo sjóndeildarhringurinn er frekar takmarkaður.
ok nenni ekki að bíða eftir skattinum þarf að fara niður á fadl skrifstofu.

bæó