Out ´N proud
Þar kom að því að ég manaði mig upp í að segja ömmum mínum og Öfum frá því að ég ætti kærustu, það kom svo í ljós að ég á æðislegustu ömmur og afa í öllum heiminum, því þau tóku þessu bara vel og ég sem var búin að búa mig undir að vera afneitað fyrir kynvillu, ok kanski ekki allveg en allavega þá er ég í skýjunum yfir viðbögðum þeirra. Elska þau bara mest. :)
En jámm fyrir þá fáu (vona ég) sem koma allveg af fjöllum og vita ekkert hvað ég er að tala um þá er ég tvíkynhneigð og á núna kærustu sem heitir Jensa og er frá Færeyjum.Við erum búnar að vera saman í fimm mánuði og erum hrikalega ástfangnar.
Þetta er ein af ástæðunum fyrir bloggleysi síðustu mánuði, en nú verður bætt um betur í skrifunum.
En jámm er að koma til íslands á morgun til að koma í fermingunna hennar Elínar og ég hlakka ekkert smá til að koma heim og knúsa alla, það verður fínt að taka svona eina góða fríhelgi áður en maður fer að hella sér í próflestur.
þarf víst að drífa mig í tíma.
adios
En jámm fyrir þá fáu (vona ég) sem koma allveg af fjöllum og vita ekkert hvað ég er að tala um þá er ég tvíkynhneigð og á núna kærustu sem heitir Jensa og er frá Færeyjum.Við erum búnar að vera saman í fimm mánuði og erum hrikalega ástfangnar.
Þetta er ein af ástæðunum fyrir bloggleysi síðustu mánuði, en nú verður bætt um betur í skrifunum.
En jámm er að koma til íslands á morgun til að koma í fermingunna hennar Elínar og ég hlakka ekkert smá til að koma heim og knúsa alla, það verður fínt að taka svona eina góða fríhelgi áður en maður fer að hella sér í próflestur.
þarf víst að drífa mig í tíma.
adios