próflestur
Það kemur stundum fyrir mig að ég dett út. Það lýsir sér þannig að ég er kannski að gera eitthvað eða á leiðinni að fara að gera eitthvað og þá gerist það eins og hendi væri veifað ég hverf inní hausinn á mér og fer að hugsa um eitthvað allt annað en það sem er að gerast hér og nú, stundum er ég að hugsa eitthvað mjög gáfulegt en stundum er það bara eitthvað kannski er kaffibollin gulur og þá fer ég að hugsa að herbergið mitt var einu sinni gult og það var þegar ég var átta ára og þá fæddist erla, og hvernig ætli erlu havi gengið í smræmdu og hvernig ætli hún hafi það og ég man þegar ég fór í samræmdu og þá læði maður nú bara daginn fyrir próf.....Þá vakna ég uppaf þessum hugsanavítahring og fatta að ég hef ekki meðtekið það sm ég var að lesa eða það sem fyrirlesarinn var að segja. Nú vill svo til að ég er að lesa fyrir próf og geri mér grein fyrir að ég hef verið andlega fjarverandi megnið af önninni því ég man mest lítið af því sem ég taldi mig vera búin að lesa. :/
Ég hef aldrei verið jafn hrædd um að falla og ég er nú. En þetta er líka spennandi næ ég að troða öllu inn í hausinn á 19 dögum. Það er fyrst sem ég keyrist upp í svona frekar mikið stress að ég næ að halda mér frá því að detta út í tíma og ótíma. Jæja nú er td. stress mælirinn að fara uppávið því ég er búin að eyða korter í að blogga svo best að nýta það og lesa.
Ég hef aldrei verið jafn hrædd um að falla og ég er nú. En þetta er líka spennandi næ ég að troða öllu inn í hausinn á 19 dögum. Það er fyrst sem ég keyrist upp í svona frekar mikið stress að ég næ að halda mér frá því að detta út í tíma og ótíma. Jæja nú er td. stress mælirinn að fara uppávið því ég er búin að eyða korter í að blogga svo best að nýta það og lesa.