Sund, Starrar, Ofnavesen ofl.
Ég var í sundi um daginn í sundhöll Reykjavíkur sem er nú ekki frásögu færandi nema það að það voru svolítið margir í sundi , gæti verið að kennaraverkfallið eigi ákveðinn þátt í því, svo var líka sundæfing þannig að það var svo sem ekki mikið pláss til að synda eða leika sér. Ég lét það ekki á mig fá og synti bara svigsund sveigði lystilega framhjá hoppandi krökkum beygði svo snögglega framhjá þeim fáu sem voru að synda, ég get ekki sagt að þetta hafi plagað mig ég hefði getað synt hringi í miðri lauginni og það hefði ekki skipt mig neinu máli, en allavega þá var ég á ákveðnu tímabili ein að synda innanum slatta af krökkum kemur þá sundlaugavörðurinn og rekur krakkana í litla pollin, án þes að ég hafi verið að kvarta og ég gat nú ekki séð neinn annan sem var að kvarta, ég fóra að hugsa hef ég einhvern frekari rétt á því að synda heldur en þau hafa rétt til að leika sér ?? Ég meina þetta er nú einu sinni pínulitla sundhöllin ef ég hefði viljað fá að vera í friði hefði ég bara getað farið í Laugardagslaugina eða einhverja aðra sundlaug þar sem nóg er plássið til að synda. Makalaust hvað fólk þarf alltaf að vera reka krakka til og frá . ýmist út að leika, inn að borða , í sund, uppúr , út í frímínúntur o.s.fr. Oft er jú hægt að færa rök fyrir því en oft er þetta líka bara þörf þeirra eldri til að ráðskast, Ég meina að pína 10 krakka ofan í poll þar sem fyrir eru 20 krakkar bara svo ég geti synt beint! Hugsið um þetta næst þegar þið ætlið að fara að reka einhverja krakka til og frá.
Ég er búin að vera að vesenast í ofninum inni í herberginu hjá mér og Matta , málið er að hann er skítkaldur, ég er búin að fá lánaðan ofnlykil hjá fólkinu á efstu hæðinni og tappa af, ég er búin að hringja í afa og láta hann fjarstýra mér , ég er bín að skrúfa inntakið af og á, ég er búin að rífa af danfosshitastillirinn, taka einhvern pinna úr skrúfa pinnafestinguna af og djöflast í einhverjum takka og það gerist EKKERT !!! svo ég gafst upp og hringdi í handlaginn ehf. og sagði að mig vantaði pípara "já ekkert mál getur verið kominn eftir hádegi það er 11.000 kr. fyrir að koma" sagði konan svo ég bað hana bara vel að lifa 11 fokkin þúsund frekar skrúfa ég fyrir inntakið og skipti bara um þetta hitastillihné sjálf það getur ekki verið það erfitt hlít að geta fundið leiðbeiningar á netinu. Annars kaupi ég bara kerti fyrir 2000 og kyndi með þeim. allavega allar ábendingar um ofnamál vel þegnar.
Annars var ég að koma heim var nefninlega með vistfræðiáfanganum mínum niðri í Fossvogi að telja starra með vistfræðiáfanganum mínum . Málið er að þeir sofa þar allir í einni kös í örfáum grenitrjám og við ætluðum að fylgjast með þeim koma í náttstað. Við komum mátulega til að sjá síðustu starran fljúga ofan af borgarspítalanum fyrrverandi og í trén, þeir höfðu þá bara verið óvenju snemma og ekkert við því að gera. Fínt samt að fara aðeins út maður þarf að gera meira af því að fara út .
well well meira seinna
Ég er búin að vera að vesenast í ofninum inni í herberginu hjá mér og Matta , málið er að hann er skítkaldur, ég er búin að fá lánaðan ofnlykil hjá fólkinu á efstu hæðinni og tappa af, ég er búin að hringja í afa og láta hann fjarstýra mér , ég er bín að skrúfa inntakið af og á, ég er búin að rífa af danfosshitastillirinn, taka einhvern pinna úr skrúfa pinnafestinguna af og djöflast í einhverjum takka og það gerist EKKERT !!! svo ég gafst upp og hringdi í handlaginn ehf. og sagði að mig vantaði pípara "já ekkert mál getur verið kominn eftir hádegi það er 11.000 kr. fyrir að koma" sagði konan svo ég bað hana bara vel að lifa 11 fokkin þúsund frekar skrúfa ég fyrir inntakið og skipti bara um þetta hitastillihné sjálf það getur ekki verið það erfitt hlít að geta fundið leiðbeiningar á netinu. Annars kaupi ég bara kerti fyrir 2000 og kyndi með þeim. allavega allar ábendingar um ofnamál vel þegnar.
Annars var ég að koma heim var nefninlega með vistfræðiáfanganum mínum niðri í Fossvogi að telja starra með vistfræðiáfanganum mínum . Málið er að þeir sofa þar allir í einni kös í örfáum grenitrjám og við ætluðum að fylgjast með þeim koma í náttstað. Við komum mátulega til að sjá síðustu starran fljúga ofan af borgarspítalanum fyrrverandi og í trén, þeir höfðu þá bara verið óvenju snemma og ekkert við því að gera. Fínt samt að fara aðeins út maður þarf að gera meira af því að fara út .
well well meira seinna