í sól og sumaryl
ástæðan fyrir bloggleysi er sú að ég er búin að vera úti í góða veðrinu :) Margrét kom í heimsókn frá svíþjóð um helgina og við lágum úti í almenngsgörðum kaupmannahafnar og lásum á meðan við fengum lit. Hún byggingar eitthvað eðlisfræði eitthvað og ég las um heilbrigðisþjónustu í fjölmennngarsamfélögum. Svo skelltum við okkur til Hildar sem vinnur í ísbúð við söerne og fengum okkur ís , Hildur er Færeysk vinkona Margrétar frá Noregsárum hennar, það hefur áræðanlega verið skondið að hlusta á okkur tala saman ég talaði dönsku og Hildur talaði dönsku við mig. Margrét talaði sænsku og ég held að Hildur hafi talað norsku við Margréti og engin af okkur er frá þessum löndum :)
Annars er bara stress yfir sálfræðiritgerð og stress yfir hvað það er stutt í próf og dagarnir líða alltof hratt , ég má heldur ekkert vera að því að falla því eg er búin að plana allt sumarið.
Svo til að ég eyði nú örugglega tímanum í eitthvað annað en að læra þá er ég víst allveg óvart búin að næla mér í kærasta , ég var nú alls ekki á höttunum á eftir einum slíkum og hann var nú heldur ekkert að leita sér að kærustu en við semsé álpuðumst til þess að verða það hrifin að jamm við erum allavega á föstu . Hann heitir Rasmus rögvi og er á 3. önn hann er danskur en á víst einhverjar ættir að rekja til Færeyja . Jamm ég ætla ekki að vera með neinar stórar yfirlýsingar en so far so good.
En allavega læra læra læra það er það sem gildir næsta mánuðinn og rúmlega þar , ekkert líf utan skólans og svo kemur sumarfrí.
veit ekkert hvenær ég blogga næst þessvegna ekki fyrr en eftir próf.
Annars er bara stress yfir sálfræðiritgerð og stress yfir hvað það er stutt í próf og dagarnir líða alltof hratt , ég má heldur ekkert vera að því að falla því eg er búin að plana allt sumarið.
Svo til að ég eyði nú örugglega tímanum í eitthvað annað en að læra þá er ég víst allveg óvart búin að næla mér í kærasta , ég var nú alls ekki á höttunum á eftir einum slíkum og hann var nú heldur ekkert að leita sér að kærustu en við semsé álpuðumst til þess að verða það hrifin að jamm við erum allavega á föstu . Hann heitir Rasmus rögvi og er á 3. önn hann er danskur en á víst einhverjar ættir að rekja til Færeyja . Jamm ég ætla ekki að vera með neinar stórar yfirlýsingar en so far so good.
En allavega læra læra læra það er það sem gildir næsta mánuðinn og rúmlega þar , ekkert líf utan skólans og svo kemur sumarfrí.
veit ekkert hvenær ég blogga næst þessvegna ekki fyrr en eftir próf.