Brekkusnigillinn bloggandi

Monday, September 25, 2006

Blonds have more fun

ég er orðin ljóshærð er nú ekkert búin að hafa það neitt skemmtilegra en venjulega. Er hálf vik eins og er hósta og hósta en ég nennti ekki að vera veik yfir í helgina svo ég geymdi það þangað til núna get allveg eins legið heima og lesið ins og að fara í skólan. En um helgina var enginn tími til að vera veikur... Tók næturvakt aðfaranótt föstudags og passaði uppá órólegan brunasárasjúkling, fann að ég var að vera soldið slöpp en svaf frá 8-hálf eitt. Þá reif ég mig upp því Panum meistarakeppnin í fótbolta var að byrja og bekkurinn auðvitað með lið ég var nú sennilega komin með smá hita en þar sem ég er svo ótrúlega bæði meðvitað og ómeðvitað undir áhrifum frá föður mínum og hans prinsippum þá varð ég auðvitað að spila því a) ef maður er búinn að segjast ætla að gera eitthvað þá gerir maður það eða fær einhvern annan í verkefnið og b) smá hiti er engin ástæða til að liggja undir sæng það er miklu betra að fara út og hlaupa þetta úr sér.

og ég held nú bara að fótboltinn hafi bara gert mig hressari ...svo unnum við líka riðilinn okkar og öll liðin í riðlinum. Komumst svo í undanúrslit þar sem við töpuðum fyrir besta liði mótsins í mjög spennandi leik. ótrúlega gaman að vinna loksins og það bara marga leiki í röð :)
Svo hélt ég nú að ég yrði búin á því ....en eftir heita sturtu var ég ekkert alltof slöpp og skellti mér í dinner til eins í bekknum, við vorum fimm og enduðum svo á að drekka rauðvín, borða osta, hlusta á sigur rós og ræða vandamál heimsins.......ég er endalaust að ræða vandamál heimsins við hina og þessa þessa dagana , hef soldið verið að spá í hvort maður ætti kanski að hætta að tala svona mikið um þau og gera kannski eitthvað í að leysa þau...... Málið er bara er það hægt þegar fólk er ekki sammála um hver vandamálin eru, hverjar eru ástæðurnar fyrir þeim og hvaða lausnir séu til sem ekki skapa bara önnur vandamál. ..... jamm ekki einfalt mál.

fórum sídan ég og magnus til RUC roskilde universitet en thar var svaka veisla med morg tusund manns en ein sem var med okkur i lækninum er ad læra tar nuna....kl 3 ákváðum við að taka lestina heim og það voru greinilega fleiri sem hofðu fengið þá hugmynd því lestin var gjörsamlega troðin það hefdi ekki komst fyrir ein manneskja i viðbót. Mér tókst svo auðvitað að týna töskunni minni í öllum hamagangnum en til allrar hamingju datt mer i hug að gala yfir hópinn hvort einhver væri að trampa á handtösku og viti menn kemur ekki taskan mín crowdswimming til mín, alltaf er maður jafn heppin og kemst upp með að keyra professor vandráður stílinn daginn út og inn, vill nú samt meina að ég skipti yfir í Tinna í vinnunni en það er nú önnur saga. Ég hafði fengið ansi þétta sendingu beint á kassan í fótboltanum fyrr um daginn og í lestarkremjunni þar sem maður fékk að vita hvernig smygluðu fólki hlýtur að líða á leið til fyrirheitna landsins var pressað ansi mikið á sama stað .
Morguninn eftir þegar ég vaknaði kl half 9 eftir 4 tima svef til að fara í klippingu átti ég hálf erfitt með að standa uppúr rúminu sökum verkja i rifbeinum eða yfir brjostkassanum dröslaðist nú samt í klippingu og sagði honum ævari bara að ráða hvað hann gerði við lubban minn. Hann setti i mig þennan líka fallega gyllta lit og stytti aðeins á mér hárið (ég er ótrúlega sátt). Það er einstaklega gott þegar maður er hálf sjúskaður eitthvað að láta þvo á sér hárið það er fát jafn meira afslappandi finnst mér að halla sér aftur og láta róta í hárinu, kannski maður ætti að fara að stunda þetta reglulega , fara alltaf á sunnudögum í hárþvott ..... jamm þetta fer á listann "ef ég skiti peningum " Svo hafði ég loksins tíma til að hitta kærastann já eða hann tíma til að hitta mig en við höfðum ekki sést í viku , hann gaf mer svo mp3 spilara i afmælisgjöf sem eg er svo ánægð með. Jæja svo um kvöldið var stelpukvöld hjá okkur stelpunum á ganginum 11 stelpur af 12 mættu og við elduðum rosa góðan mat og drukkum mojitos og töluðum um strákana á ganginum og sögðum leyndarmál ...síðan var dansað og farið í Limbó.
Merkilegt nok var ég allveg hætt að finna til í rifbeinunum eftir nokkur rauðvínsglös og nokkra mojito ....... og þá var jú ekkert mál að vera með í limbó dansa villt og galið og syngja svo "i'm just a girl" svo glummdi í öllu húsinu ...............Ég vaknaði svo daginn eftir eftir að hafa sofið í ca. 12 tíma gjörsamlega handónýt strengir í báðum fótum frá nára niðrí hæl , svo illt i rifbeininu að hver hreyfing var átak og ég gat ekki einu snni hóstað eða snýtt mér nema af hálfum krafti það var so vont...Er mikið að spá í hvort ég hafi brákað rifbenið en ég vil ekki vera að eyða skattpeningum danana í að athuga það þar sem þeð er ekkert að gera í því hvort eð er . Núna er ég líka farin að geta hóstað og snýtt mér af fullum krafti og hef svolítið verið að dunda mér við það í dag.


veit að það vantar örugglega slatta af punktum og kommum o.þ.h.

Monday, September 04, 2006

myndir

komnar inn fullt af nýjum myndum

Saturday, September 02, 2006

Við hittumst aftur í byrjun febrúar

Jæja nú er mesta þolraun læknanemans í kbh að hefjast .......... Hin alræmda þriðja önn byrjar á mánudaginn nú skal uppbygging líkamans lærð ... fagið anatómía er það eina sem sem mun huga minn fanga næstu mánuðinna. Það er þessi önn sem sker út um það hverjir standast álagið og hverjir ekki og eina ráðið sem maður hefur fengið er vaknaðu, lestu, sofðu og dreymdu það sem þú last alla daga vikunar. kanski þegar maður finnur að maður er að verða geðveikur þá tekur maður pásu og fer út að skokka. Ég hlakka samt bara til að takast á við þessa áskorunn. Við í bekknum byrjuðum líka önnina á ótrúlega góðan hátt. Við skelltum okkur nefninlega 15 talsins í 5 daga heimsókn til hans Henriks bekkjarfélaga okkar en hann býr á sveitabæ á norður jótlandi rétt hjá skagen. Fjölskyldan hans líklega bauð okkur bara að gista heima hjá sér í viku og voru bara hæst ánægð með okkur þó við spiluðum háa tónlist og vorum með fíflagang langt fram eftir nóttu !!!! nei nei þau voru bara svo glöð yfir að við skemmtum okkur svona vel og áð við þökkuðum fyrir okkur og elduðum handa þeim mat og svona. Við vorum ótrúlega heppin með veður og vorum bara í afslöppun allan dagin´n. Forum í göngutúra spiluðum borðtennis, vist(hef aldrei á ævinni spilað svona mikla vist), skák,trivial og fólkið átti nottlega sundlaug líka. Þau áttu líka íslenska hesta og ég fékk að fara í hestatúr með frúnni á bænum og það var sko engin slor meri ótrúlega gaman að ríða út þarna , rosalega fallegt og hesturinn jákvæður viljugur í feikna formi og góður töltari. Við fórum líka í skoðunarferð á skagen þar sem höfin mætast. Allir voru rosa ánægðir með ferðina við sluppum líka ótrúlega vel frá henni kostnaðarlega þar sem stelpurnar sem skipulögðu matarinnkaup voru ótrúlega góðar í að hitta á réttar skammtastærðir. Ég borgaði held ég 750 danskar fyrir lestarmiðann fram og til baka, mat alla dagana, ferð til skagen og bjór öll kvöldin. Ég var að fatta hvað ég er orðinn mikill dani venjulegur íslendingur hefði kannski ekki farið að tala um hversu vel var sloppið með kostnað.
Allavega það var rosa gaman að hitta bekkinn eftir sumarfríið og gott að hrista hópinn saman fyrir þá erfiðu önn sem er framundan.
Svo verð ég nú bara að segja ykkur ... vinkona systir Henriks kom eitt kvöldið og svo fór hún að segja að hún kynni pínu ísl.

Ég: "nú hvað hefurðu verið á Íslandi ?"
Hún:" já, á Norðurlandi"
Ég:"nú já hvar?"
Hún: "blúnduósí"
Ég: "Blönduósi ?"
Hún: " já"
Ég:"Ég er frá Blönduósi"
Hún:"Etu ekki að djóka"
svo kom í ljós að hún hafði keypt skjóttan hest af Skarphéðni sem heitirVængur og farið í einhverja reiðtúra með Jonna og hvað barnið hans væri mikil rúsína.

ég lenti líka í því um daginn að vera inní Eldhúsi þar sem ég bý og þá kemur stelpa og segir:

"Hæ ert þú ekki frá Íslandi?"
Ég:"jú jú ég er það svo mikið nebblega"
Hún:" Ég var nefninlega að ferðast um Ísland með vinkonu minni og við fórum til Blönduós, ert þú ekki þaðan?"
Ég: "Jú!! hvað varstu að gera þar"
Hún : "æji frændi hennar heitir Thor og býr þar"
Ég: "Já Thor á hann ekki svarta konu og lítið barn"
Hún : "jú einmitt"

Svona fríkaðar tilviljanir koma fyrir mig mjög oft og reglulega , sem gerir það að verkum að ég er löngu hætt að trúa á tilviljanir ég held að þetta gerist til að láta mann vita að maður er að feta réttu leiðina að sínum örlagakosti (sjá alkemistann)

En já kom heim í gær og er búin að vera að skrifa fyrir fíld heimasíðuna í dag(erum loksins að vera búnar með þetta) svo var stórhreingerning inni í eldhúsi(það var víst næstum ár síðan það var síðast gert og sumir skáparnir voru með lifandi kvikindum en núna er allt fínt). Á morgun er ég svo að fara að keppa í fótbolta fyrir Egmont kollegið og er víst búin að lofa mér í markið.