Brekkusnigillinn bloggandi

Saturday, October 29, 2005

Er ekki tími til kominn að blogga

það allveg kominn tími til þess að fara að tjá sig eitthvað hérna. Byrja bara á Föstudeginum í síðustu viku, þá hélt bekkurinn minn svona tour de chambre sem virkar þannig að við hittumst öll á hjólunum okkar og hjóluðum svo heim til allra eða næstum því allra. Rúnturinn tók 8 tíma og einhver reiknaði að við værum búin að hjóla ca 25 km, :) Þetta var mjög gaman bara að sjá hvar allir byggju, ég bauð liðinu upp á smá harðfisksmakk og kanilsnúða sem ég bakaði allveg sjálf:) Setti reyndar eldhúsið á hvolf og sullaði útum allt en snúðarnir smökkuðust vel:)
Svo á Laugardaginn var tutorfest en þá var nemendabarinn opinn bara fyrir 1.annar nema og rusvejlederana þeirra en það er fólkið sem fór með okkur í busaferðina, við fórum fyrst út að borða með okkar vejledurum og líka þeim sem byrja í febrúarsvo eftir það vorum við buin að plana svona stöðva/ratleik dæmi í fælledparken sem virkar þannig að við skiptum liðinu upp í hópa og fyrsti hópurinn var hent inn í sendiferðabíl og sagt að það hefði verið rannsókn á ríkisspítalanum sem hafi farið úr böndunum og nú væru fullt af uppvakningum ráfandi um borgina og það sem hópurinn þurfti að gera var að safna mótefni í flösku til að drepa aðaluppvakninginn með svo þurftu þau að leysa ýmsar þrautir á leiðinni til að fá mótefni í blöndunua, allavegana ég var uppvakningur á lokastöðinni og þegar við vorum að gera allt klárt þurfti ég að binda aðaluppvakninginn við einhverja hurð á einhverjum skúr og þegar ég er að bisa við það hann með hendurnar yfir hausnum í hvítum sjúkrahúsfötum hvítur í framan með gervisár og alles og ég líka máluð, kemur þá ekki einhver gaur hjóland, stoppar ,horfir á okkur og spyr hvað við séum eiginlega að gera . Lars strákurinn sem ég var að binda hélt að þetta væri bara strákur úr bekknum þannig það einasta sem hann sagði til að skýra kringumstæður var að segja: "hún er að binda mig" strákurinn horði nett skringilega á okkur og ég nottlega var að bíða eftir að Lars kæmi með frekari útskýringar , þegar hann gerði það ekki sagði ég bara "jamm ég er að binda hann" og svo "við erum sko læknanemar" eins og það væri gáfuleg skýring , en þá kveikti Lars og gat útskýrt þetta almennilega en þá átti gaurinn hljóðver eða eitthvað álíka dæmi neðanjarðar í þessum skúr ! En allavega þetta heppnaðist allt mjög vel og allir voða sáttir nema nokkrir saklausir vegfarendur sem voru hræddir fyrir mistök.
Var svo að bisast við efnafræðiskýrslu fram á miðvikudag þegar ég var langt komin með hana fattaði ég að ég hafði misskilið eitt atriði og breytti fullt af hlutum í skýrslunni svo þegar ég var allveg að vera búin fattaði ég að ég hafði ekki misskilið neitt vo ég mátti breyta öllu til baka.!!!!!!!!! það var ekki gaman. En ég er búin að skila skýrslunni núna þannig allt er gott sem endar vel.

Í fyrradag var ég svo í rólegheitum að þvo þvott þegar ég heyri í sírenum og einhverjum látum og ég fer nottlega að forvitnast, þá standa þarna fullt af löggum með hjálma og allar græjur sitthvorum megin við Fredriksborggade svo ég fer nú eitthvað að athuga þetta þá er mótmælaganga í gangi fullt af svartklæddu fólki eitthvað af pönkurum og bara venjulegu fólki sem er að mótmæla því að það eigi að loka ungdomshusinu , jája svo ryðst löggan inn í þvöguna og fer að handtaka fólk og bara læti í gangi svo þegar það flaug glas og smallaðist í götunni ekki langt frá þar sem ég stóð þá fór ég nú bara heim. Fannst löggan nú samt full agresív sá ekki allveg að þessi ganga væri með eitthvað vesen fyrr en þetta glas flaug.
Þetta gaf mér hinsvegar svona tilfinningu : vó ég bý sko í stórborg !

nú er svo í gangi 69 klukkutíma bar sem þýður að barinn er búinn að vera opin frá fimmtudagsmorgni og verður opinn til kl 7 á sunnudagsmorgunn ég ég skellti mér í gærkveldi með bekknum en strákarnir voru með jóla cirkus bar sem var mjög skemmtilegur þeir buðu upp á glögg og spiluðu jólalög klæddir í rauða sundboli og sýndu cirkusatriði. :)

Um næstu helgi eru svo Mamma og Erla amma að koma í heimsókn og Ég hlakka ekkert smá að fá þær.

En jæja 40 síður af lífrænni efnafræði bíða. ;)

Ég skil aldrei fólk sem er að væla þegar bloggið þeirra hverfur . Hafiði heyrt um Ctrl + c !!!!!!

Tuesday, October 25, 2005

um það bil svona mikið


Ef til vill svarar þessi mynd spurningunni þinni sandra (sjá kommenta að við síðustu færslu)

Myndir myndir

Hvað gerir maður þegar þvottakarfan er full, óhreint leirtau í vaskinum, ískápurinn tómur, hálfkláruð efnafræðiskýrsla í tölvunni og maður á eftir að fara í bankann og lesa meira um blóðrásarkerfið....................................þá góðir hálsar gerir maður myndasíðu á netinu.

Var að fá myndir úr busaferdinni minni hjá einni úr bekknum og er buin ad skella þeim á netið.
Ég veit að það er erfitt að skilja sumar myndirnar en bara spyrja ef eitthvað vekur áhuga ykkar .

slóðin er :

http://ehardardottir.photosite.com/Rustur2005/

Sunday, October 23, 2005

mynd

jamm herna ad koma myndaf mer i fyrsta modeljobbinu minu potttett fyrsta af morgum

Saturday, October 15, 2005

ljúfa líf

Í dag er 15 Október . Í dag fór ég út í almeningsgarð í þunnri peysu og lá á teppi með tærnar uppi í loftið diet kók á flösku og las um hormónakerfið. Í gær var ég fata- og skartgripamódel í galleríunnu hennar Soosu(þessi sem málar fólkið með kubbahausanna) á svona "event" sem hét isnatt en það mátti sko ekki vera hluti af kulturnatt af því það þurfti að sækja um svo snemma. Frekar átti ég nú von á því að vera geimfari en að eiga einhverntíman eftir að vera skartgripamódel en svona er lífið nú skrítið og skemmtilegt :) Reyndar fékk ég líka að vera í fötum sem líktist nokkuð smalaoutfitti frá sautjándu öld, með vetlinga og húfu þannig ég fílaði mig bara mjög vel:)Allavegana þá var þetta mjög gaman heppnaðist voða vel og það kom fullt af fólki.Við fengum svo bjór og pizzu , fyrir sýninguna N.B. mættum á svæðið uppþembdar og ropandi :) nei eg segji nu bara svona og svo var hvítvín og brennivín í boði á eftir. Týpiskt svona Íslenskt mont að bjóða upp á brennivín,ég hef aldrei verið neinsstaðar á ísl þar sem er boðið upp á brennivínsstaup, reyndar hef ég ekki verið á mörgum svona hámenningarviðburðum en ég efa allavegana að það sé mikið verið að staupa brennivín þar.

http://www.astaclothes.is þetta eru fötin
http://smak.is/ Þetta eru skartgripirnir

Á morgun er ég svo að fara að spila fótbolta með bekkjarfélugunum og svo koma Amma og Afi frá Noregi.

Núna ætla ég að setja tónlistina í botn hoppa ,skoppa, syngja, brjóta saman þvottinn og taka til.

Hypothalamus-- TRH--- Hypofysen---TSH---
Thyroid kirtle--Thyroxin regulates metabolism of carbohydrates, lipids and protains, major factor in determing how many calories te body must consume at rest in order to maintain life.

regulerer metabolismen af kulhydrat,fedt og protin , har stor betydning en bestemmelsen af hvor mange kalorier kroppen/legamen behøver at bruge i hviletilstand til at live.

Bara ef einhver hélt að ég hefði bara verið i sólbaði að lesa se og hør

Monday, October 10, 2005

andleysi- netleysi

jamm ástæðan fyrir þessari bloggmollu er er að ég hef eiginlega ekki haft neitt sérstagt að segja nú þegar ég og kaupmannahöfn erum að nálgast þessa týpísku lægð þegar sambandið er hægt að vera nýtt, framandi, spennandi, ástríðufullt osvfr. og við tekur hversdagsleikinn þar sem lífið gengur úta að borða sofa og læra og helgarnar eru hver annari líkar.

En jamm bara allt gott að fretta annars Amma og Afi frá Holti komu í heimsókn í síðustu viku, eru núna í Noregi koma svo aftur á Sunnudaginn . Það var voða gaman að hitta þau fórum út að borða eitt kvöldið og svo eldaði Gummi nautalundir hitt kvöldið en drengurinn hefur nokkuuð góða eldhústakta allavega held ég að það sé leit að piltum á hanns aldri sem eru jafn flinkir í að brúna kartöflur.
Ingibjörg bað mig svo um að vera fatamódel á einhverjari tískusýningu sem verður haldin á einhverju íslendingadæmi á menningarnótt sem er á föstudaginn ég sagði nú fyrst nei enda löngum verið lítið fyrir gripasýningar en svo ákvað ég að slá til ef að fólk vill fá módel með skrítnar tennur og mitt mjög svo getnaðarlega göngulag :) þá er það nú bara gott mál, það verður líka örugglega gaman að prófa þetta, veit samt voða lítið um þetta veit ekki einu sinni hver hannar fötin, pottþétt einhver artí fartí úbersvalur íslendingur.
Það sem var nú samt fyndnast við þetta var að á föstudaginn hittust næstum allir íslendingarnir á panum og fóru út að borða 3 og eitthvað stykki og þá var ég rétt byrjuð að tala við einhverjar stelpur þá spurði önnur mig hvor ég vildi vera módel á þessari sýningu . Greinilegt að ég er bara eins sæt og sjarmerandi eins og ég held sjálf. ( þori að veðja 1000 kalli að sylvia L ranghvolfir í sér augunum þegar hún les þetta)

Þessi Íslendinga hittingur heppnaðist mjög vel kjaftaði helling við hana Fjólu sem er líka Blönduósingur , ótrúlega mikið af fólki utan af landi held örugglega helmingur eða meira.
Svo blandaði ég geði við eitthvað fleira lið, enduðum upp á stúndentabar og endaði svo með tveimur úr bekknum að borða spaghettí með tómatsósu heima hjá einum :)

Svo var ég bara frekar dugleg að læra á sunudag og laugardag .
Mætti svo með stírurnar í augunum í morgun í líkamsparta tíma og var að skoða heila og afsagaða hausa af dánu fólki, sem mér finnst bara spennandi var reyndar aðeins á verðbergi gagnvart hausnum hvort hann væri nokkuð að opna augun en hann var ekkert að því enda kannski erfitt þegar maður er búklaus og annað heilahvelið vantar. Ég er að spá í havr ætli maður skrifi undir til að láta leyfa að líkami manns sé notaður sem kennslugagn eftir dauðann mér finnst það annsi spennandi pæling, hef verið alin upp við það að maður eigi að gera eitthvað gagn og er þá ekki tilvalið að gera það bara líka þegar maður er dáin, það held ég, hvað segið þið mynduð þið vilja eiga framhaldslíf ofan í sprittvatni i kjallara panum og það sem meira er væri ykkur sama þótt ég myndi gera það.