Brekkusnigillinn bloggandi

Sunday, May 22, 2005

listi

Jæja þá er 7.bekkurinn að fara að byrja í prófum á morgun. Ég vona bara að þeim gangi vel þessum pjökkum :) Allavega er ég búin að vera frekar dugleg við ýmislegt stúss í dag fór yfir skriftarpróf og setti inn einkunnir , svo samdi ég náttúrufræðiprófið og svona þannig ég get kannski farið að huga að egin lærdómi . Reyndar er ég búin að læra allveg helling um helling af hlutum við það að vinna í skólanum já já allavega var að spá í að fara að setja inn svona skemmtilega lista inn, er það ekki voða sniðugt ætla að byrja á plötulista sem heitir plötur sem hafa haft áhrif á mig og ég hef étið í mig af hinum og þessum ástæðum, óháð hvort þær séu tónlistarlega séð eitthvað meistarastykki .

1. Krúsídúlla - Emilíana Torrini (Fyrsti geisladiskurinn minn og þessvegna í miklu uppáhaldi)
2. Insectiside - Nirvana (reyndar koma In utero og nevermind líka til greina á þennan lista en það er eitthvað svo hressilegt kæruleysi og húmor sem In.side hefur sennilega Cobain ekki eins þunglyndur þarna :)
3. Parklife - Blur ( we all say don´t want to be alone we were the same colothes cuz we feel the same and kiss on dry lips when we say good night, hvert einasta lag á þessum disk er æði einn af mínum uppáhalds )
4. The Score - Fugeess ( Þetta er diskurinn minn og Sylvíu við kunnum hann næstum utan að og finnst ekkert skemmtilegra en að taka búta úr lögum í parýum sem og öðrum samkomum)
5. You - Bang gang ( Eina tölvupopp sem ég hef fílað hlustaði mikið a þennan disk þegar ég fékk hann)
6. A grand don´t come for free -The Streets ( bara snilld eitthvað svo mannleg tilgerðalaus ´plata líka bara svo öðruvísi. Ein af fáum nýjum plötum sem eru á listanum sökum þess að ég downlóda aðalega núna og hlusta þá meira á stök lög heldur en plötur)
7. Sahara Hotnights- Jennie bomb ( Melódískt stelpurokk )
8. Fólk er fífl - Botnleðja ( Verð alltaf sannfærðari um það að þeir hafi nú hitt naglan á höfuðið þarna)
9.Ekki enn - Purkur Pilnikk ( Frábærir textar og pönk er nottlega bara málið)

10.Tracy Chapman - Tracy Chapman ( Fór að hlusta á þennan disk eftir að Norsk stelpa á vinabæjarmóti hafði haft hann stöðugt í græjunum sínum í 5 daga. og hef verið að hlusta á hann síðan)

Jamm alls ekki tæmandi listi og ekki einu sinni í neinni mikilvægisröð bara í þeirri röð sem ég mundi eftir þeim. Allavega ef þið hafið ekki hlustað á einhverja plötu á þessum lista mæli ég með að þið bætið úr því. En jæja meira síðar.

Wednesday, May 18, 2005

Kæruleysi kynfræðsla

Er að fara að vera með smá svona kynfræðslu í 9.b á morgun og þegar ég var að pikka inn á powerpoint upplýsingar um allar þær milljón getnaðarvarnir sem eru til og uppl. um allskonar vessa, sviða, sjúkdóma sem erfitt er að losna við og geta jafnvel gert mann ófrjóan. Þá fór ég að velta því fyrir mér að við þá meina ég mín kynslóð erum allveg ótrulega uppfrædd um áhætturnar sem fylgja kynlífi og hvernig eigi að draga úr þessum áhættuþáttum. Það má nánast segja að ég hafi af og til verið í kynfræðslu síðan ég var í fokkin 7.bekk !!!!!!!! Og þá spurði ég mig . AFHVERJU ERUM VIÐ ÞÁ SVONA ÓGEÐSLEGA KÆRULAUS fyrir utan það að vera kynslóðin sem ólst upp við Ally McBeal (er það skrifað svona) ,friends, Sex en the city, myndina Kids, internet klám o.s.frv.þar sem casual sex er jafn mikilvægur hluti af Ímynd okkar og blómin voru fyrir hippana og allt er alltí key og enginn segir nei og Britney Spears selur fleiri plötur eftir því sem fleiri föt detta , og við kyrjum öll í kór I´m a slave for you..can u keep up, baby boy let me loose my breath hit me hard let me loose my breath....I´ll take you to the candyshop I´ll let you lick the lolly pop keep goin till u hit the spot. ok ok þetta var smá D-túr

ok fyrir utan þetta sem gæti nú verið pistill útaf fyrir sig afhverju erum við svona kærulaus þegar kemur að því að stunda þetta casual sex okkar sem yfirleitt fær á sig mestan ljóman þegar við segjum frá því í góðra vina hópi daginn eftir talandi um það eins og það hafi verið eins og hjá jack og Rose , ok annar d-túr allavega þá er fólk held ég almennt séð ekkert að passa sig neitt sérlega vel og oft bara ekki neitt einhversstaðar útúrdrukkið krossleggjandi fingur af því það gleymdi að kaupa smokka , af því að það er svo mikið vesen, af því að "ég er örugglega ekkert með egglos núna", af því að það gerist hvort eð er ekkert ég meina fyrst það gerðist ekki í síðasta skiptið eða já eins og ég hef nú iðulega lent í "æj fokk gleymdi að taka pilluna æj ég tek hana bara í fyrramálið " svo var ég bara að glugga í leiðbeiningar og þá má ekki vera nema einhver smáskekkja á þessu pilluáti ............... Hvað er eiginlega málið afhverju þekki ég fólk sem er með kynsjúkdóma afhverju þekki ég fólk sem hefur sofið hjá án þess að vera plastað eða pillað hvað er málið með þetta kæruleysi í fólki þegar maður getur bara endað ófrjór eða eitthvað.

Jæja drífum nú öll í því að lifa ábyrgu kynlífi sem ég ætla að vona að flestir geri nú sem oftast en ég held að fólk gleymi sér stundum í kæruleysinu.

já já svo bara til að hafa það á hreinu er ég ekki að tala um einhverja ákveðna einstaklinga og ekki einu sinni ákveðana hópa ég hef upplifað þetta kæruleysi í nánast öllum mínum vinahópum sem eru nú útum allar trissur meðal annars í Argentínu en sá vinahópur ber nú reyndar af í því að vera kærulaus enda búnkast niður afkvæmi þar á bæ.

Annars er þetta nú meira dópið þessi kennsla maður fær þetta gjörsamlega á heilann getur ekki hugsað um neitt annað allur manns tími fer í að undirbúa næsta tíma svo er maður aldrei fullkomlega ánægður með tímana svo maður vill gera betur og meira næst og út á þetta gengur lífið sem sem endar að maður lýgur að sjálfum sér þegar maður er hættur að sinna öðrum hlutum lýgur að öðrum að maður sé búinn að taka til og að manni langi ekki í eldaðan mat , að maður þurfi ekki að læra fyrir inntökuprófin allt til að geta undirbúið kennskuna get samt ekki undirbúið hana nóg né gert allt eins vel og maður vill semé líf mjög líkt og heróínsjúklingar lifa , svo verður svona stutt high moment þegar maður heldur að maður hafi náð einhverju inn í hausinn á nemendum eða fengið þau til að hugsa, en það dugar bara í stutta stund og þá verður maður að fara að undirbúa næsta tíma , sem væri þá næsta sprauta hjá heróínfíklinum.

Nú skil ég líka að sumarfrí kennarans er nokkurskonar "rehab" þar sem kennarinn byggir sig upp, sinnir vanræktum áhugamálum sínum og myndar aftur tengsl við fjölskylduna svo fellur hann á hverju hausti aftur inn í sama vítahringinn ............. Ég held ég sé komin á sjóðandi túr
hæ dúllía dúllía dúllía dæ hæ dúllía........

Saturday, May 14, 2005

MYNDIR

heyrðu ég líklegast skellti nokkrum myndum á svona myndasíðu þetta er samt bara brotabrot af öllum myndunum og þessar eru sko miklu minni en originallarnir en samt þetta er eitthvað.
njótið

http://public.fotki.com/Elvita/

Flatsæng

geisp ohhhhhhhhh það er svo aðislegt veður úti rosalega sem er gaman að vera til í svona góðu veðri. Síðasta vika búin að vera rosa bissí er búin að vera að hjálpa ´Signý frænku að læra fyrir þessu samræmdupróf vorum alveg rosalega duglegar sérstaklega fyrir íslenskuprófið en mér veitti sko ekkert af þessari upprifjun þar sem þessi setningarfræði er nú til prófs hjá mér líka.
Er svo búin að vera að kenna 7, bekknum um hafstrauma þar sem skemmtilegar baðviðlíkingar komu við sögu. Spjallaðu svo við 8. bekkin um klámvæðinguna og fékk þau til að velta fyrir sér ýmsu í sambandi við það , svo er ég búin að vera ansi dugleg á brettinu þannig ég er að komast í þokkalegt form.
Í gærkveldi var svo hin árlega Giljárgleði sem var bara með dannaðara mótinu þetta árið, fór reyndar ekki þangað í fyrra en það fóru ýmsar sögur af því. Þetta var bara svona rólegheitar skemmtilegt partý grill,bjór,bolla,pottur,gítar og svo spjall við mína gömlu skólafélaga bara fínt er alltaf að gera mér betur grein fyrir því hvað mér þykir vænt um alla í gamla bekknum mínum kemur yfir mann svona voða kærleikstilfinning þegar við komum saman æji þið vitið hvað ég meina maður vill svo að öllum gangi vel í lífinu og finni sig í því sem þeir eru að gera og svona
allavega veit bara ekki hvað er hægt að segja meira um þetta partý annað en bar amjög fínt. Núna er bara að muna að borga því ég nottlega gleymdi að koma með pening, ekki í fyrsta skiptið sem ég gleymi einhverju svoleiðis.

Svo ætla ég núna að skella mér með mömmu og vinkonum hennar í labbitúr uppá hnjúka svona til að hrista af mér "slenið" og svo held ég að Groundfloor sé bara málið í kvöld. Skemmti mér konunglega þegar þeir voru að spila síðasta sumar og hlakka ég til að sjá hvernig þeir eru orðnir eftir veturinn.

Hérna eru svo nokkrar myndir frá Argentínu sem sylvía er búin að vera svo dugleg að setja inn.
http://public.fotki.com/strawberryicecream/sylvia/

já svona í lokin, hefur einhver vaknað við það að klípa sig . Það kom nebblega fyrir hana Önnu, og ólíklegt að hún sé sú eina.......................eða hvað.

Sunday, May 08, 2005

Words like violence

Já þegar ég kom á klakan fór ég fljótlega á Blönduós ,en fyrst fór ég í fermingu hjá Kristínu Sveinsdóttur en hún og bróðir hennar Guðfinnur eru sko allveg frábær rétt eins og foreldrar þeirra. Er svo búin að dunda ýmislegt hérna á Blönduósi ég var að vinna í esso og svo er ég núna að kenna við Grunnskólan á Blönduósi já einhvern tíman heyrði ég málshátt sem fjallar um epli og eikartré hmmmmmmmmmmmmmm er semsé að kenna 7. bekk var búin að laeikstýra þeim fyrst á sumarskemmtun ásamt Jófríði þáverandi kennara þeirra sem núna mun verða léttari á næst dögum. En þessi bekkur er sko algjört æði minna mig mikið á góða tíma þegar ég var í 7 . bekk æj þið vitið reykjaskóli, aðalatriðið á sumarskemmtun og byrja að vera svoldið fullorðin og svona . Er semsé að kenna þeim Kristnifræði, Íslensku og Náttúrufræði auk þess að vera með lífsleiknitíma fyrir unglingana og ég fíla þetta alveg í botn. Spurning bara að gefa skít í læknainntökuprófið og verða bara bitter, útbrunnin, illalaunaður, úturtaugaður kennari með mikla koffínfíkn nei þetta var nú grín og sýnist mér nú flestir kennar þarna í G.B . vera að fíla sig í botn og vera bara hamingjusamir afslappaðir og fullir af eldmóð þannig já held samt að ég reyni við lækninn hann er nebbleg a líka mjög spennandi . Já það er ekki laust við að maður fái snert af víðáttufælinishrifum í öllum þessum möguleikum, tækifærum og frelsi sem maður hefur.

jæja fokk fokk klukkan er eitt og ég er ekki búin að undirbúa mig eins vel og ég ætlaði, fór í staðin að horfa á árshátíðina síðan í 10. bekk sem minnir mig á árgerð 84 algjört möst að hittast horfa á þessi video skoða myndir og halda heljarinnar teiti í sumar. ég skal planileggja ef þið mætið skal fá Val til að gera það með mér svo ég missi mig ekki og fari að plana upprifjun úr lífsleikniefni 6. bekkjar og spennandi kvöld þar sem hljóðfræði verður aðal topicið , en vissuð þið að ú er uppmælt, kringt, nálægt hljóð . Ok ok ég er farin í háttinn .

And I’m only here
To bring you free love
Let’s make it clear
That this is free love
No hidden catch
No strings attached
Just free love
No hidden catch
No strings attached
Just free love

Ísland

Já kannski spurning um að fara að blogga eitthvað hérna aftur, alveg makalaust hvað ég þarf alltaf að demba mér í blogglægðir akkúrat þegar eitthvað af fólki er farið að leggja leið sína hingað. Jaqmm annars svona ril að updata þá fór ég frá Svíðjóð til London rétt til að skoða st.pauls kaupa ipod handa önnu, tékka á götuleikurum í covent garden, kaupa mjög svalan make capitalism history bol af gömlum hippum sem ganga í gegnum endurnýjun lífdaga við að mótmæla stríði í Írak og já nánast missti af fluginu var hlaupandi í undergroundinnu lesta á milli til að ná stansted express sem ég ætlaði að taka eins seint og mögulega, orðin langþreytt á tilgangslausu flugstöðvarhangsi. Nei kom á platformið kl 18:00:54 og lestin hafði farið klokken sex flott flott og flugið 19:50 og þá er ég ekki að tala um check in tíman fokk ég stóð þarna sveitt , með gula bakpokan á bakinu ,rauða bakpokan í hægri hendi, bláa adidas bakpokan framan á og blómatöskuna yfir öllu saman keypti mér 18:30 miða og vonaði það besta. Þegar í lestina koma byrjaði ég að naga á mér nreglurnar á mjög skipulagðan hátt á meðan ég reyndi að finna upp á einhverju rosa sniðugu til að segja þegar ég þyrfti að hringja heim og láta vita að ég hefði misst af vélinni. Lestinni seinkaði svo um ca. fokkin korter svo ég mátti svoleiðis spretta útur lestinni klyfjuð eins og asni ræningjanna í alibaba og ræningjarnir 40, upp stigan og að tékkinninnu þar sem stelpan var að fara að loka en þessi elska hleypti mér í gegn og tékkaði inn eitthvað af farangrinum. svo átti ég að hlaupa og fá að fara framar í raðir en enhver gaur þarna las vitlaust á bording passan minn og sagði mér bara að fara í röð, þannig ég stóð þarna bíðandi eftir að troða dótinu í skannan og hlaupa útí vél á meðan einhver voðalega fyndin starfsmaður var með brandara við fólkið á undan mér , loksins þegar ég gat skellt dótinu í gegn var ég ekki lengi að grípa það og hlaupa eins og fætur toguðu út í terminaltransportið, þegar inn í það var komið og einhver kona sagði "this transport is leaving please stay clear of the door" fattaði ég að ég hafði gleymt adidaspokanum í gegnumlýsimaskínunni fokk fokk fokk afhverju koma svona hlutir alltaf fyrir mig , en þá var of seint að snúa við og ég hljóp að geitinu mínu og þá var ekki einu sinni byrjað að borda en samt fékk ég ekki að hlaupa og ná í töskuna . Ég var nú reyndar svo fegin að hafa náð vélinni að mér var nett sama um töskuna, Elín og Gunna sóttu hana svo fyrir mig þegar þessar elskur skeltu sér í til London um daginn og hef ég þar með endurheimt símann minn, forláta húfu frá Perú, Depeche mode safndiskin, argentískan rokkdisk, Automatic for the people sem var að koma heim eftir ca. 3. ára dvöl í Argentínu :) gjafir handa systrum mínum og já handa þér Anna. Já lyklarnir að skrifborðinu hennar önnu sem komu óvart með , Álfabikarinn nú þarf ég ekki að vera á ógeðslegum toxic dömubindatúr og dvo voru þarna bækur og fleira dót sem ég var fegin að fá