Brekkusnigillinn bloggandi

Friday, November 25, 2005

mont mont

í síðustu viku fór ég 5 sinnum út að skokka í þessari viku er ég búin að fara 3. sinnum út að skokka fer aftur á morgunn og keppi í fótbolta á sunnudaginn. Í síðustu viku og þessari gerði ég bróðurpartinn í efnafræðiskýrslu sem ég gerði með annari manneskju, síðasta laugardag hélt ég partý fyrir nokkra ræfils Svía af einskærri góðmennsku, á miðvikudaginn var ég í skólanum til klukkan 7 á fimmtudaginn til kl 8 (reyndar til kl10 en lærði ekkert á milli 8 og 10) og í dag var ég í skólanum frá klukkan rúmlega 9 - kl hálf 8. fór út að skokka og er núna að fara að hitta vin minn til að horfa á video. Já horfði meira að segja á þátt á DR 1 í síðustu viku þar sem var spjallað við einhverja dani um lífið og tilveruna bara til að læra dönsku, þátturinn var nebblega texstaður, ég er líka hætt að ....... naga neglurnar leiðinda ósiður sem ég hafði reyndar hætt í sumar en byrjað aftur á í stressinu yfir að byrja í skólanum. Það snjóaði í dag.

Margrét ég mana þig í að reyna að toppa mig !!!!!!!
já, þetta mætti nú rangtúlka allavega þú veist hvað ég meina :)
reyndar get ég nú varla toppað þetta mark þitt, ekki nema fá held ég hæstu einkunn fyrir listdans á skautum :)

Monday, November 21, 2005

heimurinn er stærri en stígvél og bjúga skiluru

Ég verð bara að segja að mér finnst Sylvía Nótt svo fyndin hvernig manneskjan getur haldid karakter við ótrúlegustu aðstædur og gullkornin sem koma eru bara brill, auðvitað þar sem ég held allavega að þátturinn hafi mjög lauslegt handrit þá getur liðið soldið langt á milli gullkorna en þegar þau koma þá veltist ég um af hlátri. Mér finnst týpan bara ná svo vel að vera ádeil á ákveðin hóp ungs fólks sem er stefnulaust, haldið ákveðni veruleikfirringu, soldið naívt en samt viss um það vilji vera töff og trendí æji þetta eru svona týpurnar sem falla fyrir strákum sem eiga flotta bíla. Auðvitað eru sumir sketsarnir á mörkunum með að vera viðeigandi en það er líka soldið tilgangur þáttanna, að ögra og ég skil mjög vel það fólk sem er ekki allveg að fatta eða fýla þennan húmor , en ég bíð allavega alltaf spennt eftir næsta þætti.

Annars er það að frétta að bekkurinn héldu eins konar litlu-jól eða julefrokost síðasta föstudag, það var vægast sagt mjög skemmtilegt allir komu með eitthvað af mat , svo gerðum við svona krossapróf sem þar sem við spáðum í framtíðina spurningarnar voru td. verða hvít jól ? hversu margir falla a 1. Við fórum líka í pakkaleik og drukkum glögg og ákavíti en það eru jóladrykkirnir þeirra fyrir utan náttúrulega Tuborg jólaöl, einnig var möndlugrautur med kisurberjasósu. Við erum líka bara svo góður hópur og þegar við erum saman leiðist okkur ekki að tala um það heldur. :)
Ég og Majken náðum að rumpa 4. efnafræðiskýrslunni af í dag þannig nú er ekki önnur skýrsla fyrr en í janúar svo er dönskunámskeiðið líka búið og ekkert djamm planað um næstu helgi þannig nú er engin afsökun fyrir að byrja ekki að undirbúa sig systematiskt fyrir próf ! gæs gæs gæs
Svo ef að ég floppa á þessu öllu þá kem ég bara heim fer að vinna á dropanum, tek B.A í sálfræði og fer að kenna :) svona svipað og bubbi sagði þegar ísbjarnarblús :"Ef platan selst ekki tek ég bara(eda slæ eda hvad gerir madur med víxla) víxil og fer á sjóinn.

"guð skapaði fátækt fyrir fólk sem var ógeðslega vont í fyrra lífi, til að hefna sín á þeim, en við mannfólkið við erum ógeðslega góð og við kunnum að fyirgefa og við sameinumst og hjálpum þeim þau eru systkini þín"

"eins og þegar Brad pitt segir hey tékkið á þessum þroskaheftu börnum hérna skilru þú veist gefið þeim peninga skiluru þá gera allir það "

"en hvert ferðu þá með björgunarfólkið sem þú bjargar"
"á blönduós"
"á blönduós ó mæ god en það er engin sushi staður þar"

kommentið nú hvað finnst ykkur um Sylvíu

Thursday, November 17, 2005

Heimsóknir og kosningar

Í gær voru borgarstjórnarkosningar í Kaupmannahöfn , og þar sem ég vil sýna súffragettunum og Bríeti Bjarnhéðins þann virðingarvott að nýta kosningarétt minn sem þær og fleiri börðust fyrir þá fór ég nottlega og kaus, kaus meira að segja þá sem vann! :) Það var voða gaman að kjósa sérstaklega af því að ég bý í Kaupmanahöfn K sem þýddi að ég fékk að kjósa í ráðhúsinu það var líka gaman af því ég fékk tvo risastóra athvæðaseðla ca 3x A4 hvor með hvorki meira né minna en 29 framboðum þarna voru tildæmis kristaníulistinn, tveir grænir listar, hjólalistinn og eitthvað fleira svona fyndið sem ég man ekki hvað hétu.

Um þar síðustu helgi komu svo Erla amma og mamma í heimsókn og var mjög gaman að hitta þær við fórum til dragör , fínt út að borða, á pub þar sem gömlu ísl stúdentarnir héngu á og í óperuna á mjög áhugaverða nútímauppfærslu af ódyseus ég hafði pantað miðana og ekki allveg áttað mig á þessu sætasístemi þannig að ég hafði víst pantað sæti einhversstaðar uppi í rjáfri þannig við sáum nú ekkert mikið allavega ekki fyrir hlé en við færðum okkur svo eftir hlé þannig að þá var það í lagi, samt voða flott hús og gaman að koma inn i það.

Svo um síðustu helgi kom Anna eftir að hafa velt bílnum sínum á heiðinni (en maður lætur nú svoleiðis ekki stoppa sig þegar djamm í köben bíður manns) og Margrét kom líka frá Lundi ég sé til hvort ég nenni að blogga ýtarlega um atburði helgarinnar en helgin var wicked það gerast bara alltaf snilldarhlutir þegar við 3 komum saman allavega við versluðum saman fórum í tívolí tókum svona hjólataxa , gerðumst boðflennur í partý og var hent út enduðum á einum sóðalegasta háskólabarnum með þjóni af veitingastað fyrr um kvöldið (en það er regla hjá mér og önnu í útlöndum að taka þjónanna með á djammið) og einhverjum hávöxnum ljóshærðum íslending við buðum þeim félögum svo heim í eftirðpartý og elduðum spaghettí með tómatsósu...namm namm svo sendum við þá heim og nenntum lls ekki að blása upp vindsængina sem Margrét hafði dröslað með sér frá Lundi þannig við kúrðum allar í svefnsófanum. Á laugardeginum kíktum við svo eitthvað niðrí bæ rákumst á Magga Frey í einhverri töskubúð en þetta er í annað skiptið sem ég rekst á hann hérna. Við skelltum okkur svo á erotica museum sem var mjög áhugavert allskonar merkilegir hlutir þar , gömul frjósemistákn, skírlífsbelti, Paris Hilton myndbandið ofl. skemmtilegt vorum reyndar einu stelpurnar sem við sáum inni á þessu safni en við sáum nokkur stelpunöfn í gestabókinni. Við skelltum okkur svo yfir brúna til Lundar en söguna af þeirri ferð má finna á www.margretsilja.blogspot.com . Í Lundi var svo búð að elda tacos þegar við komum og við borðuðum og vorum í partýi á ganginum á vistinni hennar Margrétar það var mjög gaman sérstaklega af því það voru svo margir skiptinemar en mér finnsr ekkert skemmtilegra en að tala við fólk frá ólíkum löndum, svo rúsínan í pylsuendanum var að þarna var fólk frá argentímu meira að segja einn frá Cordóba sem er mín sýsla !!!! oh það var svo gaman að tala við það lið, partýið var annars bara mög vel heppnað allskonar kokteilar, ávaxtapípa (sem ég skil ekki enta tilganginn med) og svo var eldhús hljómtækjunum hennt fram af svölum en það er víst einhver skemmtileg hefð sem þeir hafa þarna á studentagörðunum í Svíðjóð að fleygja rafmagnstækjum fram af svölum þegar haldin eru svona partý. ég og Anna fórum svo aftur til köben og slúttuðum helginni með því að fara í bíó á the corps bride sem var ótrúlega góð mynd ótrúlega skemmtileg karaktersköpun í henni.

Núna er jamm fimmtudagur og enginn skóli í dag er búin að vera nokkuð dugleg að lesa í líffræði í morgun og nú er ég að fara að skella mér í efnafræðiskorpu, svo út að hlaupa . Á morgunn er svo Julefrokost með bekknum :)

jamm endaði nú bara á nokkuð ýtarlegu bloggi um helgina :)

Tuesday, November 08, 2005

Híbýli framhald

Gunnarsbraut 38

Síðasta önnin í MH og það var nauðsynlegt að flytja í partýhæft húsnæði í göngufæri við miðbæinn. Ég, Matti, Anna, Sylvía og kettirnir Nói og Brjánn áttum saman 4 mjög skemmtilega mánuði og sambúðin gekk ótrúlega vel miðað við fermetra per einstakling það kom allveg fyrir að þvotturinn gleymdist það lengi í þvottavélinni að við þurftum að setja hana aftur af stað og öll glösin urðu óhrein. Stundum voru líka tekin smá pirringsköst en það eru bara smámunir miðað við hvað það var oft ógeðslega gaman hjá okkur. Enda fylgdum við nokkuð vel hinni gullnu reglu að ræða öll vandamál strax , ekki byrgja allt inni og springa svo. Besta setningin af Gunnars hlýtur samt pottþétt að vera þegar ónefndur næturgestur var að fara heim og rekur þá augun í kettina tvo og segir: " já, bíddu eru þeir tvíburar" .

Scacksgade 12

Kbh er núverandi heimili mitt eins og alltaf þá var ég viðbjóðslega heppin, þar sem ég kom til Kaupmannahafnar henti dótinu mínu til Ingibjargar og fór í busaferðina mína án þess að vita neitt hvar ég myndi búa, hvað eg væri að fara að gera, eða hvernig ég ætti að gera það (já já ha ha gera það ekki það heldur hvernig ég ætti að fóta mig i köben) Svo kom ég til baka og þá var Ingibjög bara búin að redda þessu fyrir mig hér bý ég semsagt í einu herbergi/stofa með lítin eldhúskrók og borðstofuherbergi/ískápsherbergi/hol/fataherbergi og svo er klósettið og sturtan inni í skáp :) fékk þetta með öllu það var meira að segja matarolía og klósettpappír. Þetta er mega fínn staður rétt við Söerne (vötnin) stutt í skólann og stutt í bæinn ,það búa ansi hressir Litháanar í íbúðinni við hliðina á mér sem hafa nokkrum sinnum bankað hjá mér þegar þeir eru komnir í glas og reynt að tala við mig á þýsku , yndælisdrengir en ég hef nú bara brosað kurteisislega og beðið þá bara vel að lifa. Hinum megin við veggin hjá mér í næsta stigagangi býr svo einhver sem fær stundum fólk í heimsókn til að kyrja, en ég bendi á fyrri bloggskrif mín í sambandi við það.

Á milli þess sem ég hef búið á þessum stöðum hef ég svo alltaf búið reglulega á Brekkubyggð 4 enda nauðsynlegt til að hlaða andlegu batteríin og veskið. Svo hef ég búið aðeins í gulabakpokanum mínum. Nokkra daga hjá Ingibjörgu og tvær vikur á Siglufirði þar sem ég vann í rækjunni og dreymdi rækjur á nóttinni þannig ég get sagt að ég sé alvöru Íslendingur og hafi unnið bæði í fiski og við landbúnað....................................................................................................
............................. og jeminn ég er að gleyma sveitinni ok sér kafli um það.

Litla- Ásgeirsá

Til að flýja angst unglingsáranna fór ég í sveit var á Ásgeirsá hluta úr sumrinu 98 og 99 (held ég örugglega) Það var mjög góður tími bara reka beljur mjólka beljur, reka hesta, raka hey og horfa á leiðarljós , við hlógum líka oft mikið við matarborðið ég held ég hafi sjaldan hlegið eins mikið í matmálstímum og á Ásgeirsá, það væri gaman að segja frá ástæðunum fyrir þessum hlátursköstum en því miður þá er það ekki birtingarhæft efni, Sveitahúmor alltaf svo groddalegur, í sveitinni var ég í herbergi með Jóhönnu og þar kynnist ég líka Vilmari og Magga en þeir voru svo í herbergi við hliðinna á mér fyrsta árið á króknum :)

Þingeyrar

Þar var ég svona eitthvað man ekkert hvað lengi man bara að ég kynntist einhverri stelpu frá þýskalandi þar og svo man ég að það var ómögulegt að fá Helga á fætur á morgnanna , svo borðuðum við mikinn silung , hlógum líka mjög mikið , fórum á hestbak og síðast en ekki síst ólum upp gæsarunga og tókum upp ómentanlegar bíómyndir.

Holt

Ég skellti mér í tvær vikur Í Holt síðasta sumar til að læra fyrir inntökuprófið, var aðeins í suðburðinum og varpinu líka það var ótrúlega nice þetta er líka svo magnaður staður önundarfjörður. Ég á lika mjög magnaða ömmu og magnaðan Afa sem leyfði mér að æfa læknishandtökin við að sprauta rollurnar. :)

Held að þetta sé þá bara komið og ég held ég fari nú og reyni að gera eitthvað , taka til, borða, fara í sturtu klára skýrslu , horfa á sjónvarpið, snyrta neglurnar , kíkja á netið..........held ég byrji á að horfa á síðasra þáttinn af Sylvíu Nótt svo verð ég rosalega dugleg

Tuesday, November 01, 2005

Frunsa og Híbýli

Eg er með svooo stóra frunsu hun er svakaleg ég hef bara aldrei fengið svona áður semt er ég með hanna allveg í frunsukrembaði, allavega var að fara að blogga þegar litháenarnir, held að þeir séu þaðan bönkuðu hjá mér ok eftir smá stúss við að reina að skilja hvort annað þá komst ég að því að ég ætti að geyma fyrir þá lykla sem vinur þeirra kæmi svo að sækja kl 20 til að hann geti komist inn þannig eg er bara að fara að vera heima í kvöld enda hafði ég svosem ekki önnur plön það er nebblega hellirigning.

Ég sá einu inni í einhverju blaði örugglega í birtu eða eitthvað viðtal við fólk sem var að lista upp alla þá staði sem það hefur búið á , ég ætla núna að þykjast að það sé ég sem sé í þessu viðtali.

Fyrst eftir að ég fæddist þá bjó ég ýmist hjá ömmu og Afa á Holtó eða Ömmu í Reykjavík , á meðan vafalaust nett fríkaðir foreldrar mínir reyndu að höndla það að vera orðin mamma og pabbi rétt svo komin með aldur til að fara í ríkið, mér hefur vafalaust liðið vel á þessum stöðum þar sem samband mitt við ömmur mínar og Afa hefur alltaf verið mjög náið og gott. Hef reyndar sf því spurnir að ég hafi átt það til að verða bumbult eitthvað og halda þar með öllum vakandi eitthvað fram eftir nóttu, hef nú reyndar lúmskan grun að mér hafi bara þótt þægilegra að sofa á öxl eða handlegg og láta sveifla mér til og frá. Ég hef líka alltaf sofið vel í skipum og svo finnst mér ennþá mjög gaman að róla.

Æsufell 6
Eina skiptið sem ég hef búið í ghettóinu, þar bjó ég til 3 eða 4 ára aldurs, og þarna man ég eftir mér ég á tvær minningar sem ég man úr Breiðholtinu en núna veit ég ekki hvor ég man það lengur eða hvort ég bara veit að ég mundi það hef oft velt þesu fyrir mér ég nefninlega veit að ég mundi einhverntíman eftir þessu og fannst það svo merkilegt að ég laggði það á minnið á þeim tímapunkti: Hvernig veit ég þá hvort ég muni eftir atburðinum sjálfum eða muni bara eftir þegar ég mundi eftir honum ????
Allavega ég man eftir að hafa læst mig inn á klósti og ég man að ég var skíthrædd því það var myrkur . Svo man ég eftir að vera inn í eldhúsi og horfa á pabba elda , hann var örugglega að steykja ýsu allavega var hveiti þarna og það sem er svo merkilegt við þessa minningu er ekki það að pabbi hafi verið að elda því það gerir hann mjög oft, nei þegar ég sé þetta fyrir mér þá sé ég bara hnén á pabba og svo einhversstaðar óralangt uppi er eldavélin og þetta allavega man ég að ég sé ekki upp á borðið og hausinn á pabba er ekkert inni þessu hann er bara einhversstaðar lengst uppi. Jamm svo veit maður aldrei með svona gamlar minningar hvað ég er búin að setja inn í þetta en allavega mér finnst þetta svolítið merkilegt og skrýtið að ég hafi munað þetta.

Aðalgata 3a held ég frekar en b.
þarna átti ég heima frá 3-4 til 5 ára, ég man nú allveg eftir allskonar hlutum þarna , man að einu sinni var ekki til mjólk og pabbi setti djús útá kókópuffsið mitt, ég man þegar við vorum að tala um hvað við ættum að skíra hundinn, ég man að það var mjög vont þegar pabbi missti vatnskönu ó stóru tánna mína og ég fór upp á sjúkrahús en þett mun vera í eina skiptið sem ég hef slasast og farið uppá sjúkrahús, ég man að ég var nett hrædd við kjallarann, ég man hvernig stofan leit út, ég man að ég og pabbi spiluðum prúðukalla minnispilið ótrúlega oft og ég man eftir bakaríinu þar sem Stína á Holtastöðum vann og mér fannst best í heimi að fá kleinu og kókómjólk, ég man að Snævar átti öruglega heima rétt hjá og ég man að ég var rosalega hneyksluð þegar pabbi litaði í litabók með mér og litaði útfyrir. Ótrúlegt en satt þá man ég voða lítið eftir þegar það gleymdist pottur á hellu og allt húsið sótaðist og það kom vond lykt og það þurfti að henda einhverjum bangsum , mér hefur bara mest verið sagt frá því.

Félagsheimilið.

Það var skemmtilegur tími en við bjuggum þar allavega veturinn sem ég byrjaði í 1. bekk . Röskva átti hvolpa þar , ég fékk að horfa á leikæfingar, og stundum fékk ég að stelast í kúlusjúkkið, svo gat ég stundum líka hangið með krökkunum í unglingadeildinni og það fannst mér nú svalt og vil hér með biðja all þá sem ég hékk í á þessum tíma afsökunar ég get ekki ýmindað mér annað en að ég hafi getað verið pirrandi á köflum lítill síblaðrandi besservisser er sú hugmynd sem ég hef um mig ca. upp í 5 bekk. , þetta eru aðalega Egill, Ragga og Erla Ísafold ofl. krakkar úr þeim árgandi sem ég held ég hafi verið einn mest að hanga í ég man allavega að Egill hélt með Liverpool , ég hlýt nú samt að hafa verið alltilæ allavega men ég aldrei eftir að þau hafi sagt mér að þegja eða neitt svoleiðis . Ég var örugglega með stærsta herbergi sem ég hef nokkru sinni haft enda varð það síðar skrifstofa bæjarstjóra, Ég hef samt alltaf kennt stærð hergergja sem ég hef verið í um draslið í þeim annað hvort er mikið drasl af því herbergið er svo stórt og erfitt að klára svona stórt svæði eða að það virkar bara mikið drasl af því að það er svo lítið :) Þegar ég bjó í Félagsheimilinu kynntist ég líka Dagrúnu fyrst man að mér fannst ótrúlega merkilegt að sjá gróðurhúsið.

Urðarbraut 21.

Nú hef ég of mikið að segja , en það var bara frabært að eiga að heima þegar ég hugsa um tíman þarna í heild þá kemur bara eitt orð í hugan ACTION tvær litlar systur, fótboltaæfingar, frjálsar, bekkjarkvöld, Silvanian, læra heima hitta Önnu og Sylvíu, bralla eitthvað sem við máttum ekki með Laufey , út í leiki, upp í brekku, fara á skíði, skotin í strákum, afmæli , spk, sannleikurinn og kontor, Fara á hestbak, Litli brúnn, Hólar í Hjaltadal, Mamma að baka rúgbrauð í mjólkurfernum, Fótboltamót, systur mínar að tæta bækur, skeina , syngja dvel ég í draumahöll, Erla góða erla og sofðu unga ástin mín.Súper mario bros 3.En það kom að því að Urðarbrautin var eiginlega of lítil svo við fluttum á Brekkuna og gerðumst brekkusniglar.

Brekkubyggð 4
12-16 ára og alltaf verið lögheimilið mitt þangað til í Ágúst. Brekkubyggðin er sko bestasta hús í heimi ég held að ég sé nú ekkert að þylja upp einhverjar minningar þaðan þær eru alltof margar, ég hef búið í 3 herbergjuum í þessu húsi besta var samt græna herbergið sem snýr að götunni , alltaf liðið vel þarna þó að við höfum haft blátt teppi og appelsínugulan vegg í nokkur ár og, herðatré fyrir loftnet og fleira í þeim dúr þá erum við bara svo splendit fjölskylda að við gerum þetta hús að besta húninu í bænum , reyndar sagði nú pabbi mér að það væri reimt þarna, og mér var nú ekkert allveg sama í nokkur ár þangað til Sigga Gríms sagði mér frá þessum kalli sem einhver á að hafa séð þarna og hún sagði að hann hefði verið yndæliskall svo núna býð ég honum yfirleitt góða nótt.

Heimavistin á Sauðárkróki.
Þegar ég var búin með 10. bekk lá leiðin á krókinn en það var sko málið þetta árið því það voru slatta margir busar þetta ár á vistinni bjó ég í 3 herbergjum jamm þó ég hafi nú bara verið skráð í 2 . Fyrst bjó ég með Sylvíu , svo með Önnu og svo með Matta eða já með dótið hjá önnu en sængina hjá matta, á tímbili var mér líka stundum hent yfir í herbergið við hliðina á en það er önnur saga. Á vistinni kynntist ég einum af mínum bestu vinum á vistinni varð ég ástfangin og alltaf mjög hamingjusöm , Egilskristall, eminem, sun lolly, total eclipse of the heart, latexdtrottningin, Skaffó, Ábær , Heimferðarrútan , Traðarpartý, sjálfstæðishúsið, þetta var krókurinn.

Svo flutti ég aðeins heim í janúar 2003 og vann í esso sælla minninga.

Mauro Herlitzka 585 , Las Vertientes, Cordóba, Argentína.

Argentína fór inn í mig og hefur verið þar síðan , Ég tala líka um að það sé heima, þetta var sá allra klikkaðasti staður sem ég hef búið á , mjög skrítið að hoppa úr mjög svo góðri ísl fjölskyldu í svona líka disfunctional familiu þar sem allir voru hálf tæpir á geði en ég varð hluti af henni og verð alltaf þakklát fyrir að það voru einmitt þau sem völdu mig , ég hel ég egi aldrei eftir að skilja það almennilega hvaða áhrif Argentína hefði og hefur enn á mig og líf mitt .


Nökkvavogur 13
Eftir að hafa lifað á einhverju röndóttu skýi í eitt ár var komin tími til að koma heim axla ábyrgð og mennta sig til að geta svo orðið stúdent, ég skellti myndunum upp á vegg , tók stöðupróf í spænsku og byrjaði í MH þar sem það var nánast enginn eftir á króknum og þá aðalega ekki matti sem var kominn í Iðnskólann, Nökvavogurinn var fínn kósý hverfi og lág leiga þegar maður er að legja af ömmu , Matti flutti svo inn og við áttum þarna heilan vetur máluðum meðal annars stigavegginn, vöktum okkar yndislegu nágranna um miðja nótt , það eina við Nökkvavogin var að það var ekki nokkur lifandi leið að halda partý, hoppa um með tónlistina í botni eða bara bjóða nokkrum vinum í mat því að það er svo fáránlega hlóðbært þarna og allt heyrist niður. Þannig þegar það kom að síðustu önninni þá ákváðum við að slaufa þessu og þá vantaði önnu´líka bústað og Sylvía orðin leið á því að búa heima þannig við duttum inn á

Gunnarsbraut 38
og ég verð bara að halda áfram með þetta seinna ég verð að fara í búðina.


Þessu bloggi hefði ég td. tapað ef ég hefði ekki verið búin að copya.

En hvað er málið með fólk , þú þarft að borga fyrir hotmailinn ef þú sendir ekki til 18 manns. Ég segji nú bara í eitt skipti fyrir öll ef hotmail byrjar einverntíman að rukka fyrir þjónustu sýna þá myndi koma bréf frá þeim en ekki einhverjum hálvitavinum þínum og það myndi koma í fokking fréttunum líka . Ef það er eitthva sem fer í taugarnar á mér þá eru það þessir meilar.

Góðar stundir.